Fréttablaðið - 26.06.2014, Qupperneq 50
26. júní 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 38
Leikstjórinn Paul Thomas Anderson er
44 ára í dag
Helstu myndir: There Will Be Blood,
Magnolia, Boogie Nights, The Master.
AFMÆLISBARN DAGSINS
BÍÓFRÉTTIR
Tony- og
Emmy-
verðlauna-
hafinn Eli
Wallach lést á
þriðjudag, 98
ára að aldri.
Leikarinn var
þekktastur
fyrir leik sinn í
kvikmyndinni
Baby Doll árið 1956 og sem hrottinn
Tuco í spagettívestranum The Good,
the Bad and the Ugly. Hann skilur
eftir sig eiginkonuna Anne Jackson
og þrjú börn– Peter David, Robertu
og Katherine.
ELI WALLACH LÁTINN
(1915–2014)
Kvikmyndagerðarmaðurinn Jerry
Bruckheimer segir að vinna við fram-
haldsmynd Top Gun sé farin af stað og
að viðtöl hafi verið tekin við handrits-
höfunda síðasta föstudag. Top Gun sló
í gegn árið 1986 með
Tom Cruise í aðalhlut-
verki og er myndin
eins sú vinsælasta
sem þessi Íslands-
vinur hefur leikið í.
Aðdáendur kappans
fagna því eflaust
að hann hefur lýst
yfir áhuga á því
að taka þátt í Top
Gun 2.
VINNA HAFIN VIÐ
TOP GUN 2
Leikarinn Mel
Gibson verður
heiðraður á
alþjóðlegu
Karlovy Vary-
kvikmyndahá-
tíðinni í Prag í
Tékklandi fyrir
framlag sitt
til kvikmynda-
gerðar. Hátíðin
hefst þann 4. júlí næstkomandi og
lýkur 12. júlí. Hátíðin er nú haldin í
49. sinn og eiga Íslendingar full-
trúa á hátíðinni– Hafstein Gunnar
Sigurðsson með kvikmyndina París
norðursins.
GIBSON HEIÐRAÐUR
Í PRAG
Kvikmyndin Vonarstræti, í leik-
stjórn Baldvins Z og með þeim
Heru Hilmarsdóttur, Þorvaldi Davíð
Kristjánssyni og Þorsteini Bachmann
í aðalhlutverkum, er orðin aðsóknar-
mesta myndin á Íslandi það
sem af er árinu. Alls hafa
tæplega fjörutíu þúsund
Íslendingar séð myndina
og hefur hún halað
inn rúmlega 55
milljónir króna.
Hún skákar þar með
stórmyndum á borð
við The Secret Life of
Walter Mitty og Wolf
of Wall Street.
VONARSTRÆTI
AÐSÓKNARMEST
Transformers: Age of Extinction,
fjórða Transformers-myndin, var
frumsýnd á Íslandi í gær. Nú leik-
ur leikarinn Mark Wahlberg aðal-
karlhlutverkið og kemur í stað Shia
LaBeouf sem var stjarnan í hinum
þremur myndunum.
Myndin á að gerast fjórum árum
eftir lokabardagann í Chicago úr
þriðju myndinni, Transformers:
Dark of the Moon. Mark leikur ein-
stæðan föður ungrar stúlku sem má
ekki fara á stefnumót vegna þess að
hún á að einbeita sér að náminu en
faðir hennar var sjálfur mjög ungur
þegar hann eignaðist hana. Faðirinn
vinnur sem uppfinningamaður og
lifir á því að kaupa gamalt drasl og
nota það í uppfinningar sínar.
Einn daginn kemst hann yfir
gamlan og gatslitinn trukk en þegar
hann byrjar að vinna við hann
kemur í ljós að þetta er ekki venju-
legur bíll.
Aðstandendur kvikmyndarinn-
ar íhuguðu að fá Shia aftur í aðal-
hlutverkið en vildu nýja karlhetju.
Happafengur þykir að hafa nælt í
Mark því hann leikur í níutíu pró-
sentum af áhættuatriðum sínum í
myndinni.
