Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.07.2014, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 21.07.2014, Qupperneq 4
21. júlí 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4 2.154 einstaklingar sem búsettir voru á Íslandi létust árið árið 2013, 1.091 karl og 1.063 kona. Dánartíðni var 6,7 látnir á hverja 1.000 íbúa og hækkaði frá árinu 2012. Heimild: Hagstofan.is VINNUMARKAÐUR „Því lengur sem fólk er atvinnulaust, því erfiðara getur reynst að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Því er ráðgjöf, vinnumarkaðsaðgerðir og starfs- endurhæfing mikilvægur þáttur í þjónustu við atvinnulausa,“ segir Karl Sigurðsson, vinnumarkaðs- sérfræðingur hjá Vinnumála- stofnun. Karl segir að konum sem orðn- ar eru fimmtugar eða eldri reyn- ist sérstaklega erfitt að finna nýja vinnu missi þær vinnuna. Nú eru rúmlega 500 konur fimmtugar eða eldri skilgreind- ar langtímaatvinnulausar, þar af hafa rúmlega 330 verið á atvinnu- leysisskrá í meira en ár. Karlarnir eru talsvert færri, nú eru um 400 karlar eldri en fimmtugt skráðir langtímaatvinnulausir. Rúmlega sex þúsund manns voru skráðir án vinnu í júní, í sama mánuði í fyrra voru atvinnu- lausir á skrá rúmlega 900 fleiri. Langtímaatvinnulausum fjölg- aði um tíu prósent á skrá Vinnu- málastofnunar frá því í janúar og þangað til í júní, eða úr 42 pró- sentum í 52 prósent. Langtíma- atvinnulausir eru skilgreindir þeir sem hafa verið án vinnu í sex mán- uði eða lengur. Langtímaatvinnu- lausum hefur þó fækkað um tæp- lega tvö hundruð á tímabilinu en þar sem atvinnulausum fækkaði enn meira urðu langtímaatvinnu- lausir hærra hlutfall af heildinni. Langflestir langtímaatvinnu- lausra fá vinnu í gegnum átaks- verkefni á vegum hins opinbera auk þess sem fjöldi fær vinnu í gegnum vinnumiðlun Vinnumála- stofnunar. Samkvæmt könnun sem var gerð í lok síðasta árs meðal ein- staklinga sem ekki voru lengur skráðir atvinnuleitendur en höfðu verið skráðir langtímaatvinnu- lausir á árunum 2009 til 2013 voru sex af hverjum tíu komnir í vinnu. Tíu prósent þeirra voru í námi, fimm prósent voru í vinnu sam- hliða námi. Sautján prósent kváðust enn í atvinnuleit, sex prósent voru farin af vinnumarkaði vegna aldurs, örorku eða langtímaveikinda. Ætla má að um tvö þúsund manns klári bótarétt sinn á þessu ári. Karl segir að í september á síð- asta ári hafi orðið skipulagsbreyt- ingar hjá Vinnumálastofnun sem feli í sér að þeir sem eru langt komnir með bótaréttinn fái aukna ráðgjöf og vinnumiðlun hjá Vinnu- málastofnun. johanna@frettabladid.is 500 konur yfir fimmtugu án atvinnu til lengri tíma Því lengur sem fólk er án vinnu, því erfiðara gengur því að fá nýtt starf. Mun fleiri konur en karlar eru skráðar langímaatvinnulausar. Þeir sem eru að missa bótarétt sinn fá aukna ráðgjöf og aðstoð hjá Vinnumálastofnun. ➜ Langflestir þeirra sem eru atvinnulausir til langs tíma fá vinnu í gegnum átaksverk- efni á vegum hins opinbera. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% LANGTÍMAATVINNULAUSIR SEM HLUTFALL AF HEILDARFJÖLDA ATVINNULAUSRA 52% 52% 50% 46% 44% 42% 47% 48% 50% 54% 56% 55% 54% júní ’14 maí ’14 apríl ’14 mars ’14 feb. ’14 jan. ’14 des. ’13 nóv. ’13 okt. ’13 sept. ’13 ágúst ’13 júlí ’13 júní ’13 ➜ Aldursskipting langtímaatvinnulausra í júní 85018–29 ára: 1.32730–49 ára: 91250+ ára: ➜ Langtímaatvinnulausir í júní 2014 í 6–12 mánuði 618 í meira en ár 680 karlar 1.298 í 6–12 mánuði1.005 í meira en ár786 kona1.791 FERÐAÞJÓNUSTA Framkvæmdir hefjast fljótlega við að reisa rafveitu og vatnsveitu við Dettifoss en það er einungis fyrsta skrefið í miklum framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á svæðinu. „Stefnan er að nýta náttúruöflin sem maður fær þarna beint í æð en án þess náttúrlega að virkja foss- inn,“ segir Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, í gaman- sömum tón. Rafveitan verður því með vindmyllur og sólarsellur. Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðs- vörður á norðursvæði Vatnajökuls- þjóðgarðs, segir að Dettifoss sé orð- inn fjöldaferðamannastaður en enn vanti upp á að aðstaðan standi undir því. Verið er að malbika veginn sem liggur norðan Dettifoss í átt til Ásbyrgis en hann er hluti af Dem- antshringnum svokallaða sem er vinsæl ferðamannaleið rétt eins og Gullhringurinn syðra. Stefnt er að því að Demantshringurinn verði allur orðinn malbikaður árið 2017. - jse Reisa vindmyllur og sólarsellur við Dettifoss og malbika Demantshringinn: Demantshringurinn pússaður HINN DRUNGALEGI DETTIFOSS Verið er að búa svo um einn demantinn í hringnum að allir geti notið hans. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BJÖRGUN Landhelgisgæslan held- ur í sumar áfram í sérverkefni sem felst í aðstoð við að bjarga líkamsleifum áhafnar banda- rískrar björgunarflugvélar sem fórst fyrir 70 árum á Grænlands- jökli. Um er að ræða Grumm- an J2F Duck sjóflugvél, en flak hennar fannst árið 2012. „Til viðbótar við þyrlu Land- helgisgæslunnar eru notuð skip og grænlenskar þyrlur en að verkefninu standa Bandaríkja- her, bandaríska strandgæslan og skyldar stofnanir,“ segir á vef Gæslunnar. - óká Gæslan áfram í sérverkefni: Bjargað úr flaki BÚNAÐUR FERJAÐUR Þrjár þyrlur voru við störf í vikunni. MYND/GÆSLAN LÖGREGLUMÁL Karlmaður á fimm- tugsaldri var á laugardag hand- tekinn á veitingastað í Aðalstræti þar sem hann hafði snætt steik og fleira en neitaði að borga. Samkvæmt lögreglu hefur maðurinn verið handtekinn dag- lega fyrir þjófnað, veitingasvik og önnur brot síðustu tvær vikur. Þá hefur maðurinn einnig sýnt af sér ógnandi framkomu gagn- vart því fólki sem hann svíkur í viðskiptum. - ih Handtekinn á hverjum degi: Fór út að borða en borgaði ekki VIÐSKIPTI Sala á Barbie-dúkkum dróst saman um fimmtán prósent á alþjóðlegum markaði á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Heildar- sala leikfangafyrirtækisins Mattel, sem framleiðir dúkkurn- ar, dróst saman um níu prósent á sama tíma og lækkuðu tekjur fyrir tækisins um 61 prósent. Sala á Barbie hefur nú minnkað um meira en tíu prósent síðustu fjóra af fimm ársfjórðungum um heim allan. Ef aðeins er horft til Norður-Ameríku, þar sem Barbie var búin til fyrir 55 árum, hefur salan minnkað um yfir tíu prósent síðustu átta ársfjórðunga í röð. Það virðist því vera að vinsæld- ir Barbie hafi runnið sitt skeið en sala á öðrum dúkkum Mattel, svo sem Monster High, hefur verið góð síðustu ár. - lkg Lægð hjá leikfangarisa: Barbie selst illa Vordís Eiríksdóttir veðurfréttamaður Veðurspá HLÝTT FRAM UNDAN en áfram má búast við stöku skúrum eða rigningu S- og V-lands næstu daga. Vindur yfirleitt frekar hægur og áttin suðlæg. Hiti verður þetta 10-22 stig og hlýjast verður á NA- og A-landi. 11° 3 m/s 12° 2 m/s 15° 3 m/s 11° 8 m/s Suðaustan 3-10 m/s. Suðaustan 5-13, hvassast S- og SV- lands. Gildistími korta er um hádegi 27° 31° 28° 24° 20° 26° 19° 26° 26° 25° 26° 34° 29° 33° 25° 30° 25° 24° 14° 2 m/s 13° 4 m/s 20° 5 m/s 12° 6 m/s 16° 2 m/s 10° 2 m/s 12° 2 m/s 15° 14° 13° 13° 13° 13° 21° 18° 18° 19° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MIÐVIKUDAGUR Á MORGUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.