Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.06.2014, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 26.06.2014, Qupperneq 48
26. júní 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36 21.00 Árið 2013 tók amiina þátt í verkefni þar sem fimm listamenn og hljómsveitir(amiina, James Black- shaw, Loney Dear, Tim Hecker og Yann Tiersen) voru fengin til að semja nýja tónlist við 100 ára gamlar kvikmyndir um hinn siðblinda stórglæpamann Fantomas. Tilefnið var 4K endurgerð Gaumont á myndunum fimm, en það er ein nákvæmasta og ítarlegasta leið sem hægt er að fara við endurgerð gamalla kvikmynda. Amiina mun flytja tónlistina við kvikmyndina í Mengi. Kvikmyndinni verður varpað á vegg. Miðaverð er 2.000 krónur. Sýningar 09.00 Hreindýrasýning í Hörpu. Á sýningunni Villt hreindýr á Íslandi er hægt að sjá og fræðast um hreindýr og líf þeirra. Hreindýrasýningin er full- komin blanda menningar, náttúru og tækninýjunga og er mikil upplifun fyrir alla aldurshópa. Sýningargestum gefst tækifæri til að komast í návígi við hreindýrin en gagnvirk innsetning Gagarín gefur fólki kost á að fá innsýn í og hrífast af líf- erni og lífsháttum hreindýranna. Sýningin er í Flóanum í Hörpu og er miðaverð 1.900 krónur, miða má nálgast á heimasíðu midi.is. 14.00 Gunnar Marel Hinriksson hefur undanfarið eitt og hálft ár ljósmyndað á farsíma innkaupakerrur víðs vegar um borgina með appinu Instagram. Inn- kaupakerrurnar eru myndaðar þar sem þær finnast yfirgefnar og ekki hreyfðar af ljósmyndaranum. Þær eru hlut- gervingur einnota neysluhyggju, skildar eftir þegar hlutverki þeirra er lokið frá sjónarhóli neytandans. Þegar þær hafa verið yfirgefnar er ekki laust við að þær manngerist örlítið þar sem þær standa eða liggja einar og afskiptalausar í borgarlandslaginu, horfandi í tómið. Sýningin opnar í dagí Ljósmyndasafni Reykjavíkur. 17.00 Sýning um verðlaunað útskriftar- verkefni, Vítamín Náttúra, jákvæð áhrif, verður opnuð í Listasafni Árnesinga, Hveragerði. Anna Birna Björnsdóttir, sem lauk nýverið meistaranámi frá Kunst- og designhögskolen í Bergen, Noregi, hreppti útskriftarverðlaunin við það tilefni. Lokaverkefni hennar, Vítam- ín Náttúra, fjallar um áhrif umhverfis á heilsu og samskipti og er líkan að endurhæfingastöð fyrir fjölskyldur. 19.00 How to become Icelandic in 60 minutes er leiksýning sem leikin er á ensku, samin og flutt af Bjarna Hauki Þórssyni og leikstýrt af Sigurði Sigurjónssyni. Þetta er sprenghlægileg klukkustundarlöng sýning sem ætluð er öllum þeim sem vilja læra hvað það er að vera Íslendingur. Sýningin fer fram í Kaldalóni í Hörpu og er miðaverð 4.200 krónur. Miða má nálgast á heimasíðu midi.is. 20.00 Boðið er upp á leiðsögn um sýninguna Ummerki sköpunar í fylgd með Ólöfu K. Sigurðardóttur, forstöðu- manni Hafnarborgar. Á sýningunni eru valin verk úr safneign Hafnarborgar, sýningin kynnir aðföng síðustu tíu ára en verkin eru unnin á árunum frá 1952 til 2014. Sýningin beinir sjónum að safninu sem stað þar sem afrakstur sköpunar lista- manna er varðveittur og honum miðlað. Hátíðir 12.30 Sjötta Barokkhátíðin á Hólum að hefjast. Aðal- gestur hátíðarinnar að þessu sinni er breski fiðluleikarinn og prófessorinn Peter Hanson sem heldur námskeið og stýrir Barokksveit Hólastiftis á lokatónleikumhátíðarinnar. Hátíðin hefst með hádegistónleikum í Hóladómkirkju klukkan 12.30 þar sem leikið verðu á virginalinn sem Barokksmiðjan eignaðist í fyrra og ýmis einleikshljóðfæri. 