Fréttablaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 26.06.2014, Blaðsíða 56
26. júní 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 44 BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar „Ég hlakka mikið til að koma til Íslands, ég hef heyrt góða hluti um landið,“ segir tónlistarmaður- inn Tom Odell, en hann er kominn til landsins og kemur fram á tón- leikum í Hörpu í kvöld. Hann komst í sviðsljósið á síð- asta ári þegar hann gaf út plötuna Long Way Down og hefur platan fengið prýðisdóma og hlaut til að mynda gagnrýnendaverðlaunin á Brit Awards á síðasta ári. Þá var hann tilnefndur til tvennra verð- launa í ár; sem besti nýliðinn og besti sólólistamaðurinn. „Ég finn auðvitað einhvern mun á öllu eftir að platan kom út en ég hef verið á tónleikaferðalagi síðan hún kom út og í raun frá því áður en hún kom út. Ég er orðinn vanur því að vera á tónleikaferðalagi og finnst frábært að spila á tónleik- um, helsti munurinn er kannski sá að áhorfendum á tónleikunum hefur fjölgað mikið,“ segir Odell spurður út í frægðina sem hann hefur öðlast að undanförnu. Hann vinnur þó einnig hörðum höndum að nýrri plötu og nýtur þess að spila nýtt efni á tónleik- um sínum. „Ég spila yfirleitt um fjögur til fimm ný lög á tónleik- um, mér finnst gaman að sjá við- brögð fólksins við nýju efni. Það er gott að geta prófað lögin á tón- leikum áður en maður hljóðritar þau,“ útskýrir Odell. Hann gerir ráð fyrir að nýja platan komi út á næsta ári. Breski tónlistarmaðurinn er alæta á tónlist og hlustar á allt mögulegt. „Ég hlusta á mis- munandi tónlist, er til dæmis að hlusta á nýju Beck-plötuna um þessar mundir. Ég er alltaf að kaupa plötur því ég nærist á tón- list og elska að heyra nýja tónlist, þá lærir maður og uppgötvar svo margt.“ Tom Odell verður þó ekki einn á sviðinu í Eldborg því hann er með hljómsveit með sér. „Ég er með trommuleikara, bassaleikara og gítarleikara með mér, við höfum spilað saman í þrjú til fjögur ár og þeir eru stór hluti af því sem ég geri. Ég er heppinn að hafa þá, við tókum upp síðustu plötu saman og þeir hafa mikil áhrif.“ Odell er nægjusamur og er ekki að flækja hlutina þegar kemur að tónleikahaldi. „Ég er ekki með mikið af ljósum og ekki marga dansara, ég vil bara að píanóið virki og að gítarinn sé stilltur,“ segir Odell léttur í lundu. Tónleikar Toms Odell hefjast klukkan 20.00 í kvöld og fara fram í Eldborgarsalnum í Hörpu. gunnarleo@frettabladid.is Vill að píanóið virki og gítarinn sé stilltur Breski tónlistarmaðurinn Tom Odell kemur fram á tónleikum í Hörpu í kvöld. Hann hlakkar til að koma til landsins og ætlar að spilar nýtt efni á tónleikunum. ÁSTRÍÐUFULLUR ODELL Tónlistarmaðurinn Tom Odell kemur fram í Eldborgarsalnum í Hörpu í kvöld. Hann ætlar að flytja nýtt efni í bland við eldra. NORDICPHOTOS/GETTY • Hann er fæddur 24. nóvember árið 1990 í Chichester á Suðaustur-Englandi. • Tónlistarkonan Lily Allen uppgötvaði hæfileika kappans og líkti honum við David Bowie. • Hann gaf út plötuna Long Way Down og hefur hún fengið prýðisdóma og hlaut til að mynda gagnrýnendaverðlaunin á Brit Awards á síðasta ári. Þá var hann tilnefndur til tvennra verðlauna í ár; sem besti nýliðinn og besti sólólistamaðurinn. • Hann hefur hitað upp fyrir Elton John á tónleikum og þá hitar hann upp fyrir Neil Young í Hyde Park í næsta mánuði. • Vinsælasta lag Odells er