Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1981, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1981, Blaðsíða 4
Það var á fallegu sumar- kvöldi seinni hluta sextándu aldar að nokkrir strákar voru að leik í sandfjörunni í Þórs- höfn. Sumir reyndu að ná i silunga í ánni sent rennur í gegnum bæinn, en aflinn var nú frekar rýr, einn af strák- unum stakkst á bólakaf í ána þegar hann ætlaði að ná í einn stórann, og varð allur blautur upp fyrir haus. Hinir strák- arnir söfnuðust í kringum hann og hlógu að honum, þegar hann var kominn upp á árbakkann aftur, eftir svo snöggt en óvænt bað, hann var heldur skömmustulegur og ílýtti sér heim. Dálítinn spöl frá hinum strákunum gekk annar stór og myndar- legur strákur í eigin hugleið- ingum og horfði fram fyrir sig eins og hann væri í öðrum heimi, hann bar undir hand- leggnum líkan af færeyskum róðrabát sem hann setti út í ána til að sigla með. Mesti áhugi hans var að sigla með jullum og allskonar smábát- um sem hann var meistari í að búa til. Þessi bátur sem hann hér var með, hét „Ormurinn langi” eftir hinu sögulega og fræga fleyi Olafs Tryggva- sonar. Hinir strákarnir sem voru bara með smábáta, litu með öfundaraugum á „Orm- inn langa” og þeir hefðu ekkert séð eftir því þó hann hefði legið á botninum innan um þara og þorskhausa, já þeir hefðu meira að segja viljað hjálpa til, til að svo yrði, en sá sem átti bátinn var bæði stór og sterkur svo þeim var best að halda sig á mottunni. Þessi stóri sterki strákur hét Johannes, og var sonur sóknarprestsins í Þórshöfn, Mortens Brunck, sem áður hafði gegnt prestsstarfi í syðri- dal en fyrir nokkrum árum fluttst til Þórshafnar, aðallega vegna þess að sjó- ræningjar höfðu herjað á prestssetrið í Syðridal, rænt kúm, fé og öðrum eigum, og farið svo illa með Morten, að hann var allur blár og marinn og lurkum laminn, svo að hann gat ekki gengið í marga daga á eftir. Aður en Johannes fór heim þetta kvöld, leit hann^við hjá vini sínum Jakobi í Arstofu, sem hafði siglt til margra landa og var vanur að segja Johannesi frá ýmsum ævin- týrum sem hann hafði lent í, úti í hinum stóra heimi. Þetta fannst hinum unga sveini mesti unaður að hlusta á, og hann tók það fram yfir allt annað, augu hans geisluðu af áhuga þegar Jakob útlýsti fyrir honum með kímni- blandaðri ró, hinar miklu svaðilfarir sem hann hafði lent í, bæði austan og vestan hafs. Þegar Johannes var kom- inn heim um kvöldið og var byrjaður að hátta sig, kom gamli faðir hans inn til hans, ”sem kom afar sjaldan fyrir” og sagði honum að hann þyrfti að tala við hann um mikilvægt mál. Þessi gamli prestur sem að öllu jöfnu var vanur aðjjakfa til á skrifstofu sinni, þar sem stórar bóka- hillur huldu alla veggi. Mort- en gamli var vel menntaður og næstum allan daginn var hann lesandi eða skrifandi. Nú var hann kominn á elliár og vonaðist til að þessum löngu og erfiðu dögum færi að fækka, svo hann gæti lagst til hvíldar hjá sinni elskuðu konu sem var dáin fyrir nokkr- um árum, hún dó úr tauga- veiki sem gekk um eyjarnar og margir dóu úr. Morten hafði sjálfur legið lengi milli heims og helju, en hafði það af að lokum, og náði heils- unni aftur eftir mjög erfiðaog kvalarfulla sjúkralegu. Hann hafði dáðst mikið af konu sinni Billu, sem