Fréttablaðið - 26.06.2014, Page 20
26. júní 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 20
Framtakssjóður Íslands, sem er
meirihlutaeigandi í hugbúnaðar-
fyrirtækinu Advania, hefur gert
samkomulag við norræna fjár-
festa um að sjóðurinn framselji
forgangsrétt sinn til áætlaðrar
hlutafjáraukningar í fyrirtækinu.
Samkomulagið tryggir fjárfest-
unum að lágmarki 51 prósents
hlut í fyrirtækinu.
Hlutafé í Advania verður aukið
um tvo milljarða króna samhliða
þessu. Fjárfestarnir koma að
Advania í gegnum sænska félagið
AdvInvest en hópurinn er sam-
settur af reynslumiklum mönnum
í upplýsingageiranum hið ytra.
„Þetta eru fyrst og fremst
stjórnendur og stofnendur upp-
lýsingatæknifyrirtækja síðustu
20 til 30 ára og þeir hafa starfað
hjá flestum stærstu upplýsinga-
tæknifyrirtækjunum á Norður-
löndum,“ segir Gestur G. Gests-
son, forstjóri Advania.
Gestur segir að aðkoma fjár-
festanna að fyrirtækinu muni
reynast Advania vel. „Þetta er
gífurlega gott fyrir félagið. Þetta
sýnir ekki bara trú á Advania
heldur því að það að reka upp-
lýsingatæknifyrirtæki á Íslandi
getur verið kjölfesta í öflugri
starfsemi á Norðurlöndum.“
Nái áætlanir hinna erlendu
fjárfesta hjá AdvInvest fram
að ganga verður Advania sett á
markað á Íslandi og í Svíþjóð á
næstu árum. „Það eru að koma
að félaginu aðilar með mikla
reynslu og þekkingu á mörkuðum
í Skandinavíu. Þeir ætla að nýta
sér þá kunnáttu og sitt tengsla-
net til að auka veg Advania á
erlendum mörkuðum. Markaðs-
lega hefur þetta mikið meiri þýð-
ingu erlendis en hér heima,“ segir
Gestur.
Aðrir hluthafar í Advania hafa
verið boðaðir á fund hjá fyrir-
tækinu þann 2. júlí næstkom-
andi. Auk framtakssjóðsins, sem
er aðaleigandi Advania, eru lið-
lega fjörutíu hluthafar í félaginu.
„Þetta er allt háð samþykki
hluthafafundar,“ segir Gestur.
„Núverandi hluthöfum er boðið
hvort heldur sem er að taka þátt
og auka sinn hlut eða sitja hjá.
Það verða haldnar fjárfestingar-
kynningar fyrir hluthafa og farið
verður í gegnum tækifæri okkar
fram undan. Í lok þess verða hlut-
hafar að gera upp við sig hvað
þeir vilja gera.“ Afstaða annarra
hlutafjáreigenda mun ráða hve
stóran hlut AdvInvest mun eign-
ast í Advania. Fjárfesting AdvIn-
vest í Advania er ein stærsta fjár-
festing erlendra aðila í íslensku
atvinnulífi frá efnahagshruni
árið 2008.
Advania er stærsta upplýsinga-
tæknifyrirtæki landsins með um
1.100 starfsmenn. Tap fyrirtæk-
isins árið 2012 nam 1.692 millj-
ónum króna og 360 milljónum á
síðasta ári. snaeros@frettabladid.is
Nýir eigendur vilja koma
Advania á markað í Svíþjóð
Áætlað er að auka hlutafé í Advania um tvo milljarða í júlímánuði. Um er að ræða eina stærstu fjárfestingu
erlendra aðila hérlendis frá hruni. Fjárfestarnir telja Ísland ákjósanlegan stað fyrir upplýsingatæknifyrirtæki.
FORSTJÓRINN Gestur G. Gestsson er ánægður með aðkomu hinna erlendu fjárfesta og segir að breytingin verði mikil lyftistöng
fyrir fyrirtækið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
1. Ford Fiesta Trend, 5 dyra, sjálfskiptur, bensín frá
bílaumboðinu Brimborg að verðmæti kr. 2.790.000.
23454
2. - 21. iPad Air spjaldtölvur, Wi-Fi+4G, 64GB
frá Epli.is, hver að verðmæti kr. 154.990,-
968 2852 4748 5113 7677
9897 10528 11833 12620 15249
16733 16963 17334 19551 21977
23367 24243 25368 28536 29149
22. - 64. Gjafakort, hvert að verðmæti kr. 150.000,-
212 897 1876 1950
2683 3196 4337 5435
5730 6935 8094 8351
9230 10332 12018 12709
14940 16151 16447 17313
17725 18269 19126 19857
20178 20722 21251 21729
22436 22833 24091 25019
26532 26909 28551
JÓNSMESSUHAPPDRÆTTI
SJÁLFSBJARGAR
DREGIÐ VAR ÞANN 24. JÚNÍ 2014
Vinningar og vinningsnúmer
Handhafar vinningsmiða eru vinsamlega beðnir um að framvísa þeim á
skrifstofu Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra að Hátúni 12, Reykjavík,
sími 550 0360.
Byrjað verður að greiða út vinninga þann 11. júlí 2014.
Vinningaskrá er einnig birt á heimasíðu samtakanna, sjalfsbjorg.is og
textavarpi RÚV.
Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra
þakkar landsmönnum veittan stuðning.
(birt án ábyrgðar)
Advania er stærsta upplýsingatæknifyrirtæki landsins með um 1.100
starfsmenn. Tap fyrirtækisins árið 2012 nam 1.692 milljónum króna og
360 milljónum á síðasta ári. Rekstrarhagnaður Advania fyrir afskriftir nam
þó 1.315 milljónum króna árið 2013.
Nú stendur yfir undirbúningur á 2.500 fermetra gagnaveri Advania á
Fitjum í Reykjanesbæ. Stefnt er að því að fyrsti hluti gagnaversins verði
tekinn til notkunar á þessu ári.
Tap Advania og breytingar fram undan
Borg Brugghús, sem er í eigu
Ölgerðar Egils Skallagrímssonar,
ætlar að framleiða bjór til útflutn-
ings sem verður látinn þroskast í
eikartunnum.
Bjórinn sem
um ræðir heitir
Garún og verður
geymdur á búr-
bonviskítunn-
um. Brugghúsið
hefur framleitt
og selt bjórinn
til Bandaríkj-
anna og í versl-
unum ÁTVR en
hann hefur aldrei áður verið lát-
inn þroskast í tunnum.
„Við erum að bíða eftir að fá
helling af búrbontunnum frá
Bandaríkjunum. Við lítum á þetta
sem útflutningsverkefni en bjór-
inn gæti einnig læðst í verslan-
ir hér heima,“ segir Sturlaugur
Björnsson, bruggmeistari hjá Borg
Brugghúsi.
Árið 2013 setti fyrirtækið þorra-
bjórinn Surt 8.1 í sölu. Hann var
látinn þroskast í koníakstunnum.
„Við erum núna með sex til átta
eikartunnur í húsi og erum búnir
að fylla nokkrar. En sá bjór gæti
endað sem þorrabjór frá okkur,“
segir Sturlaugur. Hann bætir við
að starfsmenn brugghússins hafi
einnig gert prufanir með sérrí-
tunnum.
„Maður er í raun að krydda bjór-
inn með því sem var áður í tunn-
unni. Svo að sjálfsögðu líka að
reyna að ná einhverju sem gæti
verið eftir af eikarbragðinu. Það
er hægt að leika sér endalaust með
þetta.“
Sturlaugur segir tunnurnar aug-
ljóslega fela í sér aukinn kostnað.
„Og ekki síður tíminn og vinn-
an við þetta allt og geymslupláss-
ið sem fer í að láta þetta standa og
þroskast.“
Ölgerðin flytur út sex tegundir
af bjór til fimm landa. Þrjár eru
seldar undir nafni Ölgerðarinn-
ar; Gull, Boli og Lite. Bjórarnir
Bríó, Snorri og Garún eru seldir
til útlanda undir merkjum Borgar
brugghúss. - hg
Ölgerðin ætlar í útflutning á bjór sem verður látinn þroskast í eikartunnum:
Brugga tunnuþroskaðan bjór
VIÐ TÆKIN Bruggarar Ölgerðarinnar bíða nú eftir búrbonviskítunnum frá Banda-
ríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
STURLAUGUR
BJÖRNSSON
Forsvarsmenn Regins fasteigna-
félags gengu í gær frá kaupum
dótturfélags Regins á Hótel
Óðinsvéum hf. sem var áður í
eigu Gamma ehf.
Stjórnir beggja félaga höfðu
áður samþykkt eigendaskiptin.
Dótturfélagið, Reginn atvinnu-
húsnæði ehf., á nú fasteignirnar
Þórsgötu 1 og Lokastíg 2 í miðbæ
Reykjavíkur. Þær eru samtals um
2.200 fermetrar að stærð.
Hótel Óðinsvé er fjögurra
stjörnu hótel með 50 herbergi.
Veitingastaðurinn Snaps er einn-
ig rekinn á Þórsgötu 1 sem og
smurbrauðsstofan Brauðbær. Í
tilkynningu Regins um eigenda-
skiptin segir að engar breytingar
verði á rekstri fyrirtækjanna. - hg
Samningur undirritaður:
Hótel Óðinsvé
í eigu Regins
Núverandi hluthöfum
er boðið hvort heldur sem
er að taka þátt og auka
sinn hlut eða sitja hjá. Það
verða haldnar fjárfestingar-
kynningar fyrir hluthafa
og farið verður í gegnum
tækifæri okkar fram
undan. Í lok þess verða
hluthafar að gera upp við
sig hvað þeir vilja gera.
LEITAR OLÍU Gunnlaugur Jónsson, for-
stjóri Eykon Energy. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Íslenska fyrirtækið Eykon
Energy hefur dregið til baka
umsókn sína um að fá viðurkenn-
ingu sem sérleyfishafi á norska
landgrunninu.
Gunnlaugur Jónsson, forstjóri
Eykons, staðfesti í samtali við
fréttastofu í gær að fyrirtækið
ætlaði að einbeita sér að íslenska
Drekasvæðinu og vildi ekki dreifa
kröftunum. Því væri þó haldið
opnu að fara síðar í olíuleit í Nor-
egi.
Norski olíunetmiðillinn Offs-
hore greindi fyrst frá þessu í gær
undir fyrirsögninni „Islendingene
dropp er norsk sokkel“. - kmu
Einbeitir sér að Drekanum:
Eykon hætt við
olíuleit í Noregi