Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.06.2014, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 26.06.2014, Qupperneq 23
FIMMTUDAGUR 26. júní 2014 | SKOÐUN | 23 Fyrir tæplega ári lýsti Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra því yfir að hann teldi að ýmis rekstur á sviði heil- brigðisþjónustu væri betur settur hjá einka- aðilum en hinu opin- bera. Með öðrum orðum var heilbrigðisráðherra að mæla með auknum einkarekstri heilbrigð- iskerfisins og þar með einkavæðingu þess. Einkarekstur er ekkert annað en einkavæðing þó í felulitum sé. Svipuð sjónarmið hafa reglulega skotið upp kollinum hérlend- is og urðu beinlínis að trúboði með tilkomu nýfrjálshyggjunnar enda skilgetið afkvæmi henn- ar. En það hlýtur að teljast bæði áhyggju- og undrunarefni að heilbrigðisráðherra þjóðarinnar sé að daðra við slíkt nú, ekki síst í ljósi reynslu annarra þjóða og biturrar reynslu okkar sjálfra af einkavæðingu. Afleit reynsla Svía Í Svíþjóð hefur farið fram mikil umræða um einkarekstur undan- farin misseri. Eftir hægrisveiflu í sænskum stjórnmálum í síð- ustu tvennum kosningum hefur stór hluti heilbrigðiskerfisins verið færður í hendur einkaað- ila með útboðum. Oftast er um að ræða fjölþjóðleg stórfyrir- tæki sem sérhæfa sig í að bjóða í opinberan rekstur, enda getur „heilbrigðisiðnaðurinn“ verið mjög ábatasamur. Þannig kom til dæmis í ljós árið 2011 að Carema Care, sem rekur elliheimili og er stærsta fyrirtæki sinnar teg- undar í Svíþjóð, hafði veitt æðstu yfirmönnum fyrirtækisins leyni- legar bónusgreiðslur í gegnum skúffufyrirtæki í skattapara- dísinni Lúxemborg. Á móti var skorið rækilega niður í þjónustu við vistmennina, meðal annars með því að sinna ekki eðlilegri þjálfun starfsmanna. Allt var þetta gert í boði sænskra skattgreiðenda, enda er starfsemi Carema fjár- mögnuð með skattfé. Skert þjónusta, launamunur og skattaundanskot Carema-skandallinn er langt frá því að vera eins- dæmi. Saga einkareksturs í heil- brigðiskerfinu sýnir að þar ger- ist iðulega þrennt: Í fyrsta lagi er allt skorið niður sem ekki er sér- staklega kveðið á um í samningn- um við viðkomandi fyrirtæki. Einkafyrirtæki hafa að mark- miði að hámarka gróða sinn og munu því óhjákvæmilega leitast við að nýta sér glufur í samn- ingum við ríkið til að skera niður í þjónustunni. Í öðru lagi eykst launamunur milli almennra starfsmanna svo sem sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og ræsti- tækna annars vegar og yfir- manna og ýmissa „ráðgjafa“ hins vegar. (Og þar sem konur eru fjölmennari í fyrrnefnda hópnum eykur þetta launamun kynjanna.) Í þriðja lagi gera þessi fyrir- tæki allt sem þau geta til forð- ast að greiða eðlilega skatta af hagnaði sínum, og nýta til þess ýmsar ósvífnar aðferðir eins og að láta skúffufyrirtæki í skatta- skjólum lána dótturfyrirtækjum á háum vöxtum til að þurfa ekki að greiða skatt af hagnaðinum í upprunalandinu. Samkvæmt nýlegri úttekt Dagens Nyheter greiddu fimm stærstu einka- reknu velferðarfyrirtæki Sví- þjóðar aðeins um 440 milljónir íslenskra króna í skatt, en áætl- aður hagnaðar þeirra nam 20 milljörðum. Það gerir um 2,2% heildarskatt að meðaltali. Vinstri græn ein með skýra afstöðu Einkarekstur er í eðli sínu gróða- rekstur. Ekkert venjulegt fyrir- tæki tekur upp á því að semja við hið opinbera um rekstur nema það ætli