Fréttablaðið - 21.07.2014, Síða 2

Fréttablaðið - 21.07.2014, Síða 2
21. júlí 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 VIÐSKIPTI „Ég óttast það að núver- andi landbúnaðarstefna geti riðið okkar góða landbúnaði og frábæru vörum að fullu, segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri matvöruheild- verslunarinnar Innness. Matvöru- keðjan Costco vill hefja starfsemi hér á landi og flytja inn bandarískt kjöt. Gagnrýnisraddir hafa heyrst vegna þess. Magnús Óli flytur inn erlend- ar landbúnaðarvörur. Meðal ann- ars kjúkling frá Danmörku. Hann segir að það sé alveg ljóst að það vanti meiri samkeppni á matvöru- markaðinn og varar við for- dómum gagnvart innflutt- um matvælum. „Við höfum verið að flytja inn danskan kjúkling undir vörumerk- inu Rose. Fyrir hvert ein- asta kíló sem kemur hing- að inn þurfum við að vera með heilbrigðisvottorð til að sanna að varan uppfylli hæstu gæðaskilyrði,“ segir hann. Sömu kröfur séu ekki gerðar til íslenska kjötsins. „Danski kjúk- lingurinn okkar var fyrsti kjúkling- urinn sem fékk græna skráargatið,“ segir Magnús Óli en það er gæðavottun fyrir matvörur. „Síðan kom innlendur kjúk- lingur og fékk Græna skrá- argatið á eftir. Enn og aftur hefur samkeppnin það í för með sér að gæðin verða meiri,“ segir Magnús Óli. Hann segir að hið sama hafi verið uppi á teningnum þegar Innnes hóf að flytja inn Pasqual-jógúrt. „Þá komu Skyr. is og margar góðar vörur til þess að svara kalli neytandans. Það færði neytandanum meiri samkeppni, betra verð, fjölbreytni og betri vöru. Ég er þeirrar skoðunar að það yrði gæfuspor fyrir landbún- aðinn ef það yrði opnað fyrir land- búnaðarvörur í eðlilegum mæli,“ segir Magnús Óli. Hann bendir á að garðyrkjubændur hafi einnig tekist á við þetta upp úr síðustu aldamót- um. „Þá var opnað fyrir innflutning á grænmeti. Hvernig svöruðu þeir samkeppninni? Þeir komu með nýja vöru. Þeir pökkuðu henni öðruvísi. Þeir komu með plómutómata og kirsuberjatómata,“ segir Magnús Óli. - jhh MAGNÚS ÓLI ÓLAFSSON STJÓRNSÝSLA Innanríkisráðherra mun þurfa samþykki Alþingis þegar hann skipar dómara í nýtt millidómstig í fyrsta skipti, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðs- ins. Nýtt millidómstig mun heita Landsréttur. Allt að fimmtán dómarar munu starfa við réttinn. Landsréttur verður áfrýjunar- réttur en málum verður áfrýjað þangað frá öllum héraðsdóm- stólum. Dómurum við Hæstarétt verður síðan fækkað niður í fimm eða sjö. - jhh Mun heita Landsréttur: Þarf samþykki Alþingis SPURNING DAGSINS H VÍ TA H Ú SI Ð / S ÍA Rósa, ætlarðu þá að titla þig söngfugl? „Absalút! Þá fer ferillinn á flug.“ Rósa Birgitta Ísfeld er söngkona Sometime en ætlar að hefja flugnám í haust. MANNLÍF Hnattvæðingin hefur ýmsu breytt, en að stimpla sig út í Bangkok og stimpla sig inn til næsta vinnudags á Hesteyri í Jökul fjörðum þykir þó enn nokk- uð óvenjulegt. En svoleiðis gat hent í vinnuviku Hrólfs Vagnssonar, upptökustjóra, tónlistarmanns og ferðafrömuðar. „Já, ég var að vinna með taí- lenskri fílharmóníu,“ rifjar Hrólf- ur upp. „Og ég neita því ekki að það voru mikil viðbrigði að ljúka vinnuvikunni í Bangkok og vera síðan kominn rúmum sólarhring síðar hingað á Hesteyri.“ Móðir Hrólfs festi kaup á Lækn- ishúsinu svokallaða á Hesteyri og þar hleypur Hrólfur undir bagga á háannatíma enda í mörg horn að líta því þar er nú rekið kaffihús og gistiheimili. „Það er mjög góð tilbreyting. Í upptökunum þá rétt snýr maður öðru auganu og hreyfir annan vísifingurinn svo að það er gott að komast í víðáttuna og taka til hendinni.“ Þótt sumarstöðvar hans séu fyrir vestan halda þau hjónin, Hrólfur og Iris Kramer, heimili í Hamborg. Undanfarin ár hefur hann svo og farið heimshorna á milli með armensku hljómsveit- inni Kohar en það er hreint eng- inn dúett. „Við erum 300 manns á þessum ferðalögum,“ segir hann. „Áttatíu manns í hljómsveitinni, fimmtíu dansarar og þrettán ein- söngvarar. Eftirvinnslan getur því verið svolítið tímafrek en þetta er tekið upp á 164 rásir sem ég verð svo að koma heim og saman svo vel hljómi.