var nokkrum árum yngri en hann, hjóna- bandið hafði verið farsælt og hamingjuríkt og var þess vegna mikið áfall fyrir hann að missa konuna frá þremur börnum, Johannesi og tveimur yngri dætrum. við háskólann í Hróarskeldu, en hugur hans var allur við sjóinn, og þess vegna hafði hann fengið stöðu um borð í austurindiufari, þar sem vin- ur hans Kuyter var stýri- maður um borð. Hann hafði á liðnum árum siglt víða um heim og ekki bara þénað mikla peninga, en líka tileink- að sér mikla kunnáttu um löndin í hinum nýja heimi. Kuyter, sem hann kynntist þegar hann gekk í skóla í Danmörku. Því Kuyter bjó hjá frænku sinni þegar hann dvaldi í landi, þar sem Jo- hannes var kunnugur, var mikill vinur hans, og þeir voru svo samrýmdir eins og góðir bræður alltaf frá því þeir kynntust fyrst. Jógvan Hansen skrifar: JONAS BRONCK Frásögn um Færeyinginn og prestssoninn Jonas Bronck, sem fyrstur manna settist að þar sem nú stendur heims- borgin New York. Faðirinn og sonurinn áttu langt tal saman þetta kvöld. „Eg er nú að verða gamall maður,” byrjaði presturinn samræðuna, „og þeir dagar sem ég á eftir að lifa, verða ekki margir eins og þér mun ljóst vera. Eg er fæddur á hinu gróðursæla Lálandi, og þegar mér var boðið prests- embætti úti í hinu stóra villta hafí, þurfti ég að taka örlaga- ríka ákvörðun sem ég hef ekki séð eftir, það verð ég að segja, þó ég hafi oft orðið fyrir skakkaföllum og hinni mestu hættu bæði á sjó og landi, verið sleginn og sparkað í mig af sjóræningjum og öðrum ránsmönnum og misst næst- um allar eigur mínar, þá þakka ég Guði og forsjóninni fyrir að ég þáði þetta brauð, því þessar stórkostlegu og náttúrufögru eyjar eru orðnar mitt annað föðurland. Hér hefur sál mín hreinsast og styrkts, hér hef ég fundið það ríkidæmi sem ekki verður keypt með gulli og silfri og hér vill ég fá að loka augum mínum og leggjast til hinstu hvíldar. Það er minn vilji sonur minn, að þú farir með kaupskipinu sem leggur úr höfn eftir nokkra daga til Danmerkur, svo að þú getir fengið þá menntun sem getur komið þér að miklu haldi síðar á ævinni. Eg treysti mér ekki til að kenna þér meira, og ég hef hugsað mér að senda bréf með þér til ættingja þinna þar suðurfrá.” Lengi sátu þeir feðgar og töluðu saman þetta kvöld, og þeim kom saman um að Jo- hannes skyldi læra til prests og koma svo seinna heim til Færeyja og gerast prestur þar. II. Það var á köldum og hrá- slagalegum vordegi, sem kaupskipið „Anna Margretha“ varpaði akkerum úti álegunni í Þórshöfn, eftir stranga og erfiða ferð. Með skipinu komu tveir farþegar, Johann- es Brunck og vinur hans, Pieter Jochiem Kuyter, sem hann hafði boðið með sér í heimsókn til Færeyja. Jo- hannes hafði þá lengi verið að heiman og það var með hrærðum huga sem hann horfði yfir hina gömlu kunn- ugu staði á leiðinni inn á Þórshöfn. Johannes var þá fyrir löngu búinn að taka burtfararpróf Það höfðu ekki orðið mikl- ar breytingar í Þórshöfn frá því hann fór þaðan, það voru sömu gömlu smáu húsin með grasþökunum, sem stóðu öll í einni þyrpingu, eins og þau væru að biðja hinn stóra, trausta skans, sem Magnus heinason byggði á sínum tíma, að gæta sín. Strandlengjan var hin sama og áður og áin líka sem rann í gegnum sandinn, en margir hausar af grindahvöl- um lágu um