Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.06.2014, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 26.06.2014, Qupperneq 4
26. júní 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá HELGARSPÁIN NOKKUÐ GÓÐ. Það lítur út fyrir milt veður og hægan vind um helgina og eitthvað ætti að sjást til sólar. Mögulega léttir heldur til vestanlands síðdegis á föstudag. Búast má við síðdegisskúrum norðaustanlands. 13° 5 m/s 12° 8 m/s 12° 8 m/s 11° 12 m/s Hægur eða fremur hægur vindur. Hæg breytileg átt. Gildistími korta er um hádegi 28° 32° 15° 24° 18° 16° 23° 20° 20° 25° 20° 28° 29° 38° 24° 21° 20° 23° 13° 4 m/s 12° 4 m/s 17° 3 m/s 14° 2 m/s 17° 2 m/s 13° 3 m/s 8° 6 m/s 16° 13° 14° 12° 16° 18° 18° 16° 17° 15° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur LAUGARDAGUR Á MORGUN LÖGREGLUMÁL Rannsókn á hóp- nauðgun sem kærð var til lög- reglunnar í maí síðastliðnum er á lokastigi. Hún verður send til ríkissaksóknara á allra næstu dögum. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðis- brotadeild- ar, staðfestir þetta. Stúlka undir lögaldri kærði fimm menn fyrir nauðgun sem á að hafa átt sér stað í samkvæmi í Breiðholti í maí. Menn- irnir voru allir í gæslu- varðhaldi um stund en Hæstiréttur úrskurðaði að áframhaldandi gæsluvarðhald væri óþarft. Fjórir mannanna eru undir átján ára aldri. - ssb Rannsókn á lokametrunum: Hópnauðgun til saksóknara STJÓRNMÁL „Samtök um nýja stjórnarskrá fordæma andlýð- ræðisleg vinnubrögð og valdþótta alþingismanna gagnvart fram- komnum lýðræðislegum vilja kjósenda í stjórnarskrármálinu,“ segir í yfirlýsingu frá samtök- unum. Enn fremur segir að þjóðin sé stjórnarskrárgjafinn. Hún hafi kveðið upp sinn dóm í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Niðurstöður almennra kosninga beri öllum að una við. Alþingi beri siðferði- leg og pólitísk skylda til að fara að niðurstöðum þjóðaratkvæða- greiðslu sem það sjálft boðar til. Í lýðræðisríki sé enginn annar kostur. - jme Fordæma vinnubrögðin: Eiga að fara að þjóðarvilja YFIR KYNFERÐIS- BROTADEILDINNI Friðrik Smári Björg- vinsson yfirlögreglu- þjónn. PERSÓNUVERND Umboðsmanni skuldara hafa borist kvartanir vegna ákvörðunar embættisins um að senda upplýsingar um 1.700 skjól- stæðinga þess til einkarekins rann- sóknarfyrirtækis. Upplýsingarnar voru notaðar í þjónustukönnun sem embættið taldi að Persónuvernd hefði veitt leyfi fyrir. Í könnuninni var haft samband við bæði fyrrverandi og núverandi skjólstæðinga sem höfðu sótt ráð- gjöf til Umboðsmanns skuldara eða farið í greiðsluaðlögun. Þeir sem samþykktu að taka þátt voru meðal annars spurðir um ánægju þeirra með embættið og hvernig þeim hefði gengið að fara eftir ráðlegg- ingum þess. Fyrirtækið Maskína sá um gerð könnunarinnar. Starfs- menn þess höfðu upplýsingar um kennitölur, símanúmer og netföng einstaklinganna. Þeir vissu einnig hvort skjólstæðingarnir hefðu leit- að ráðgjafar eða farið í greiðslu- aðlögun. Viðmælandi Fréttablaðsins, sem vildi ekki láta nafn síns getið, hafði samband við Umboðsmann skuldara í gær til að lýsa óánægju sinni með að upplýsing- ar um hann hefðu ratað til fyrir tækisins. Þá var honum sagt að Persónu- vernd hefði gefið leyfi fyrir könnuninni. „Það er einfaldlega rangt. Við höfum ekki gefið neitt leyfi fyrir þessari könnun,“ segir Þórður Sveinsson, forstöðumaður lögfræði- sviðs Persónuverndar. Hann segir Persónuvernd einungis hafa feng- ið tilkynningu frá Umboðsmanni skuldara um þjónustukönnunina. Í svari Persónuverndar við þeirri til- kynningu hafi verið tekið fram að engin afstaða hefði verið tekin til efnis hennar. Ásta Sigrún Helgadótt- ir, umboðsmaður