Fréttablaðið - 26.06.2014, Page 62

Fréttablaðið - 26.06.2014, Page 62
26. júní 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 50 „Það er nauðsynlegt að eiga alltaf engiferöl inni í ísskáp, með nóg af klökum og lime. En þegar maður vill leyfa sér smá þá er whiskey sour í miklu uppáhaldi.“ Ósk Gunnarsdóttir, dagskrárgerðarkona á Popp Tíví. SUMARDRYKKUR ÁRSINS „Í byrjun árs fór ég til Berlínar til þess að semja, aðallega til að byrja á næstu Retro Stefson-plötu. Það er fínt að vera í Berlín í einangrun og það komu dagar þar sem ég hitti engan og kom ekki einu sinni upp orði. Það var eftir nokkra þannig daga sem ég var alveg að farast vegna þess að mér fannst ég ekki geta sungið, og í miðri sjálfsvor- kunninni mundi ég eftir þessu ljóði sem ég hafði lært í kórnum. Svo að ég tók upp gítar og söng nýja lag- línu með alls konar hljómum undir. Og úr varð þetta lag,“ segir Unn- steinn Manuel Stefánsson, söngv- ari hljómsveitarinnar Retro Stef- son, sem hyggst á næstu misserum gefa út lög undir nafninu Uni Stef- son. Fyrsta lagið, Enginn grætur, lítur dagsins ljós í dag. „Þegar ég er að semja tónlist þá reyni ég bara að vinna sem mest án þess að setja mig í stellingar fyrir eitthvert eitt ákveðið verk- efni. Svo flokka ég lögin seinna, oftast með bróður mínum, og við sjáum hvaða lög henta í hvaða verkefni,“ útskýrir Unnsteinn, sem finnst best að semja nýtt efni í útlöndum eða í Bjarnarfirði. „Maður má ekki verða of upptek- inn af því að vera poppstjarna á Íslandi,“ segir hann og hlær. „Dagana eftir að ég samdi þetta lag þá fór ég að skoða gömul lög sem ég hafði alltaf ætlað mér í sóló-bankann og prófaði að skrifa nokkra íslenska texta yfir. Mér fannst það mjög frelsandi sköpun með minna álagi á markaðsvitund- ina sem er innprentuð djúpt í huga flestra poppara. En það er einmitt markaðsvitundin sem gerir popp- tónlist að popptónlist. Hvað selur? Hvað fær spilun? Því að popptón- list getur verið hvaða tónlistar- stefna sem er, á meðan hún selur. Rammstein var popptónlist þegar þeir komu hingað 2001 og School- boy Q er popptónlist í dag, þótt þetta séu rappari og þungarokks- hljómsveit ef við pælum í stefn- unum.“ Fyrsta lag Unnsteins í sóló- verkefninu er á íslensku, en hann syngur vanalega á ensku með hljómsveit sinni Retro Stef- son. „Mér finnst mjög gaman að syngja á íslensku, fyrir utan smá tíma í kringum kosningarnar þar sem ég fékk algjört ógeð á því að syngja rómantísk ljóð á sama tíma og nokkrir einstaklingar í samfélaginu munduðu hakakross- inn í vasanum. En svo fattaði ég að þessi ljóð eru ekki síður hluti af mínum menningararfi og ég „má“ alveg syngja þau jafn mikið og hver annar söngvari. Ég held ég sé að komast að því að mér líður best í minni listsköpun þegar ég geri það sem ég vil, frekar en það sem fólk heldur að ég ætti að gera. Maður á aldrei að fara beinu braut- ina og aldrei að fá sér sæti, því um leið og þú sest í sófann þá ferðu að gera leiðinlega tónlist,“ segir Unn- steinn og hlær. „Ég hef aldrei þorað að gefa út sólóefni vegna þess hvað fólk myndi halda að yrði um bandið. En ég lít á bandið sem kollektív af nokkrum krökkum úr Austur- bæjarskóla sem munu koma saman næstu áratugina til þess að gleðja fólk og sjokkera til skiptis. Retro Stefson er kjarninn. Retro Stefson er popptónlist,“ segir Unnsteinn að lokum. olof@365.is Hefur sólóferil undir nafninu Uni Stefson Unnsteinn Manuel er landsmönnum þekktur sem forsprakki sveitarinnar Retro Stefson en í dag lítur sólóverkefni kappans dagsins ljós undir nafninu Uni Stefson. Hann vill ekki verða of upptekinn af því að vera poppstjarna á Íslandi. SEMUR Á ÍSLENSKU Unnsteinn Manuel Stefánsson hefur sólóferil sinn undir nafninu