sér að hafa af því ábata með einum eða öðrum hætti. Í Svíþjóð hefur umræðan nú farið að snúast um hvort réttlætan- legt sé að verja takmörkuðum fjármunum hins opinbera í arð- greiðslur til gróðafyrirtækja sem hegða sér með þeim hætti sem raun ber vitni. Yfirgnæf- andi meirihluti Svía – um 70% – svarar því neitandi samkvæmt nýlegri könnun Som-stofnunar- innar og telur að einkafyrirtæki eigi ekki að geta grætt á rekstri heilbrigðisstofnana og skóla. Fróðlegt væri að gera sambæri- lega könnun hér á landi, en und- irritaður efast um að niðurstaðan yrði önnur. Allt er þetta áhuga- vert í ljósi þess að fleiri flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn hafa talað fyrir eða opnað á aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerf- inu, þar á meðal Björt framtíð sem með því eins og fleiru undir- strikar stöðu sína hægra megin við miðju íslenskra stjórnmála. Samfylkingin hefur verið veiklu- leg á köflum í þessari umræðu og ekki þarf að ræða um Framsókn- arflokkinn, allra síst þegar hann er í samstarfi við Íhaldið eins og dæmin sanna. Aðeins einn flokk- ur tekur hreina og afdráttarlausa afstöðu gegn gróðareknu heil- brigðis- og menntakerfi; það er Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð. Fyrir um það bil 20 árum kom heimurinn saman í Peking á fjórðu heims- ráðstefnunni um málefni kvenna. Á ráðstefnunni skrifuðu 189 þjóðir undir aðgerðaráætlun fyrir auknu jafnrétti kynjanna: útkoman var Pekingsátt- málinn. Um 17 þúsund þátttakendur og 30 þús- und aðgerðarsinnar sáu fyrir sér heim þar sem konur og stúlkur nutu jafnréttis, frelsis og jafnra tæki- færa á öllum sviðum lífsins. Þrátt fyrir að miklar framfarir hafi átt sér stað á síðustu tveim- ur áratugum getur engin þjóð lýst því yfir að náðst hefur jafnrétti milli karla og kvenna. Nú er kom- inn tími að koma saman á ný fyrir konur og stúlkur um heim allan og ljúka þessari vegferð. Í tilefni af 20 ára afmæli sátt- málans mun UN Women standa fyrir árslangri herferð sem miðar að því að blása nýju lífi í sáttmál- ann. Markmiðið er skýrt: endur- vekja skuldbindingar aðildar- ríkjanna, beita frekari þrýstingi á framgang mála og fá aukið fjármagn til að láta jafnrétti kynjanna verða að veruleika, stuðla að valdeflingu kvenna og auknum mannréttindum. Pekingsáttmálinn byggir á framsækinni áætlun í 12 flokk- um sem miðar að því að bæta hag og réttindi kvenna og stúlkna um allan heim. Ríkistjórnir, einka- geirinn og aðrir þátttakendur voru hvattir til að draga úr fátækt kvenna og stúlkna, tryggja þeirra réttindi að námi og þjálfun, hlúa að heilsu þeirra, þ.m.t. kyn- og frjósemisheilbrigði, vernda konur og stúlkur gegn ofbeldi og mismunun, tryggja að allir njóti ávinnings tækniframfara og þeirra grundarvallarréttinda að taka þátt í samfélaginu, stjórnmálum og efnahags- lífinu. Mæta mismunun um allan heim Tuttugu árum síðar er Pekingsáttmálinn enn þá ein helsta grundvall- arstoð réttindabaráttu kvenna. Það hafa átt sér stað mörg framfaraskref í jafnréttismálum og því ber að fagna. Aldrei hafa fleiri stúlkur gengið í skóla, atvinnuþátttaka kvenna hefur aldrei verið meiri og fleiri konur sitja á þingi og eru í leiðtogahlut- verkum en nokkru sinni fyrr. En því miður þá mæta konur mis- munun um allan heim fyrir það eitt að vera konur. Við sjáum það daglega, í launamisrétti og ójöfn- un tækifærum