20.00 Kammersveitin Reykjavík barokk heldur tónleika í Hóladómkirkju. Fluttar verða ýmsar perlur barokktímans og í flytjendahópnum er altsöngkonan Jóhanna Halldórsdóttir. Tónleikarnir eru fluti af Barokkhátíðinni á Hólum. Uppákomur 14.00 Sýningin S.I.R.K.U.S. Sýninguna hefur Sirkus Íslands sett saman með yngri börnin í huga en þó ekki á kostnað eldri áhorfenda. Sirkus Íslands leyfir áhorfendum að skyggnast inn í annan heim þar sem draumar verða að veruleika, hægt er að furða sig á ótrú- legri færni hins íslenska sirkusflokks og jafnvel láta lítil hjörtu slá hraðar. Fim- leikafólk virðist falla af himnum ofan, listafólk lætur hið ómögulega virðast auðvelt og stórskrítnar persónur draga áhorfendur inn í sýninguna. Sýningin er fjölbreytt samansafn sirkusatriða úr öllum áttum þannig að úr verður ógleymanleg skemmtun. Sýningin er í tjaldinu Jökla á Klambratúni og má miða nálgast á heimasíðu midi.is. 17.00 Fyrsti grillviðburður ársins í Star- tup Reykjavík að Laugavegi 120. 2. hæð, Hlemmi. Fimm af teymunum tíu sem taka þátt í ár munu kynna hugmyndir sínar stuttlega fyrir gestum en að því loknu verður boðið upp á grillaða hamborgara, pylsur og meðlæti. 17.00 Heima er best er stóra fjölskyldu- sýning Sirkus Íslands. Hún er alíslensk sirkusskemmtun þar sem öll fjölskyldan nýtur þess að horfa á ótrúlega leikni listamanna Sirkus Íslands. Öll tón- listin sem notast er við í sýningunni er íslensk svo útkoman er heimaræktaður íslenskur sirkus af bestu gerð. Sýningin er í tjaldinu Jökla og má nálgast miða á heimasíðu midi.is. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2014 Tónleikar 12.00 Guðmundur Sigurðsson leikur á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju. Tón- leikarnir eru þáttur af Alþjóðlegu orgelsumri 2014. Aðgangseyrir er 1.700 krónur. 20.00 Tom Odell kemur fram í Hörpu. Píanósnillingnum, sem er 23 ára, skaut upp á stjörnuhimininn á síðasta ári þegar hann gaf út plötuna Long Way Down. Hlaut hann í kjölfarið gagnrýnendaverðlaun Brit-verð- launahátíðarinnar. Eins var hann tilnefndur til tveggja verðlauna í ár, Besti nýliðinn og Besti sólólistamaðurinn. Miða má nálgast á midi.is. 20.00 Olga sækir Ísland heim. Sönghópurinn Olga er nýr og ferskur hópur sem hefur aðsetur í Hol- landi. Olga var stofnuð árið 2012 í Tónlistarháskólanum í Utrecht. Hópurinn syngur allt án undirleiks og efnisskráin spannar fimm aldir, allt frá endurreisninni til rakarakvartetta og frá þjóðlögum til sönglaga. Hópurinn leggur upp með að færa tónlistina nær áheyrendum í leikrænni tjáningu og einlægum söng með vandaðri og metnaðarfullri tón- listarlegri túlkun. Miða má nálgast á heimasíðu midi.is. 20.30 Mille des Fleurs tekur áheyrend- ur til Frakklands árið 1930 og syngur lög Edith Piaf, Maurice Chevalier og fleiri á Loft Hostel. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Í byrjun júní kom út þriðja breiðskífa Klassart sem ber heitið Smá- stirni. Af því tilefni ætlar hljóm- sveitin að halda tón- leika víðs vegar um landið. Hljóm- sveitin Soffía Björg Band sér um upphitun en sveitirnar koma fram á Græna hattinum, Akureyri, í kvöld. Miðasala við dyr og á heimasíðu midi.is. 21.00 Gítarleikarinn Andrés Þór heldur ásamt norrænum kvartett tónleika á Bryggjunni, kaffihúsi í Grindavík. Andrés er í tónleikaferðalagi í tilefni af útgáfu á diskinum Nordic Quartet. Gítarleikarinn Andrés Þór Þykir einn af fremstu djassgítaristum hérlendis af sinni kynslóð og hefur hann fengið góða umfjöllun víðs vegar að um plötur sínar og tónleika. Einnig hefur hann reglulega verið tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötur sínar og tónsmíðar og var núna nýlega útnefndur bæjarlistarmaður Hafnarfjarðar. 21.00 Margrét Júlíana og hljómsveit flytja nýtt efni og gamla standarda í nýjum útsetningum á Café Rosenberg. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. „Við erum svona að rífa okkur upp, við vorum svo dugleg einu sinni,“ segir Kolbrún Eva Vikt- orsdóttir, söngkona hljómsveit- arinnar Myst sem kemur fram á tónleikum í kvöld klukkan 21.00 á Café Deluxe í Hafnarfirði. „Við gáfum út diskinn Take Me with You árið 2006 sem fékk mjög góða spilun,“ segir söngkon- an. „En síðan fór maður bara í að eignast fleiri börn og við erum núna að halda fyrstu tónleikana í nokkur ár,“ segir Kolbrún og hlær. Hljómsveitin ætlar sér ekki að fara rólega af stað heldur er hún nýkomin úr hljóðveri þar sem hún tók upp nýtt lag með aðstoð Jóns Ólafssonar tónlistarmanns. „Hann er alveg ótrúlegur,“ segir Kolbrún. „Við vorum að fá lagið í hend- urnar og ætlum að herja á útvarpsstöðvarnar og athuga hvort við fáum ekki einhverja spilun.“ Meðlimir Myst eru ekki af verri endanum en ásamt Kolbrúnu eru í sveitinni maðurinn hennar, Haraldur Gunnar Ásmundsson, bróðir hennar, Sigurvin Sindri Viktorsson, frændi hennar, Gunn- ar Leó Pálsson, og æskuvinur Sig- urvins, Hermann Albert Jónsson. „Þetta er algjör fjölskylda,“ segir söngkonan. „Það er æðis- legt að vera á tónleikaferðalagi, það geta allir gist saman hjá ætt- ingjum og svona. Mjög þægilegt,“ segir Kolbrún og bætir því við að þrátt fyrir náin tengsl hafi aldrei komið til árekstra í hljómsveitar- starfinu. ,,Við erum svo róleg öll, síðan er ekkert hægt að ljúga að þú sért að fara að gera eitthvað ef það er æfing því það vita allir hvað þú ert að gera,“ segir söng- konan og hlær. baldvin@frettabladi.is En síðan fór maður bara í að eignast fleiri börn og við erum núna að halda fyrstu tónleikana í nokkur ár. Spila saman á ný Hljómsveitin Myst hefur hafi ð störf á ný eft ir nokk- urra ára hlé. Sveitin er með nýtt lag á leiðinni og blæs til tónleika í kvöld á Café Deluxe í Hafnarfi rði. SYNGJANDI SÆT Kolbrún Eva Viktorsdóttir söngkona mun rifja upp gamla takta með hljómsveitinni Myst en hljómsveitin hefur ekki komið fram í nokkur ár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.