Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1981, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1981, Blaðsíða 16
Kónguloin Gömul helgisaga Eins og allir vita, fyrirskipaði Heródes að lífláta öll svein- böm, svo að hann gæti náð til Jesú. En Jósef hafði verið aðvaraður í draumi og flýði með Maríu og Jesúbarnið til Egyptalands. Þegar Heródes heyrði það, sendi hann þegar hermenn til að leita þeirra. Og af því að hermennirnir höfðu góða hesta, en Jósef var gangandi með Maríu, getið þið skilið, að fljótt dró saman með þeim. Þegar þau Jósef og María sáu hættuna nálgast, földu Jóla- sveinn á glasi Þessi jólasveinn er skemmtilegt borðskraut á jólaborðið. Þið getið tekið örk af glanspappír og teiknað hring á örkina. Þvermál 34 cm. Skiptið nú þessum hring í fjóra jafna hluta og límið hvern þeirra saman og búið til keilu. Þið berið lím á, eins og er sýnt á mynd A. Þeg- ar þessu er lokið, límið þið skegg, augabrúnir og húfukant úr baðmull. Ef pappírinn er t.d. rauður eða svartur, getið þið klippt augu, eyru og nef úr hvítum pappír. Svo er jólasveinninn látinn á glösin á borðinu og við köllum hann þá glasa- hettu. þau sig í afskekktum helli bið veginn. Þar ætluðu þau að bíða, þar til hermennirnir væru farnir fram hjá. Það leið þó stutt stund, þar til tveir hermenn komu að hell- isdyrunum. „Hér hafa þau eflaust falið sig,“ sagði annar þeirra. „Kveiktu á blysunum, við skulum rannsaka hellinn.“ Jósef og María urðu auð- vitað mjög óttaslegin, er þau heyrðu þetta, en svo svaraði hinn hermaðurinn hlægj- andi: „Nei, hér geta þau ekki verið. Sjáðu bara. Inngang- inum er lokað með kónguló- arvef. Hvernig heldurðu að þau hefðu getað komist inn án þess að slíta vefinn? Menn þurfa aðeins að hugsa, þá sparar það bæði tíma og áreynzlu.“ „Þú hefur rétt að mæla,“ sagði hinn hermaðurinn. „Hér hafa þau ekki getað falið sig.“ Svo keyrðu þeir hestana sporum og hurfu. Undrandi og ánægt skreið flóttafólkið aftur út í sól- skinið. Þá lyfti Jesúbarnið hendinni og blessaði kóngu- lóna, sem hafði spunnið vef sinn fyrir innganginn á ör- skammri stundu og með því gabbað leitarmennina. Og sjá. Þegar kóngulóin kom í ljós kom tákn hins heilaga kross fram á baki hennar! Enn þann dag í dag ber kóngulóin þetta heiðurs- merki. Margir telja hana gæfudýr, og í net sitt veiðir hún að minnsta kosti flugur og skordýr, sem annars mundu kvelja menn og dýr á sumrin. m Sk

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.