“ Armenska þjóðin tvístraðist víða um heim á fyrrihluta síðustu aldar þegar hún hrökklaðist undan ofríki Tyrkja. Í dag eru því armensk menningarsetur víða um heim þar sem hin dreifða þjóð getur geng- ið að menningararfi sínum vísum. „Harout nokkur Khatchadourian og fjölskylda hans eiga heiðurinn af þessari hljómsveit sem ég efa að sé í raun arðbær. En þar á bæ telja menn það skyldu sína að koma menningararfinum áleiðis. Reyndar er þetta efnafólk með mjög ramma samfélagstaug því flesta tónlistarmenn sækja þeir til borgarinnar Gyumri, ekki vegna þess að þaðan komi besta tónlist- arfólki heldur er þetta liður í að styðja við menningarlífið þar, en borgin hefur átt erfitt uppdrátt- ar eftir hræðilegan jarðskjálfta árið 1988. Þar hafa þeir líka reist tónlistarskóla og það hefur verið hjartnæmt að verða vitni að þakk- læti barnanna sem fyrir þetta framtak geta lært og leikið tónlist.“ Í haust heldur svo Hrólfur til Hamborgar þar sem hann tekur upp með sinfóníuhljómsveit ríkis- útvarpsins í Norður-Þýskalandi. jse@frettabladid.is Ferðast heimshorna á milli vinnunnar vegna Síðastliðin ár hefur Hrólfur Vagnsson ferðast með armenskri hljómsveit víða um heim en henni er haldið úti af hugsjón sem gæti verið efnafólki til eftirbreytni. Svo vinnur hann fyrir útvarp í Þýskalandi þegar hann er ekki að hella upp á á Hesteyri. HRÓLFUR VAGNSSON HLJÓÐBLANDAR Hrólfur vinnur fyrir ríkisútvarpið í Norður- Þýskalandi. Hann getur þurft að hljóðblanda af 164 rásum í vinnu sinni. Þá er lífið á Hesteyri einfaldara þar sem fuglarnir syngja í mónó. AÐSEND MYND Indverskir aðgerðasinnar efndu til mótmæla í Friðargarðinum í Bangalore í gær gegn kynferðislegu ofbeldi, misnotkun og nauðgun- um kvenna þar í landi. Mótmælin voru skipulögð af The Red Brigade, hópi sem stofnaður var af indverskum konum sem berjast fyrir rétt- indum kvenna. Þetta var fjórði dagurinn í röð sem mótmælin í Bangalore eru hald- in til að krefjast þess að lögregla grípi til aðgerða gegn kynferðis- afbrotamönnum í ljósi þess að fjölmörg mál er varða kynferðislegt ofbeldi gegn konum hafa komið upp í borginni síðustu daga. Eitt þess- ara mála varðar sex ára stúlku sem var nauðgað í grunnskólanum sem hún gengur í. Lögreglan hefur yfirheyrt átta manns í tengslum við verknaðinn en enn hefur enginn verið handtekinn. - lkg Indverskir aðgerðasinnar mótmæla kynferðislegu ofbeldi: Krefjast lögregluaðgerða KREFJAST RÉTTLÆTIS Mótmælendur máluðu á sig kraftmiklar setningar á borð við „We Need Justice“ eða „Við þörfnumst réttlætis“. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP SAMFÉLAGSMÁL „Þarna var ástin í aðalhlutverki,“ segir Sara Kristins- dóttir, verkefnastjóri Gleðiverkefn- isins. Geggjaði dagurinn var hald- inn í höfuðborginni á laugardaginn á vegum verkefnisins og var meðal annars reynt að slá Íslands- met í hópknúsi. Fyrr um daginn var kertafleyting við Tjörnina í Reykjavík, til minningar um þá sem fallið hafa fyrir eigin hendi en Gleðiverkefnið hefur það að mark- miði að vekja athygli á þeim 12–15 þúsundum manns sem glíma við þunglyndi á Íslandi. Til stendur að verkefnið verði árlegt. - lkg Góð mæting í hópknúsið: Ástin aðalatriði FÉLAGSMÁL Landsmót skáta var sett í gær- kvöldi að Hömrum á Akureyri. Mótshald- arar búast við allt að átta þúsund gestum á mótið þegar mest verður, þegar líða tekur á vikuna. Landsmót skáta mun standa yfir alla vikuna og lýkur á sunnudaginn. Um 600 erlendir þátttakendur koma á mótið. Erlendir gestir hafa oft sett sterkan svip á mótið og verður engin undantekning á því í ár. Flestir erlendu skátanna sem koma á mótið koma frá Finnlandi og Bretlandi, en þeir sem koma lengst að koma alla leið frá Hong Kong og Ástralíu. Þema mótsins í ár er „Í takt við tímann“ og verður boðið upp á hefðbundna lands- mótsdagskrá með nýjum áherslum til að tengja við þema mótsins og staðhætti að Hömrum. Landsmótið er haldið annað hvert ár og er stærsta hátíð íslenskra skáta. Reynt er að hafa mikla fjölbreytni í dagskránni svo að hver og einn ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. - sa Landsmót skáta var sett í gærkvöldi á tjaldsvæðinu Hömrum á Akureyri: Búast við átta þúsund gestum LANDSMÓT SKÁTA Fjöldi dagskrárliða verður í boði fyrir landsmótsgesti þetta árið. Forstjóri matvöruheildverslunarinnar Innness segir samkeppni skorta á íslenskum matvörumarkaði: Varar við fordómum gagnvart innflutningi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.