Another Love og hefur það verið spilað tæplega 32 milljón sinnum á YouTube. Hver er Tom Odell? Gunnars majónes fór á hausinn. Samt er majónes hollt samkvæmt lágkolvetna- lífsstílnum sem selur fleiri bækur en Arn- aldur Indriðason. Það þýðir samt ekki að dvelja í fortíðinni. Fyrirtækið þarf að kom- ast aftur á flug og það hratt. Þúsundir sam- loka með rækjusalati eru í húfi. UPPGANG Íslands síðustu ár má rekja til makríls og ferðamanna. Makríllinn er flutt- ur út en stöðugur straumur Þjóðverja með fulla vasa af brakandi evrum virðist hafa farið fram hjá Gunnars majónesi. Leiðin til að koma íslensku majónesi á kortið hjá þeim er augljós: Að rúlla kokteilsósu í trójuhesti á diskinn hjá hverjum einasta af þessum milljón ferðamönnum sem eru væntan- legir til landsins á næsta ári. VERKEFNIÐ er strembið. Það fyrsta sem Gunnars majónes þarf að gera er að opna vefsíðuna cocktailsauce.com. Lénið er laust (ég athugaði). Þar myndi texti á borð við „Welcome to Iceland — home of the cocktail sauce“ blasa við netverjum ásamt ágripi um sósuna, hvað skilur hana frá svipuðum sósum sem önnur ríki þykj- ast framleiða og tillögum um hvernig skal neyta hennar. Framsetningin þarf að vera nútímaleg, skemmtileg og ögrandi. VIÐ þurfum tvist sem fær ferðamanninn til að brosa og Íslendinga með í lið. Ef rétt er haldið á spilunum getur hver einasti sjoppu- starfsmaður, leiðsögumaður og hvala- skoðunarskipstjóri tekið þátt í verkefninu. Hugmyndin er að fá þekktan grínista til að framleiða fimm útgáfur af uppruna kok- teilsósunnar og leyfa fólki að kjósa um hver er líklegust til að vera sönn. Steindi myndi negla það. TENGING við samfélagsmiðla er líka nauðsynleg. Við viljum að ferðamennirn- ir birti mynd af kokteilsósu á Insta gram. Og merki með viðeigandi kassamerki: #CocktailSauce Nation. Loks þarf að hressa upp á umbúðirnar. Horfa til hvernig Banda- ríkjamenn pakka inn sósum. Nýju umbúð- unum þarf svo að koma fyrir við hliðina á harðfisknum á vinsælum ferðamannastöð- um, frá 10-11 í Leifsstöð til Staðarskála í Hrútafirði. Enginn ferðamaður yfirgefur landið án þess að dýfa franskri kartöflu í kokteilsósu og Gunnars majónes verður skráð í Kauphöll Íslands árið 2016. Gunnars majónes í Kauphöll Íslands „ÉG GAPTI AF UNDRUN!“ - GUARDIAN TRANSFORMERS 2D TRANSFORMERS 3D TRANSFORMERS 3DLÚXUS AÐ TEMJA DREKANN 2 2D ÍSL. TAL AÐ TEMJA DREKANN 2 3DÍSL. TAL 22 JUMP STREET FAULT IN OUR STARS TÖFRALANDIÐ OZ 2D ÍSL. TAL X-MEN 3D VONARSTRÆTI KL. 4 KL. 8 - 10.30 KL. 5 - 9 KL. 3.30 - 5.45 KL. 3.30 - 5.45 KL. 5.30 - 8 - 10.40 KL. 8 KL. 3.30 KL. 10.40 KL. 8 WELCOME TO NEW YORK AÐ TEMJA DREKANN 2 2D ÍSL. TAL TRAIN. . . DRAGON 3DENS. TAL ÓTEXT. 22 JUMP STREET GRACE OF MONACO FAULT IN OUR STARS VONARSTRÆTI Miðasala á: Kauptu miða á X-Men með KL. 8* - 10.40 KL. 5.45 KL. 8 - 10.15 KL. 8 - 10.30 KL. 5.40 KL. 5.20 KL. 5.20 - 8 - 10.40 *GÆÐASTUND -T.V., BIOVEFURINN.IS -FRÉTTABLAÐIÐ-DV S.R.S EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SPARBÍÓ HOLLYWOOD REPORTER NEW YORK DAILY NEWS SHORT TERM 12 HM Í FÓTBOLTA Í BEINNI FRÍTT INN SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas TRANSFORMERS 3D 4, 7, 8, 10:10(P) TEMJA DREKANN SINN 2D 4:30 BRICK MANSIONS 11:10 22 JUMP STREET 8 MILLIOM WAYS, DIE WEST 10:20 VONARSTRÆTI 5 ÍSL TAL www.laugarasbio.isSími: 553-20755%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.