Fréttablaðið - 21.07.2014, Síða 32
21. júlí 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 16
BAKÞANKAR
Berglindar
Pétursdóttur
Leikarinn James Garner lést á
heimili sínu í Los Angeles á laug-
ardaginn, 86 ára að aldri. Ekki
er ljóst hver dánarorsökin var en
James fékk alvarlegt heilablóðfall
árið 2008 og sást sjaldan opinber-
lega eftir það.
James Scott Bumgarner fæddist
þann 7. apríl árið 1928 í Norman í
Oklahoma í Bandaríkjunum. Móðir
hans lést þegar hann var fjögurra
ára og þá fluttist hann með bræðr-
um sínum tveimur til ættingja
sinna. Á unglingsárunum flutti
hann til föður síns í Los Angeles og
hætti í miðskólanum í Hollywood
til að sinna fyrirsætustörfum fyrir
Jantzen-baðföt.
„Ég hafði ekki áhuga fyrr en ég
heyrði að þeir borguðu 25 dollara á
tímann. Það var meira en skólastjóri
þénaði,“ sagði James í sjálfsævisögu
sinni the Garner Files sem kom út
árið 2011.
James sinnti
herskyldu í fjór-
tán mánuði og
barðist í Kóreu-
stríðinu. Fyrir
frammistöðu sína
var hann heiðrað-
ur með tveimur
fjólubláum hjört-
um, orðu sem
þeir sem særast
eða látast í bardaga fá.
James var frekar ómannblend-
inn og sagðist hvorki hafa áhuga á
leiklist né sótti hann leiklistarnám.
Hann flæktist í bransann alveg
óvart þegar vinur hans, Paul Greg-
ory, bauð honum hlutverk án orða
í Broadway-leikritinu The Caine
Mutiny Court-Martial sem leikstýrt
var af Charles Laughton og skartaði
Henry Fonda og Lloyd Nolan í aðal-
hlutverkunum.
„Ég lærði að hlusta. Vandamálið
með marga leikara er að þeir bíða
eftir línunum sínum, bíða eftir að
þeir geti talað. Þú verður hluti af
verkinu ef þú hlustar. Ég lærði að
gera aldrei ráð fyrir neinu. Það
hjálpaði mér mikið sem leikara,“
sagði James í viðtali við Archive of
American Television árið 1999.
James komst á samning hjá War-
ner Bros og fékk ýmis hlutverk árið
1956. Árið eftir landaði hann hlut-
verki sem hinn hnyttni kvennaljómi
Bret Maverick í sjónvarpsþáttunum
Maverick. Árið 1962 var honum sagt
upp í kjölfar verkfalls handritshöf-
unda. Þá kallaði kvikmyndabrans-
inn og lék hann í myndum á borð
við The Great Esacpe, Grand Prix
og Hour of the Gun. Árið 1974 fékk
hann síðan hlutverk einkaspæjarans
Jim Rockford í sjónvarpsþáttunum
The Rockford Files. James hlaut til-
nefningu til Emmy-verðlaunanna
sem besti leikari fyrir Rockford í
fimm ár í röð og fékk verðlaunin
árið 1977. Hann lék í eigin áhættu-
atriðum og var því þjakaður af hné-
og bakmeiðslum. Hann yfirgaf þátt-
inn árið 1980 og Universal fór í mál
við hann. Síðar fór hann í mál vegna
hagnaðar af endursýningum og tók
mörg ár að útkljá það.
James átti farsælan feril í leiklist-
inni. Hann fékk tilnefningu til Gol-
den Globe-verðlauna árið 1984 fyrir
sjónvarpsmyndina Heart sounds og
fékk tilnefningu til Óskarsverð-
launa árið 1985 fyrir Murphy‘s
Romance. Síðasta stórmyndin sem
hann fór með veigamikið hlut-
verk í var The Notebook frá árinu
2004. Í henni lék hann Duke. Í sjón-
varpi hlaut hann Emmy-verðlaunin
árið 1987 fyrir Promise og Golden
Globe-verðlaunin fyrir Decoration
Day árið 1990 og Barbarians at the
Gate þremur árum síðar.
James skilur eftir sig eiginkon-
una Lois Clarke en þau höfðu verið
gift í 56 ár. Þá skilur hann einnig
eftir sig dóttur og stjúpdóttur.
liljakatrin@frettabladid.is
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
NEW YORK DAILY NEWS
LOS ANGELES TIMES
SAN FRANCISCO CHRONICLE ROLLING STONE
BOSTON GLOBE
3D
DAWN . . . PLANET OF THE APES 3DLÚXUS
THE PURGE: ANARCHY
DELIVER US FROM EVIL
EARTH TO ECHO
AÐ TEMJA DREKANN 2 2D ÍSL. TAL
22 JUMP STREET
VONARSTRÆTI
DAWN . . . PLANET OF THE APES 3D
THE PURGE: ANARCHY
DELIVER US FROM EVIL
THE SALVATION
AÐ TEMJA DREKANN 2 2DÍSL. TAL
TRAIN. . . DRAGON 3DENS. TAL ÓTEXT.