skuldara, segir embættið hafa talið svar Persónuverndar ígildi leyfis. „Úrtakið var 1.700 manns en það hafa einungis tveir kvartað til okkar. Það má líka ekki gleyma því að fólk sem er ósátt hefur úrræði. Það getur í fyrsta lagi leitað til Persónuvernd- ar og svo getur það auðvitað neitað að svara,“ segir Ásta. Spurð hvort þau úrræði eigi við í þeim tilvikum þar sem einstak- lingar séu ósáttir við að upplýsing- ar um þá hafi farið til þriðja aðila segir Ásta könnunina lúta sömu lög- málum og reglum og ef starfsmenn embættisins hefðu unnið hana. „Bæði hvað varðar trúnaðar- skyldu og hæfisreglur. En ég geri mér fulla grein fyrir að þetta er við- kvæmt mál en mér finnst persónu- lega ekki mikið að tveir aðilar hafi leitað til okkar til að kvarta af öllu þessu fólki,“ segir Ásta. haraldur@frettabladid.is Skjólstæðingar gagnrýna miðlun persónuupplýsinga Tveir skjólstæðingar Umboðsmanns skuldara eru ósáttir við að embættið hafi sent einkareknu fyrirtæki upp- lýsingar um þá. Upplýsingarnar notaðar í könnun sem Umboðsmaður skuldara taldi hafa leyfi Persónuverndar. UMBOÐSMAÐUR SKULDARA Vinna við könnunina hófst í maí og lauk í fyrradag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÁSTA SIGRÚN HELGADÓTTIR Umboðsmaður skuldara hefur áður verið gagnrýndur fyrir meðferð per- sónuupplýsinga. Persónuvernd úrskurðaði í september 2012 að embætt- inu hefði verið óheimilt að senda bréf með upplýsingum um rúmlega þrjú þúsund einstaklinga til nokkurra lífeyrissjóða. Fyrir mannleg mistök var bréfið einnig sent innheimtudeild Landspítalans. Þann 27. júní 2012 úrskurðaði Persónuvernd að starfsmanni stofnunar- innar hefði ekki verið heimilt að senda félagsþjónustu Hafnarfjarðar tölvupóst sem innihélt upplýsingar um að skjólstæðingur hefði hlotið greiðslu fyrir tímabundna örorku frá Tryggingastofnun ríkisins. Dreifði lista yfir skjólstæðinga 8 karlar og konur, sem ekki hafa verið kjörnir alþingis- menn, hafa gegnt ráðherra- embætti á Íslandi. Sjö karlar og ein kona hafa hlotið þann heiður. UMHVERFISMÁL Ómar Smári Ármannsson, rannsóknarlög- reglumaður og náttúruverndar- sinni, kom að hellinum Gjögri í Ölfusi rammlega lokuðum með keðjum á dögunum. Hann telur þann gjörning kolólöglegan. Ómar Smári hefur sent umhverf- isráðuneyti og Hellarannsóknar- félagi Íslands erindi vegna máls- ins. „Það vantar skýringar,“ segir Ómar Smári. „Það er búið að leita skýringa hjá umhverfisráðuneyt- inu en engar skýringar hafa feng- ist. Það er búið að spyrjast fyrir um þetta hjá Hellarannsóknar- félaginu en það hefur ekki gefið skýringar á þessu.“ Guðmundur Þorsteinsson, félagi í Hellarannsóknarfélaginu, staðfest- ir að félagið hafi lokað hellinum. Hann segir að hellinum hafi verið lokað af verndunar- og öryggis- sjónarmiðum og að kröfu eigand- ans, Jóns Ólafssonar kaupsýslu- manns. Guðmundur segir að hann viti að áhöld séu um hvort þetta sé löglegt en það verði bara að koma í ljós. Ellert Grétarsson ljósmynd- ari hefur sent Umhverfisstofnun erindi og fer fram á að keðjurnar og lásarnir verði fjarlægð. Hann bendir á að hellarnir séu ekki frið- aðir. Gjögur er í landi Hlíðarenda, sem Jón Ólafsson keypti á sínum tíma, eða öllu heldur fyrirtækið Iceland Water Holdings þar sem Jón og sonur hans fara með 55 pró- senta hlut. - jbg / jme Jón Ólafsson athafnamaður lætur Hellarannsóknarfélagið loka hellinum Gjögri í Ölfusi fyrir umferð: Stenst ekki lög að loka hellismunnanum KIRFILEGA LOKAÐ Hellarannsóknar- félagið lokaði hellinum en margir telja að sá gjörningur standist ekki lög. MYND/ELLERT GRÉTARSSON.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.