Uni Stefson í dag með útkomu lagsins Enginn grætur. MYND/SAGA SIG Þó að Unnsteinn sé um þessar mundir að leggja mesta áherslu á sólóferilinn segir hann að Retro Stefson sé ekki hætt. En hljómsveitin er í hvíld. „Ef ég myndi gera það sem fólk býst við af mér, þá myndi ég setjast í sófann og semja Glow tíu sinn- um í viðbót og gefa út plötu og spila á fullt af tón- leikum. En það væri ekki gaman fyrir mig, hvað þá krakkana í bandinu. Við spiluðum yfir okkur á seinasta ári, en það var líka bara gaman. Það bjarg- aði hljómsveitinni að fá Hermigervil inn og bandið varð bara betra. En á meðan við spilum alltaf sama efnið þá verður lítil þróun í tónlistinni, það væri svo leiðinlegt að gefa út eins plötu og síðast. Allavega fyrir Retro Stefson, þar sem hver plata hljómar eins og ný hljómsveit. Mér finnst það mjög mikilvægt þema. Við erum núna að skipuleggja upptökur á næstu plötu. Æfingarnar byrja strax í haust og svo upptökur í janúar. Aðalmálið fyrir bandið er að fá erlendan upptökustjóra með nýja sýn á verkefnið.“ Lagasmíðarnar fyrir þá plötu hafa verið í gangi í einhvern tíma, en það er mikilvægt að restin af bandinu sé aktív á meðan í öðrum verkefnum. Nokkrir eru í myndlistarnámi og svo eru t.d. Logi (Young Karin) og Hermigervill með frábærar plöt- ur á leiðinni.“ Hljómsveitin Retro Stefson komin í hvíld en er ekki hætt RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS FÁÐU ÞRÁÐLAUSAN AÐGANG AÐ TÓNLISTINNI Í ÖLLUM HERBERGJUM Sonos er kerfi þráðlausra hátalara og hljómtækja. Það sameinar stafræna tónlistarsafnið þitt og útvarpsstöðvar í einu appi sem þú getur stjórnað frá hvaða síma eða spjaldtölvu sem er. „Á tónleikaferðalagi með Óla Arn- alds í Japan á árinu, fór ég á fund með Íslandsvininum Yuka Ogura, sem er nokkurs konar framleiðslu- stjóri þáttanna, því aðstandendur þáttanna vildu fá mig til að syngja hluta tónlistarinnar,“ segir tónlist- armaðurinn Arnór Dan Arnarson, en hann syngur þrjú lög í nýrri jap- anskri teiknimyndaþáttaröð sem ber nafnið Terror in Resonance. Um er að ræða teiknimynda- þáttaröð sem er nokkurs konar spennutryllir með yfirnáttúrulegu ívafi fyrir börn og fullorðna. „Þau vildu hafa íslenska tungumálið í þættinum. Íslenska málið og íslensk tónlist hefur verið þeim innblástur,“ segir Arnór Dan og hlær. Hann er þó ekki eini Íslending- urinn sem kemur að þáttunum því fleiri íslenskir tónlistarmenn leggja hönd á plóg. Birgir Jón Birgisson sá um upptökurnar sem fram fóru í stúdíóinu Sundlauginni og Bragi Valdimar Skúlason bjó til íslenska texta. Magnús Trygvason Eliassen spilar á trommur, Andri Ólafsson á bassa, Hilmar Jensson á gítar og þá stjórnar Borgar Magn- ússon strengjasveit. Þættirnir fara í sýningu í júlí og verða sýndir á einni vinsælustu sjón- varpsstöð Japans, Fuji TV. „Ég hef alltaf elskað anima- teiknimyndir þannig að þetta er mikill heiður fyrir mig og því svo sannarlega æskudraumur að ræt- ast.“ - glp Íslenska í japönsku sjónvarpi Arnór Dan Arnarson er á meðal þeirra íslensku tónlistarmanna sem eiga þátt í gerð tónlistar í nýrri japanskri þáttaröð sem fer í sýningu í júlímánuði. Í JAPÖNSKU SJÓNVARPI Arnór Dan Arnarson syngur í nýrri japanskri þáttaröð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HÆGT AÐ MÆLA HÁSTÖFUM MEÐ ÖNGSTRÆTI EFTIR LOUISE DOUGHTY „Höfundur fetar sig hægt og rólega áfram í ótrúlega flottum stíganda þar til allt kemur í ljós. Bókin er mjög grípandi, spennandi og ekki síst óvænt, og hægt að mæla hástöfum með henni.“ – VIKAN „Þið munuð hugsa ykkur um tvisvar áður en þið hefjið framhjáhald eftir lestur þessarar sögu“ – FRÉTTABLAÐIÐ „GRÍPUR ÞIG HELJARTÖKUM “ INDEPENDANT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.