Leikstjórinn Michael Bay ætl-
aði ekki að leikstýra þessari fjórðu
Transformers-mynd en hann leik-
stýrði hinum þremur sem komu
á undan. Roland Emmerich, Joe
Johnston, Jon Turteltaub, Stephen
Sommers, Louis Leterrier og David
Yates þóttu líklegir til að hreppa
leikstjórastólinn en Michael skipti
um skoðun þegar hann sá Trans-
formers-tækið í skemmtigarði Uni-
versal Studios. Þar voru hundruð
aðdáenda sem biðu í röðum til að
prófa tækið og þá gerði hann sér
grein fyrir að hann var ekki tilbú-
inn til að slíta sig frá Transformers-
seríunni.
Myndin var tekin upp í Hong
Kong að hluta og mætti fjöldinn
allur af aðdáendum til að horfa á
tökurnar. Eftir að tökum lauk á
viðamiklu sprengingaratriði notaði
Michael gjallarhorn til að ávarpa
fjöldann og sagði:
„Haldið þið að þið getið beðið
þarna og verið í myndinni minni?
Ég ætla að stroka ykkur út á staf-
rænan hátt!“
Auk Marks eru það Nicola Peltz,
Jack Reynor, Ken Watanabe, John
Goodman, Kelsey Grammer og
Stanley Tucci sem leika í myndinni.
liljakatrin@frettabladid.is
„Þið verðið strokuð út!“
Fjórða Transformers-myndin, Transformers: Age of Extinction, var frumsýnd á Íslandi í gær. Mark Wahlberg
kemur í stað Shia LaBeouf í aðalkarlhlutverkinu en leikstjórinn Michael Bay snýr aft ur í leikstjórastólinn.
EINSTÆÐUR FAÐIR Mark Wahlberg er nýja karlhetjan í
Transformers-myndunum.
MIKILL HASAR Transformers-myndirnar eru gríðarlega
vinsælar.
■ Fyrsta myndin í seríunni, sem hét einfaldlega Transformers, var frum-
sýnd árið 2007, halaði inn um 710 milljónir Bandaríkjadala, 81 milljarð
króna, í kvikmyndahúsum á heimsvísu og var tilnefnd til þrennra
Óskarsverðlauna fyrir brellur og hljóð. Kostnaður við gerð hennar var
150 milljónir dala, rúmir 17 milljarðar króna.
■ Önnur myndin, Transformers: Revenge of the Fallen, var frumsýnd
árið 2009. Hún halaði inn 837 milljónir dala, rúma 95 milljarða króna,
á heimsvísu en kostaði tvö hundruð milljónir í framleiðslu, tæpa 23
milljarða króna.
■ Sú þriðja, Transformers: Dark of the Moon, var frumsýnd sumarið
2001. Hún aflaði 1.124 milljarða dala, rúmra 128 milljarða króna,
á heimsvísu og kostaði 195 milljónir dollara í framleiðslu, rúma 22
milljarða króna. Hún var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna, eins og sú
fyrsta– fyrir hljóð og brellur.
Sigurganga Transformers-myndanna Haldið þið að þið getið beðið þarna og
verið í myndinni minn?
Michael Bay
7,8/10
50/100
Spekúlantar vefsíðunnar Variety
velja bestu myndir fyrri helm-
ings ársins.
PETER DEBRUGE:
The Grand Budapest Hotel
Leikstjóri: Wes Anderson
How to Train Your Dragon 2
Leikstjóri: Dean DeBlois
Locke
Leikstjóri: Steven Knight
Stranger by the Lake
Leikstjóri: Alain Guiraudie
Le Week-end
Leikstjóri: Roger Michell
SCOTT FOUNDAS:
The Grand Budapest Hotel
Ida
Leikstjóri: Pawel Pawlikowski
The Immigrant
Leikstjóri: James Gray
Norte, the End of History
Leikstjóri: Lav Diaz
Nymphomaniac
Leikstjóri: Lars von Trier
JUSTIN CHANG
The Grand Budapest Hotel
Ida
Noah
Leikstjóri: Darren Aronofsky
Only Lovers Left Alive
Leikstjóri: Jim Jarmusch
Under the Skin
Leikstjóri: Jonathan Glazer
BESTU MYNDIRNAR
það sem af er árinu
THE GRAND BUDAPEST HOTEL