Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.06.2014, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 26.06.2014, Qupperneq 58
26. júní 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 46 Það eina sem vakir fyrir okkur er að tryggja fullnægjandi lýsingu á Laugardalsvelli. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. SPORT MANNVIRKI Þau fyrirtæki sem ekki fengu kost á að gera Knattspyrnu- sambandi Íslands tilboð í nýja flóðlýsingu á Laugardalsvelli eru ósátt við að verkið hafi ekki farið í útboð og skoða nú réttarstöðu sína. Þetta segir Arnar Þór Hafþórsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Jóhanni Ólafssyni og co. „Okkar lögfræðingar eru að kynna sér hvaða úrræði við höfum og hvaða líkur eru á því að málið yrði tekið fyrir. En þetta er eitt- hvað sem við höfum skoðað,“ segir Arnar Þór en fyrirtækið er ekki það eina sem er í þeirri stöðu sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Reykjafell, Rönning og Ískraft munu einnig vera að skoða málin. Þann 4. júní greindi Fréttablað- ið frá því að ný flóðlýsing Laugar- dalsvallar hefði ekki farið í útboð en Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að ekki hafi gefist tími til þess. „Þessi mál þurfti að afgreiða fljótt og vel,“ sagði Geir þá en KSÍ hafði fengið athugasemdir frá Knattspyrnusambandi Evr- ópu, UEFA, um að flóðlýsing vall- arins stæðist ekki kröfur og að hana þyrfti að lagfæra fyrir fyrstu leiki íslenska landsliðsins í undan- keppni EM 2016 í haust. Engin lög brotin Verkið hefði þurft að fara í útboð samkvæmt þeim viðmiðunar- fjárhæðum sem tilgreindar eru í lögum um opinber innkaup en kærunefnd útboðsmála hefur áður úrskurðað að KSÍ sé ekki skylt að fara eftir lögunum þar sem sam- bandið telst ekki opinber aðili. Kaupin eru þó að hluta fjár- mögnuð með styrk frá Reykja- víkurborg en S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að borgaryfirvöld séu þess fullviss að lög hafi ekki verið brotin. „Hverju sem öðru líður mun Reykjavíkur- borg borga innan við helm- ing kostnað- arins,“ segir Björn en bend- ir á að nákvæm ú t fæ r s l a á greiðslufyrirkomulagi borgar- innar til KSÍ sé enn í skoðun hjá borginni. „Það var farið ítarlega yfir þetta á sínum tíma enda erum við ákaf- lega passasöm með innkauparegl- ur borgarinnar,“ segir Björn. Upphaflega stóð til að málið yrði tekið fyrir á fundi ráðsins þann 8. maí en þáverandi formaður og núverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, tók málið af dagskrá. Björn segir að málið verði ekki tekið fyrir á fundi borgarráðs í dag en vonast til að það verði gert á næstu vikum. „Þetta er mál sem er ekki klárt að öllu leyti en verður upplýst með gegnsæjum og góðum hætti þegar þar að kemur.“ Geir Þorsteinsson vildi ekki tjá sig um málið með ítarlegum hætti í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það eina sem vakir fyrir okkur er að tryggja fullnægj- andi lýsingu á Laugardalsvelli fyrir næstu keppnisleiki íslenska landsliðsins í knattspyrnu,“ sagði Geir. eirikur@frettabladid.is Íhuga að kæra KSÍ og borgina Fyrirtæki sem ekki fengu tækifæri til að bjóða í fl óðlýsingu KSÍ við Laugardalsvöll eru að skoða réttarstöðu sína. Formaður borgarráðs telur ekki að lög um opinber innkaup hafi verið brotin. AUTT MASTUR Arnar Þór Hafþórsson hjá Jóhanni Ólafssyni og co. er óánægður með hvernig staðið var að kaupum á nýrri flóðlýsingu við Laugardalsvöll. Í baksýn má sjá mastur við Laugardalsvöll sem á að bera flóðlýsinguna. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR S. BJÖRN BLÖNDAL ÚRSLIT HM 2014 Í BRASILÍU E-RIÐILL HONDÚRAS - SVISS 0-3 0-1 Xherdan Shaqiri (6.), 0-2 Xherdan Shaqiri (31.), 0-3 Xherdan Shaqiri (71.). EKVADOR - FRAKKLAND 0-0 LOKASTAÐAN Frakkland 3 2 1 0 8-2 7 Sviss 3 2 0 1 7-6 6 Ekvador 3 1 1 1 3-3 4 Hondúras 3 0 0 3 1-8 0 F-RIÐILL NÍGERÍA - ARGENTÍNA 2-3 0-1 Lionel Messi (3.), 1-1 Ahmed Musa (4.), 1-2 Lionel Messi (45.+1), 2-2 Ahmed Musa (47.), Marcos Rojo (50.). BOSNÍA - ÍRAN 1-3 0-1 Edin Dzeko (23.), 0-2 Miralem Pjanic (59.), 1-2 Reza Ghoochannejhad (82.), 1-3 Avdija Vrsajevic (83.). LOKASTAÐAN Argentína 3 3 0 0 6-3 9 Nígería 3 1 1 1 3-3 4 Bosnía 3 1 0 2 4-4 3 Íran 3 0 1 2 1-4 1 LEIKIR DAGSINS G-RIÐILL: Bandar. - Þýskaland kl. 16.00 G-RIÐILL: Portúgal - Gana kl. 16.00 H-RIÐILL: Alsír - Rússland kl. 20.00 H-RIÐILL: S-Kórea - Belgía kl. 20.00 PEPSI-DEILD KVENNA ÍBV - FH 6-0 1-0 Shaneka Gordon (8.), 2-0 Kristín Erna Sigur- lásdóttir (10.), 3-0 Kristín Erna Sigurlásdóttir (42.), 4-0 Kristín Erna Sigurlásdóttir (70.), 5-0 Nadia Lawrance (80.), 6-0 Ármey Valdimarsdóttir (90). STAÐAN Stjarnan 6 5 0 1 23-6 15 Þór/KA 6 4 1 1 11-7 13 Fylkir 6 4 1 1 7-3 13 Breiðablik 6 3 1 2 18-6 10 Valur 6 3 1 2 16-11 10 ÍBV 6 3 0 3 12-8 9 Selfoss 6 3 0 3 15-13 9 FH 6 2 0 4 5-27 6 Afturelding 6 1 0 5 6-20 3 ÍA 6 0 0 6 4-16 0 FÓTBOLTI Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Fylkis, hélt enn á ný hreinu í fyrrakvöld þegar Fylkir vann 2-0 útisigur á Val í 6. umferð Pepsi- deildar kvenna. Íris hefur haldið hreinu í öllum leikjum nema einum í sumar og það eru aðeins Íslandsmeistarar Stjörnunnar sem hafa skor- að hjá henni. Nýliðar Fylkis sitja líka í 3. sæti deildarinnar og eru aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Stjörnunnar þegar þriðjungur er búinn af mótinu. Fylkismenn ákváðu samt sem áður að semja við landsliðsmarkvörðinn Þóru B. Helgadóttur í byrjun júní. Íris Dögg var þá nýbúin að fá á sig þrjú mörk í tapleik á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar en hefur haldið marki sínu hreinu síðan fréttist af komu Þóru. „Ég reyni helst ekki að hugsa um þetta. Ég tek bara einn leik í einu og vona það besta,“ sagði Íris Dögg Gunnarsdóttir í viðtali við Valtý Björn Valtýsson á Stöð 2 í gærkvöldi. Nú eru liðnar 362 mínútur síðan Íris Dögg fékk síðast á sig mark í Pepsi-deildinni eða Borgunarbikarnum. Stjörnukonan Maegan Kelly skoraði það mark sem og hin tvö sem Íris fékk á sig í Garðabænum. „Það hefur verið rosalega góð hvatning til að skoða hlutina hjá sjálfri sér, gera sitt besta og auglýsa sig smá,“ segir hún sallaróleg í sam- talinu við Valtý en Íris býst samt ekki við að vera mikið lengur hjá Fylki. „Það má ekkert lið á Íslandi hafa tvo svona góða markmenn þann- ig það verður eitthvað að gerast,“ segir hún og brosir. Íris Dögg á því kannski bara tvo deildar- leiki eftir með Fylki. „Það getur vel verið að ég fari [þegar glugg- inn opnast]. Ég hef reynt að standa mig vel þannig að vonandi opnast einhverjir gluggar hjá mér. Ég vil halda mér í toppbaráttunni í Pepsi-deildinni