Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1981, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1981, Blaðsíða 18
VIÐ SAMA HEYGARÐS HORNIÐ Það mi ef til vill segja, að það sé að bera í bakkafullan lækinn er lesendur þessa blaðs fá ekki jólafriðinn fyrir andlegum ýtustjóra skákar- innar á síðum Frétta. Það má víst segja það með sanni, að sveiflur eru á skák- áhuga hjá mönnum lQct og með okkar fískveiðar, og það er sem við Eyjabúar viljum viðhalda þessu sveifíukennda fíakki og viljum ekki taka hlutina alvarlega, en það kemur að sjálfsögðu fram í því að enginn hlutur er betur gerður, heldur en menn hafa lagt í hann, og við viður- kennum fátt nema bónus, meiri hraða, meira magn, sem hlýtur að koma niður á gæð- unum. Þetta á einnig við um skák- ina, menn hafa misjafnan á- huga, misjafna hæfíleika og dugnað til þess að ná ein- hverjum árangri þó svo að þeir leggi í hana mikinn tíma og mikla vinnu. Sumir eru fæddir með þeim ósköpum að vera hrein séní á einhverju sviði, en þó virðist það sannað að til þess að ná því þá hafi menn þurft að leggja á sig geysilega mikla vinnu, o ódrepandi áhuga á því sem þeir eru að fást við. Fischer og Spassky. Heimsmeistaræinvigið, sem haldið var hér á landi 1972 virkaði sem einstakt hreyfiafl á allt skáklíf hér á landi, og kom því á miklu víðfeðmara svið en verið hafði. Skrifaðar voru bækur um þetta einvígi og Guðmundur Daníelsson eina mjög góða. Honum segist svo frá, þeg- ar dr. Euwe krýnir Fischer í nafni FIDE: „I nafni FIDE lýsi ég Bobby Fischer heims- meistara í skák, mælti hann hárri röddu, greip báðum höndum um grænan hring, álíka sveran um sig og hjól- barða af Mercedes Benz, lár- viðarsveiginn, hvolfdi honum yfir höfuð Fischers svo sveig- urinn gat nú hvílt á herðum hans. Og er Fischer hafði tekið á móti gullpeningnum þá velti hann honum milli fingra sér og leit á báðar hliðar. - Það vantar nafnið mitt á þetta, sagði hann, og ákaflega var hann einu sinni líkur sjálfum sér á stundu hins fegursta frama, með nýja kvörtun.“ Pensjónatið. Er ég kom hér fyrst til Eyja í jan. 1946, þá hafði ég kost og logi á Hótel Berg. Á hálfri miðhæðinni bjó eigandi húss- ins, Magnús Bergsson á samt þremur börnum sínum, en Jónína Jónsdóttir leigði þá hinn helminginn ásamt eld- húsi og 9 herbergjum uppi á loftinu. Á hæðinni hafði hún tvær stórar stofur, aðra notaði hún fyrir matsal, en hina leigði hún þeim sölumönnum sem höfðu mest af drasli með sér, því hægara var að koma því þar inn heldur enn upp á loftið. Jóna rak þarna nokkurs- konar Pensjónat fyrir ýmsa broddborgara bæjarins, eð a (miðstéttarmenn) svokallaða. Sumir þessara kostgangara höfðu allmikinn áhuga fyrir skák, og þama var alltaf teflt meira og minna. Skákmenn voru þessir helstir: Ragnar Halldórsson tollvörður, Freymóður Þor- steinsson fulltrúi bæjarfógeta og seinna bæjarfógeti. Frið- rik Matthíasson, bróðir Ást- þórs á Sóla. Ríkharður Páls- son, sonur Páls Oddgeirsson- ar á Ofanleiti, sem eitt sinn í miðjum kvöldmatnum undir lestri frétta stendur upp og segir hátt og snjallt: „Guð fyrirgefi þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra.“ Alla setti hljóða við þessi alvarlegu orð og luku matnum án þess að fleira væri sagt. Á eftir fóru menn að velta því fyrir sér hvað það væri sem Guð ætti að fyrirgefa, og hverjum? - Jú, á fundi í Verkalýðsfélaginu Dagsbrún í Reykjavík hafði það verið samþykkt að fara fram á kauphækkun. Þá skal ekki gleymt þeim manninum sem setti sinn sér- staka svið á selskapið, en það var Páll nokkur Jónsson, öðru nafni Púlli. Er Púlli kom hér fyrst til Eyja, þá ætlaði hann aðeins að dvelja hér í 3 daga, en svo vel kunni hann við sig, eða var það kannski af því að hann bókstaflega nennti ekki að flytja, að hann dvaldi hér í 5110 daga, eða 14 ár. Og bjó hann alltaf í sama herberginu þarna á Hótel Berg og var það númer 4. Púlli var vel liðtæk- ur í skák og hafði gaman af að taka skák og skák, en taldi það nú samt óþarfa álag að gera mikið af því. hans mottó í lífinu var það, að leggja aldrei svo mikið á sig að hann yrði þreyttur. Og hann átti það til í miðri skák, með betri stöðu og jafnvel unna skák, að standa upp og segja: „Æ, ég nenni þessu ekki lengur, og stakk höndunum í vasana og labbaði mjög hægt út. Það er sagt, að eitt sinn hefði hann verið spurður að því, hvers hann myndi óska sér, ef hann ætti kost á því. „Já, að ég þyrfti ekkert að gera, og hvíla mig svo vel á eftir.