á atvinnumark- aði … í óeðlilega lágu hlutfalli kvenna í opinbera og einkageir- anum … í fjölda barnabrúðkaupa og því að ofbeldi gegn konum er eitt útbreiddasta mannréttinda- brot í heiminum, en ein af hverj- um þremur konum í heiminum hefur upplifað ofbeldi – það end- urspeglar stærri tölu en allir Evr- ópubúar. Kannski er sú staðreynd meira áhyggjuefni að ef umræðurnar í Peking hefðu átt sér stað í dag þá er líklegt að sáttmálinn hefði ekki verið eins sterkur. Okkur ber öllum skylda til að ýta frek- ar á innleiðingu sáttmálans, því í hvert skipti sem kona eða stúlka er beitt mismunun eða ofbeldi þá tapar mannkynið. Síðan að ráðstefnan var hald- in í Peking hafa margar rann- sóknir sýnt fram á það að við valdeflingu kvenna eflum við um leið mannkynið. Aukið jafn- rétti tryggir löndum aukinn hag- vöxt. Fyrirtæki með fleiri konur í stjórnum skila meiri arði til eig- enda sinna. Þau þjóðþing sem eru með fleiri konur á þingi taka til umræðu fjölbreyttari mál og inn- leiða frekar lagasetningu tengda heilbrigði, menntun, mismunun og velferð barna. Friðarsáttmál- ar þar sem bæði konur og karlar koma að samningaborðinu endast lengur og eru traustari. Rannsóknir sýna að miðað við hvert viðbótarár í menntun kvenna minnkar barnadauði um 9,5 prósent. Við það að tryggja kvenbændum aðgang að fjár- magni og þjónustu til jafns við karla myndi það auka framleiðni og koma í veg fyrir hungur 150 milljóna manna. Með jöfnum tækifærum kynjanna mun staðan í heiminum breytast til hins betra og hagsæld aukast. Þúsaldarmarkmið fyrir 2015 Við getum og þurfum að raun- gera þessa mynd. Öll ríki heims- ins vinna nú að því að ná þúsald- armarkmiðum fyrir árið 2015 og skilgreina nýja alheimsþróunar- áætlun. Við þurfum að nýta þetta einnar-kynslóðar-tækifæri og setja barráttuna fyrir auknu jafn- rétti kynjanna, réttindum kvenna og valdeflingu kvenna sem þunga- miðju í alþjóðasamvinnu. Það er það eina rétta í stöðunni og það besta sem hægt er að gera fyrir mannkynið. Karlar og strákar, sem hafa verið hljóðir í of langan tíma, hafa verið að standa upp og tala fyrir réttindum kvenna og stúlkna í gegnum átaksverkefni UN Women líkt og herferðina #HeForShe. Við leitum til allra karla og stráka að ganga í lið með okkur. Um 20 árum eftir Pekingráð- stefnuna trúi ég því að heimurinn sé tilbúinn að innleiða framtíðar- sýn Pekingsáttmálans um jafnan heim fyrir bæði konur og karla. Valdefl ing kvenna í þágu mannkynsins JAFNRÉTTI Phumzile Mlambo-Ngcuka Framkvæmdastýra UN Women Gróðarekstur í velferðarkerfi nu HEILBRIGÐISMÁL Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna ➜ Ekkert venjulegt fyrirtæki tekur upp á því að semja við hið opinbera um rekstur nema það ætli sér að hafa af því ábata. ➜ Rannsóknir sýna að miðað við hvert viðbótarár í menntun kvenna minnkar barnadauði um 9,5 prósent. Á næstu tólf mánuðum mun UN Women kynna sáttmálann fyrir almenningi, sýna hvaða árangur hefur náðst á þessum 20 árum en einnig að skoða hvar við þurfum að bæta okkur og beita aðildar- ríki þrýstingi til að leggja meiri áherslu og fjármagn í jafnréttis- mál. Saman verðum við að ná jafn- rétti milli karla og kvenna. Vald- efling kvenna í þágu mannkyns- ins. Látum það verða að veruleika! Frekari upplýsingar er að finna á www.beijing20.unwomen.org.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.