en það hefur enginn haft sam- band ennþá. Mér líður vel hjá Fylki og ég vil ekki fara í neinum leiðindum en ég vil ekki missa af þessu tækifæri og sitja á bekknum það sem eftir er af sumrinu. Það kemur ekki til greina,“ segir Íris Dögg Gunnarsdóttir. - óój Ekki fengið á sig mark síðan Þóra samdi Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Fylkis, sættir sig ekki við að setjast á bekkinn þegar Þóra kemur. HÉLT HREINU FJÓRÐA LEIKINN Í RÖÐ íris Dögg Gunnarsdóttir í leiknum á móti Val. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÆST MÖRK Á SIG Í LEIK Í PEPSI-DEILDINNI: Íris Dögg Gunnarsdóttir, Fylki (3 mörk á sig/ 6 leikir) 0,5 Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni (6/6) 1,0 Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki (6/6) 1,0 Roxanne Kimberly Barker, Þór/KA (7/6) 1,2 OFTAST HALDIÐ HREINU Í PEPSI-DEILDINNI: Íris Dögg Gunnarsdóttir, Fylki 5 sinnum Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki 4 sinnum Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni 3 sinnum Roxanne Kimberly Barker, Þór/KA 2 sinnum FÓTBOLTI ÍBV vann stórsigur á FH, 6-0, í lokaleik sjöttu umferð- ar í Pepsi-deild kvenna í gær- kvöldi þar sem Kristín Erna Sig- urlásdóttir skoraði þrennu. Kristín er að komast á fullt eftir krossbandaslit og er nú búin að skora fimm mörk í síðustu tveimur leikjum sínum en hún setti tvö þegar Eyjakonur lögðu Aftureldingu í síðustu umferð. Með sigrinum komst ÍBV upp í sjötta sæti deildarinnar með níu stig en verri sögu er að segja af FH-liðinu sem ekkert hefur getað undanfarnar vikur. FH vann fyrstu tvo leiki sína í deildinni en hefur síðan tapað fjórum í röð og það sem meira er hefur liðið ekki skorað mark í síð- ustu fjórum leikjum. - tom Kristín Erna komin í gang ÞRENNA Kristín Erna skoraði þrjú mörk á móti FH. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG Fyrir áramót var búist við því að Radamel Falcao, framherji Monaco, yrði stjarna Kólumbíu á HM. En hann sleit krossbönd og nú skín stjarna annars Kólumbíu- manns sem Monaco keypti fyrir morð fjár skært. James Rodríguez er að stimpla sig inn sem eina af skærustu stjörnum mótsins en hann skoraði eða lagði upp mark á 45 mínútna fresti í riðla- keppninni.Allt um HM á Vísi Annar Mónakó-milljónamaður að verða stjarna Kólumbíu á HM 16.00 BANDARÍKIN– ÞÝSKALAND 20.00 S-KÓREA– BELGÍA Það kemur í ljós í dag hvort Aron Jóhannsson og félagar hans í bandaríska landsliðinu komist áfram í 16 liða úrslitin á HM í Brasilíu. Bandaríkjamenn mæta Þýskalandi og geta fallið úr keppni með tapi ef Gana vinnur Portúgal á sama tíma. Eitt stig tryggir þó Aroni og hans menn alltaf áfram. Belgar eru búnir að tryggja sér efsta sætið í H- riðli en Suður-Kórea þarf á litlu krafta- verki að halda til að komast áfram. Lionel Messi fór á kostum í 3-2 sigri Argentínu gegn Nígeríu í gær. Hann skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik, það fyrra á þriðju mínútu og það síðara í uppbótartíma. Seinna markið skoraði Messi beint úr aukaspyrnu en það er eitthvað sem Maradona tókst aldrei að gera á HM. Heldur nú metingurinn áfram á milli þeirra tveggja. Messi er markahæstur á HM ásamt Brassanum Neymar. STJARNA GÆRDAGSINS Lionel Messi Argentína
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.