Fréttablaðið - 26.06.2014, Síða 33

Fréttablaðið - 26.06.2014, Síða 33
KYNNING − AUGLÝSING Þvottur og fataviðgerðir26. JÚNÍ 2014 FIMMTUDAGUR 3 SAGA ÞVOTTAVÉLARINNAR Fyrsta þvottatækið var líklega hið klassíska þvottabretti sem talið er að fundið hafi verið upp árið 1797. Líklega er það langlífasta þvottatækið enda er það enn notað víða um heim til að handþvo föt og klæði. Árið 1851 sótti Bandaríkjamaðurinn James King um einkaleyfi á fyrstu þvottavélinni þar sem notast var við tromlu. Tromlan gerði að verkum að tækið líktist nokkuð nútíma þvottavél en hún var samt sem áður handknúin. Árið 1858 fann Hamilton Smith upp og fékk einkaleyfi á þvottavél með tromlu með hand- knúnu snúningskerfi. Árið 1874 smíðaði William Blackstone frá Indiana í Bandaríkjunum afmælisgjöf fyrir eiginkonu sína. Þetta var vél sem fjarlægði og þvoði skít úr fötum. Líklega er þetta fyrsta vélin sem hönnuð var til notkunar inni á heimili. Þvottavélin Thor var fyrsta rafmagnsknúna þvottavélin. Hún var kynnt til leiks árið 1908 af Hurley Machine Company frá Chicago. Uppfinningamaðurinn að baki Thor var Alva J. Fisher. HALDARAR Í POKA Brjóstahaldarar með spöngum geta farið ansi illa með þvotta- vélar. Spangirnar geta stungist inn í tromluna og skemmt vélina. Yfirleitt er mælt með því að handþvo brjóstahaldara þar sem það fer best með flíkurnar. Þær sem ekki nenna slíku dútli og vilja nýta þarfasta þjóninn til verksins, ættu alltaf að nota svokallaða nærfatapoka. Þá eru brjóstahald- ararnir settir í pokann sem kemur í veg fyrir að spangirnar fari á flakk í vélinni. Ekki skal setja brjóstahaldara í þurrkara en best er að slétta úr honum og leggja hann snyrti- legan og flatan til þerris. „Besta bleikiefnið er einnig að hengja út hvítan þvott í sól, þá bragg- ast hvíti liturinn vel. Gallabuxur þarf hins vegar að hengja út á röng- unni því sólin er undurfljót að upplita þvottinn.” Margrét segir gott að eiga til mis- munandi þvottaefni fyrir ólíkan þvott og þvottakerfi. „Þá skal alltaf stilla notkun þvotta- efnis í hóf eftir því hvað á að þvo og nota minna þvottaefni en mælst er til á umbúðum og er jafnan of mikið. Út- koman getur annars verið útbrot og kláði, ekki síst hjá börnum og þeim sem hafa viðkvæma húð.“ Á vordögum las Margrét í glansrit- inu Vogue að henda ætti skyrtum sem væru orðnar gular eða brúnar í kraga og líningum því ekki væri hægt að ná gula litnum úr. „Svona er spekin nú orðin en besta ráðið við að ná óhreinindum úr kraga og líningum er auðvitað að nudda svæðið með handsápu áður en flíkin fer í þvottavél. Það hvíttar vel og gerir flíkina eins og nýja.” n þvott rskólans í Reykjavík, hefur í vo þvott sinn rétt. Hún segir i til að drepa bakteríur. l þvegnum borðdúk í þvottahúsi skólans. MYND/GVA Með því að nota mild þvottaefni eins og MILT, dregur þú úr líkum á því að þú eða einhverjir í þinni fjölskyldu fái ofnæmi eða exem. ÁN OFNÆMIS- VALDANDI EFNA Þú þarft minna af MILT því það er sérþróað fyrir íslenskt vatn. 40 ÞVOTTAR Í 2 KG PAKKA FARÐU MILDUM HÖNDUM UM ÞIG, ÞVOTTINN OG UMHVERFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.