“ Ekki löngu seinna flutti Jóna með alla sína kostgang- ara niður á loftið á Nýju Raf- stöðinni og hélt áfram að gefa þeim að borða, og ég hætti að tefla í 30 ár. Skákstig. Nú er yfirleitt farið að flokka alla þá sem keppa í skák eftir skákstigum sem þeir hafa unnið sér. Þetta gerir það að verkum að nú er hægara að fylgjast með styrk- leika manna, og einnig það að nú geta menn með stig komist i mót þar sem stigaháir menn tefla og ef þeim gengur vel, bæta þeir við sig stigum, sem gefa þeim kost á að komast í sterkari mót. Þess vegna er rétt að hvetja alla til þess sem áhuga hafa á því að sjá hvar þeir standa, til þess að taka þátt í slíkum mótum. Einhverntíma var þetta nú sagt: „Ég hélt að ég stæði á grænni grund, en Guð einn veit hvar ég stend,“ og það má taka undir þetta. Ef ceskan vill rétta þér örvandi hönd þá ertu á framtíðarvegi. Það virðist vera mikill á- hugi hjá unglingum fyrir skák og þeir taka þátt í mótum, sem hér eru haldin, bæði í sambandi við Taflfélagið og einnig á vegum Barna- og Gagnfræðaskólans. Sumir af þessum drengjum eru efnilegir skákmenn og ef þeir fá einhverja tilsögn og kennslu, og aðstöðu til þess að tefla við sína jafningja þurfum við engu að kvíða. Þeir eru til í slaginn og þá vantar ekki sjálfstraustið, en það er ekki síður mikilvægt í allri keppni. Viljinn dregur hálft hlass. Helgarskákmótin 1980. Það má segja að með til- komu þessara móta, sem haldin voru vítt um landið, hafi skáklíf tekið góðan fjör- kipp í borg og bæ, hvar sem er á landinu. 7-unda Helgar- skákmótið var haldið hér í Eyjum og þótti takast frábær- lega vel í alla staði. Þá kom það skírt í ljós hvað það eru margir sem tefla og hafa áhuga fyrir skák. þátttakend- ur í þessu móti voru 54 og þar af 24 héðan. Það má fullyrða að aldrei fyrr hefur hópur jafnsterkra skákmanna verið hér saman- kominn, enda göptu menn sem þorskar á þurru landi, er þeir litu þennan kappafans. Það er nú einhvemveginn þannig, að það vekur miklu meiri athygli ef það eru aðrir en heimamenn sem koma og sýna hvað þeir geta. Þetta á einnig við um höfuðstaðinn Reykjavík. Þar verður uppi fótur og fit ef einhverjir meistarar birtast. Þetta er hvatning og nauðsynlegt hverjum þeim, sem fylgjast vill með og sjá hvað nýjast er ið gerast í skákheiminum. Þess vegna held ég að okkur sé nú nauðsyn að undirbúa jarðveginn með að lofa mönn- um að reyna sig í keppni þar sem þeir eiga heima, hvað getu snertir, því það mun veita þeim dug og þor. Stundum hefur mér fund- ist eins og sumir vilji lúra á kunnáttu sinni og kæri sig lítt um að tefla við hina yngri. Ef til vill finnst þeim þeir ekki verðugir andstæðingar hvað styrkleika snertir, og í sumum tilfellum held ég að þeir séu beinlínis hræddir um að missa andlitið, ef þeir myndu tapa fyrir þessum drengjum. Það er algjör óþarfi, og við sem einhvern áhuga höfum fyrir skák, eigum að taka höndum saman og gera okkar til þess að skapa þá aðstöðu, þar sem við getum komið saman og teflt í rólegheitum þegar maður er upplagður til þess, þar sem við getum farið yfir snjallar og fræðandi skák- ir, og kynnst taflmennsku þeirra manna, sem á einhvern hátt hafa skarað framúr í skáklífi heimsins. En þetta verður ekki gert fyrr en.við fáum fleiri til liðs við okkur í Taflfélaginu, og við getum sjálfir ráðið okkar húsnæði. Því fleiri sem félag- amir verða því meiri mögu- leika höfum við til þess að verða frambærilegir í skák hvar sem er. Hverjir eru mestir stigamenn? í sumar þegar að fótbolta- strákarnir komu heim með bikarinn, fór ég niður á bryggju sem fleiri, til að sam- fagna þeim. allt í einu kvað við rödd úr hátalara: „Hverjir komu með bikarinn?“, og um leið var svarað, svo undir tók í fjöll- unum „ÍBV!“. Aftur er spurt „Hverjir eru bestir?“ og kór- inn tekur undir „ÍBV!“ og fáir taka eftir því að lunda-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.