22 JUMP STREET
FAULT IN OUR STARS
VONARSTRÆTI
KL. 5 - 8 - 10.45
KL. 5 - 8 - 10.45
KL. 10.20
KL. 8 - 10.35
KL. 3.40 - 5.45
KL. 3.30 - 5.45
KL. 10.30
KL. 5
KL. 6 - 9
KL. 10.10
KL. 10.40
KL. 8
KL. 5.45
KL. 5.45
KL. 10.40
KL. 8
KL. 5.20 - 8
-DV S.R.S
-T.V., BIOVEFURINN.IS-H.S.S., MBL
-D.M.S., MBL
SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas
Um daginn fór ég ein í bíltúr. Ekki eitthvað sem ég tek venjulega upp á,
enda virkur þátttakandi í aðförinni að
einkabílnum. Á þessum tiltekna tíma-
punkti fannst mér þetta þó vera eitthvað
sem ég þyrfti að gera. Ég vissi ekkert
hvert ég átti að keyra og innan fimm
mínútna var ég komin á sjálfstýringu
og lent aftur fyrir utan heimili mitt. Ég
ræsti því einhverjar gamlar stýringar
og keyrði sem leið lá í annað bæjar-
félag, á æskuslóðir.
ÉG ÓLST upp í Hafnarfirði. Í næstu
götu við Flensborgarskólann og Ham-
arinn. Þar sem ég brunaði framhjá
glaðlegum Göflurum með litla
Gaflara í barnavögnum fann ég
minningarnar streyma fram.
Ég er svo heppin að hafa átt
dásamlega æsku. Ég ólst upp
í lítilli götu þar sem bjuggu
góðir krakkar sem flestir áttu
góða foreldra og við lékum
okkur fallega úti á miðri götu
og leiðbeindum ökumönnum
frá Reykjavík sem voru að
leita að St. Jósefsspítala.
ÞAÐ VAR búið að gera upp húsið sem
hrekkjusvínið bjó í og mála húsið sem
skrítna konan átti í mjög undarlegum
lit. Búið að rífa sjoppuna. Taka rólóinn.
Breyta í einstefnugötu. En samt var allt
einhvern veginn eins. Kjarninn var sá
sami.
OG MITT móðurlega eðli hugsaði til
þriggja ára einkasonarins og minning-
anna sem við eigum eftir að eiga saman
frá æskuheimili hans. Kannski mun hann
eftir tuttugu ár vera í tilfinningalegu upp-
námi og keyra Bergstaðastrætið til þess
eins að sjá að það er búið að rífa æsku-
heimili hans og byggja hótel. Þið vitið.
OG EF íbúar Selvogsgötu hafa séð mig
öskurgrátandi úti í bíl fyrir nokkrum
dögum vil ég bara láta vita að það er allt
í lagi með mig, ég er bara uppfull af alls
konar nýjum tilfinningum eftir að ég eign-
aðist barn. Og hef smá áhyggjur af miðbæ
Reykjavíkur.
SVO VAR líka verið að spila Blue með
Beyoncé í útvarpinu. Og Kári er minn
Blue Ivy.
Tilfi nningar í bíl
Tónlistarmaðurinn Adam Levine
og fyrirsætan Behati Prinsloo
giftu sig í Los Cabos í Mexíkó á
laugardaginn.
Um þrjú hundruð gestir fögn-
uðu með turtildúfunum, þar á
meðal leikararnir Jonah Hill og
Jason Segel og fyrirsæturnar Erin
Heatherton og Candice Swanepo-
el. Behati klæddist brúðarkjól frá
Marchesa.
Adam og Behati byrjuðu að deita
í júní árið 2012. Þau hættu saman
í stuttan stund en þegar þau byrj-
uðu aftur saman í fyrra var Adam
fljótur að fara á skeljarnar. - lkg
Í það heilaga
HAMINGJUSÖM Hjónin fara í brúðkaups-
ferð til Suður-Afríku. NORDICPHOTOS/GETTY
Varð leikari alveg óvart
Stórleikarinn James Garner lést á heimili sínu á laugardaginn, 86 ára að aldri. Hann vann fyrir sér sem fyrir-
sæta á unglingsárunum og ætlaði aldrei að verða leikari. Hann skilur eft ir sig eiginkonu, dóttur og stjúpdóttur.
7. APRÍL 1928–
19. JÚLÍ 2014
56 ÁRA HJÓNABAND James með
eiginkonu sinni Lois Clarke.
Óskarinn
Tilnefningar: 1
Verðlaun: 0
Golden Globe
Tilnefningar: 12
Verðlaun: 3
Primetime Emmy
Tilnefningar: 14
Verðlaun: 2
Screen Actors Guild
Tilnefningar: 4
Verðlaun: 1 (fyrir ævistarfið)
Verðlaunaleikari
Ég lærði að hlusta.
Vandamálið með marga
leikara er að þeir bíða
eftir línunum sínum,
bíða eftir að þeir geti
talað. Þú verður hluti af
verkinu ef þú hlustar. Ég
lærði að gera aldrei ráð
fyrir neinu. Það hjálpaði
mér mikið sem leikara.
James Garner
EINKASPÆJARI James
Garner í hlutverki sínu
sem einkaspæjarinn
Jim Rockford.
Save the Children á Íslandi
PLANET OF THE APES 5, 8, 10:15(P)
THE PURGE: ANARCHY 8, 10:40
AÐ TEMJA DREKAN SINN 2D 5
22 JUMP STREET 5, 8
MILLION WAYS TO DIE IN THE WEST 10:20
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
POWERSÝNINGKL. 10:15