Fréttablaðið - 21.07.2014, Side 14
FÓLK|HEIMILI
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og
þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið
fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512 5447
Strax eftir hrun árið 2008 jókst eftirspurn eftir notuðum hús-gögnum. Í kjölfarið komust
gamlir tekkskenkar, hansahillur og
ruggustólar, sem um tíma fóru beint á
haugana, aftur í tísku. Nú er svo komið
að þessir hlutir seljast á góðu verði
og er algengt að sjá þeim blandað við
nútímalegri hönnun. Ef vel tekst til
gefur það heimlinu hlýju. Þó sumir
þykist nú sjá merki um að nýtt 2007 sé
í aðsigi virðist ekkert lát á eftirspurn
eftir gömlum munum. Þá sér í lagi frá
sjöunda áratugnum.
Arnar Laufdal Aðalsteinsson, eig-
andi verslunarinnar Notað og nýtt
sem selur notuð húsgögn í umboðs-
sölu, þekkir vel til í þessum efnum en
hann hóf sams konar rekstur árið 1992
og rak verslun með notuð húsgögn í
fimmtán ár. „Ég hætti svo rekstri árið
2007. Þá var orðið mjög lítið að gera
enda langflestir að kaupa nýtt. Ég opn-
aði svo aftur fyrir þremur árum og nú
er landslagið allt annað. Fólk er miklu
meira að sækja í þetta gamla. Margir
vilja gera hlutina upp og mér finnst
fólk í raun ótrúlega duglegt við það.
Það er að pússa, lakka og hvítta og ég
veit líka dæmi þess að fólk fari með
hlutina á bólstrunarnámskeið.“
Arnar segir sixtíshúsgögn einna vin-
sælust og nefnir tekkskenka, -borð og
hansahillur. Hann segir þessa hluti fara
á fínu verði. Hann segir gömul og þung
antíkhúsgögn ekki jafn vinsæl enda séu
antíkverslanir að týna tölunni. „En svo
er fólk líka að kaupa þetta hefðbundna,
sem allir þurfa að eiga, eins og sófa-
sett, borð og stóla. Það skýrist ef til
vill líka af verðlagi á nýjum húsgögnum
en sæmilega vönduð ný sófasett geta
hæglega kostað fleiri hundruð þús-
und.“
Aðspurður segir Arnar það líka
vissulega gott fyrir umhverfið að
kaupa notað. „Og svo er það líka þjóð-
hagslega hagkvæmt.“
Arnar segist vera með talsvert af
fastakúnnum. „Fólk er oft að leita að
einhverju sérstöku og lítur þá reglu-
lega við. Það fer einn hring og dettur
svo að endingu niður á það sem leitað
er að. Það er alltaf skemmtilegt og það
er gaman að reka svona verslun í dag.“
■ vera@365.is
GEFA HEIMLINU HLÝJU
NOTAÐ Í BLAND VIÐ NÝTT Eftirspurn eftir notuðum húsgögnum hefur aukist
mikið eftir hrun og þá sér í lagi frá sixtístímabilinu. Í dag þykir fínt að blanda
notuðu við nýtt. Landslagið er gjörbreytt frá því á árunum fyrir hrun.
ALLT ANNAÐ Arnar rak
verslun með notuð hús-
gögn frá 1992 til 2007, en
þá var orðið mjög lítið að
gera. Hann opnaði Notað
og nýtt fyrir þremur árum
og segir landslagið nú allt
annað.
HLÝLEGT Það er
bókstaflega slegist
um suma tekkmuni og
algengt að sjá þá í bland
við nýrri húsgögn.
FJÖLBREYTT ÚRVAL AF
HURÐUM, FRAMHLIÐUM,
KLÆÐNINGUM OG EININGUM,
GEFA ÞÉR ENDALAUSA
MÖGULEIKA Á AÐ SETJA
SAMAN ÞITT EIGIÐ RÝMI.
25% AFSLÁT
TUR AF ÖLLU
M
ELDHÚSINN
RÉTTINGUM
ÚT JÚLÍ
AFSLÁTTUR
25
friform.is
TUPPERWARE LAGERSALAN
heldur áfram í Háholti 23, Mosfellsbæ alla virka daga til 31. júlí 2014
Mikið úrval af ferðavörum í útileguna.
40-60% afsláttur
Opið mánudaga-fimmtudaga
kl. 13:00-18:00 og föstudaga kl. 13:00-17:00.
Mirella ehf – Tupperware umboðið
Sími: 586 8050 Netfang: mirella@simnet.is
Hinn frægi spænski hönnuður
Patricia Urquiola hefur hannað
húsgagnalínu úr málmmöskva
fyrir spænska merkið Kettal.
Hún paraði saman tilbúin og
náttúruleg efni til að búa til sófa,
borð og stól fyrir línuna sem
hún kallar Mesh.
Bak og armar sófans eru mót-
uð úr álmöskva. Grunnur
sófans er úr
gegnheilum
viði en púðarn-
ir bólstraðir.
Borðið
er búið til
úr tveimur
álmöskvum sem mynda gagn-
stæð horn á borðinu.
Urquiola, sem býr og starfar
í Mílanó, er í framvarðarsveit
nútímahönnunar. Hún er lærður
arkitekt en tekst á við verkefni
í húsgagnahönnun, liststjórnun
og arkitektúr.
HÚSGÖGN ÚR MÖSKVA
Fallegur bekkur set-
ur svip á umhverfið.
Bekkurinn getur
verið við útidyr þar
sem pláss er eða
bara úti á verönd.
Á góðum dögum er
hægt að setja sessur
og púða á bekkinn
og tylla sér með
kaffibollann. Bekkir
hafa fengist hér á
landi, en einnig er
hægt að finna gamla
eldhúsbekki og mála
þá upp á nýtt.
Það er svo margt
skemmtilegt hægt
að gera í garðinum. Umhverfið verður meira aðlaðandi þegar sett
eru falleg húsgögn utanhúss. Gestum finnst þeir velkomnir að húsi
þar sem fallegur bekkur með púðum er við dyrnar. Ekki sakar að hafa
blóm í pottum í nálægð. Einnig er hægt að hafa trébekk úti á gras-
flöt meðal fallegra sumarblóma, jafnvel fleiri en einn. Með því nýtist
garðurinn betur því þá er hægt að setjast á bekkinn og slappa af á
milli garðverka.
AÐLAÐANDI UMHVERFI