fjörurnar sem ekki var búið að fjarlægja, svo það var auðséð að grind hefði dáið fyrir stuttu í Þórshöfn. Fyrstar að taka á móti Johannesi þegar hann steig á land úti í Tinganesi, voru systur hans tvær, Malan, sem gift var stórbónda á nesinu, og Annika, sem enn var ógift og þekkt víða fyrir fríðleik sinn og fegurð. Hann hafði skrifað þeim með skipinu, sem áður var komið og sagt þeim að hann og vinur hans, Jochiem Kuyter, ætluðu að koma með næsta skipi og verða dálítinn tíma. Morten var þá dáinn fyrir mörgum árum og líka Jakob í Arstofu. Annika bjó hjá nýja sóknar- prestinum, Christian Peter- sen, sem áður var kapellán Gömul teikning af New York eða aðstoðaprestur hjá Mort- eni til margra ára, og eftir gömlum sið tók við starfinu hans. Síra Christian var nú hátt á níræðisaldri, og tennur hafði hann ekki margar, en hann predikaði af svo miklum krafti og andagift, að enginn af hinum yngri prestum stóð honum á sporði. Vinirnir tveir, Johannes og Kuyter, fengu að búa hjá síra Christiani, og Annika var dugleg og samviskusöm hús- móðir. Kuyter líkaði vel fær- eyskur matur og borðaði með bestu lyst skerpikjöti, grind og spik. A kvöldin voru Johannes og Annika vön að sitja við opinn glugga og tala saman á færyesku um liðna tíð, um minningarnar frá bernskuár- unum, á meðan áin rann utan við gluggann með sinn sér- stæða nið og hvíslandi tón, til að leggja áherslu á það sem talað var um, það voru hinir sömu hvíslandi tónarsemþau mundu frá bernskuárunum, þegar þau voru háttuð á kvöldin, og áin var í huga þeirra sem gamall og tryggur vinur. Færeyjaferð Johannesar og Kuyters var lengri en gert var ráð fyrir í upphafi, og var það aðallega Kuyter sem tafði förina, hann varð fljótlega ástfanginn af hinni fögru Anniku, og ekki urðu áhrifín minni frá hennar hálfu. Það var einn fagran síð- sumardag, er heyannir stóðu sem hæst, að stór brúðkaups- veisla var haldin í Þórshöfn. Þetta voru Annika Brunck og Jochiem Kuyter, sem gengu í það heilaga í Þórshafnar- kirkju, síra Christian flutti lengri og betri ræðu en heyrst hafði um langan tíma, þótt hann hefði sín nítíu ár að baki. Brúðkaupsveislan var hald- in á prestsetrinu við ána, þar sem yfirfullt var af mat og drykk, þar var framreidd bæði lambasteik, uxasteik, þurrkað kjöt og saltað kjöt, vín og öl flaut í stórum straumum. Það var dansaður færeyskur dans í heila þrjá sólarhringa, þangað til búið var að syngja öll gömlu hetjukvæðin, en þá var Kuyter nær dauða en lífí, og hann var svo slæmur í fótunum marga daga á eftir, að hann varla gat gengið. Með síðasta kaupskipinu á þessu hausti sigldu þau til Danmerkur, Kuyter, kona hans og Johannes. Nálægt Hjaltlandi var skipið tekið af frönskum sjóræningjum, en bæði Johannes og Kuyter töluðu reiprennandi frönsku, svo þeim tókst að fá að halda ferðinni áfram, með því að borga vissa peningaupphæð. Þau komu til Kaupmanna- hafíiar heil á húfi, og síðar íluttust þau til Hollands, þar sem þau settust að. Þar átti Kuyter vini og ættingja. Eftir siðvenjum þar í landi, fékk Annika breytt föðurnafni sínu Mortensdatter í Mar- tins. III. „Tíminn rennur eins og straumur í ám“ á meðan huldar vættir spinna sína ör- lagaþræði. Þegar skipið Framhald á næstu bls.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.