Fréttablaðið - 21.07.2014, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 21.07.2014, Blaðsíða 34
21. júlí 2014 MÁNUDAGUR| SPORT | 18 Mörkin: 0-1 Arnar Már Björgvinsson (35.), 0-2 Rolf Toft (37.), 1-2 Ásgeir Örn Arnþórsson (37.), 1-3 Niclas Vemmelund. FYLKIR (4-3-3): Björn Hákon Sveinsson 4 - Stefán Ragnar Guðlaugsson 4, Kristján Valdimarsson 5, Ásgeir Eyþórsson 5, Tómas Joð Þorsteinsson 5 - Elís Rafn Björnsson 5, Oddur Ingi Guðmunds- son 6, Ásgeir Örn Arnþórsson 5 (80. Agnar Bragi Magnússon -) - Gunnar Örn Jónsson 4 (46. Albert Brynjar Ingason 6), Andrew Sousa 4 (64. Kjartan Ágúst Breiðdal 6), Andrés Már Jóhannesson 6. STJARNAN (4-3-3): Xngvar Jónsson 8 - Niclas Vemmelund 6, Martin Rauschenberg 7, Daníel Laxdal 7, Hörður Árnason 6 - Michael Præst 7, Atli Jóhannsson 5 (46. Snorri Páll Blöndal 6), Pablo Punyed 5 (80. Þorri Geir Rúnarsson -) - Atli Freyr Ottesen 4 (60. Jóhann Laxdal 6), Arnar Már Björg- vinsson 8, Rolf Toft 7. Skot (á mark): 17-6 (6-4) Horn: 5-7 Varin skot: Björn 1 - Ingvar 5 1-3 Fylkisvöllur Áhorf: 846 Kristinn Jakobsson (6) eftir William Shakespeare B ra n d en b u rg Tryggðu þér miða í síma 528 5050, á midi.is og harpa.is Shakespeare’s Globe á Íslandi www.harpa.is/hamlet Fyrsta leikhúsuppfærslan í Eldborg 23. júlí kl. 19:30 Hamlet Mörkin: 0-1 Aron Bjarki Jósepsson (28.), 0-2 Kjartan Henry Finnbogason (35.), 0-3 Almarr Ormarsson (37.), 1-3 Tonny Mawejje (40.), 1-4 Gary Martin (58.). VALUR (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson 5 - Billy Berntsson 5, Magnús Már Lúðvíksson 4, Mads Lennart Nielsen 4, Bjarni Ólafur Eiríksson 5 - Tonny Mawejje 6, Kristinn Freyr Sigurðsson 5 (71., Sigurður Egill Lárusson -), Iain James Williamson 5 - Kristinn Ingi Halldórsson 4 (60., Daði Bergsson 5), Kolbeinn Kárason 3 (46., Patrick Pedersen 5), Arnar Sveinn Geirsson 3. KR (4-3-3): Stefán Logi Magnússon 6 - Haukur Heiðar Hauksson 6 (75., Egill Jónsson -), Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6, Aron Bjarki Jósepsson 6, Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 (60., Gunnar Þór Gunnarsson 5) - Jónas Guðni Sævarsson 6, Baldur Sigurðsson 7, Almarr Ormarsson 6 - Kjartan Henry Finnbogason 7, Gary Martin 8* (65., Þorsteinn Már Ragnarsson 5), Emil Atlason 6. Skot (á mark): 8-10 (3-7) Horn: 4-4 Varin skot: Fjalar 3 - Stefán 2 1-4 Vodafonevöllur Áhorf: 832 Erlendur Eiríksson (7) Mörkin: 0-1 Víðir Þorvarðarsson (5.), 0-2 Jonathan Glenn (92.). ÍBV (4-3-3): Abel Dahira 5 - Jökull Elísabetarson 6, Eiður Aron Sigurbjörnsson 7, Brynjar Gauti Guðjónsson 7*, Matt Garner 6 - Gunnar Þor- steinsson 7, Ian Jeffs 6, Atli Fannar Jónsson 6 - Víðir Þorvarðarson 6 (82., Arnar Bragi Bergsson -), Jonathan Glenn 6, Dean Martin 6 (82., Jón Ingason -). FRAM (4-3-3): Hörður Fannar Björgvinsson 4 - Orri Gunnarsson 5, Ingiberg Ólafur Jónsson 5, Tryggvi Sveinn Bjarnason 5, Ósvald Jarl Traustason 6 - Jóhannes Karl Guðjónsson 5, Hafsteinn Briem 5 (41., Aron Þórður Albertsson 4), Viktor Bjarki Arnarsson 5 - Haukur Baldvinsson 4 (71., Aron Bjarnason), Alexander Már Þorláksson 4 (58., Ás- geir Marteinsson), Arnþór Ari Atlason 4.. Skot (á mark): 8-7 (6-3) Horn: 4-6 Varin skot: Abel 3 - Hörður 4 2-0 Hásteinsvöllur Áhorf: 441 Þóroddur Hjaltalín (5) MMA „Ég gerði ein mistök og hann nýtti sér þau. Gunnar er mjög góður. Hann er afar klók- ur og auðmjúkur sigurvegari,“ sagði Zak Cummings eftir að hafa tapað fyrir Gunnari Nelson á UFC- kvöldi í Dublin. Eftir rólega fyrstu lotu keyrði Gunnar upp hraðann í næstu lotu, náði Cummings í gólfið og klár- aði hann fljótt. Ótrúlegur bardagi og er Gunnar nú búinn að keppa fjórtán sinnum í MMA án þess að tapa. Hann gerði jafntefli í fyrsta bardaga sínum árið 2007 en síðan hefur hann pakkað andstæðingum sínum saman. „Ég vissi að þetta væri reynd- ur glímumaður og það sýndi sig. Hann vissi vel hvað hann var að gera og varðist vel. Hann hélt mér frá sér og það tók mig tíma að lesa í hann. Ég pressaði hann meira í annarri lotu og þá kom þetta. Það hefði verið gott að klára fljótt en það sem er mikilvægara er að klára bardaga örugglega. Ég passa upp á að fara ekki of geyst,“ segir Gunnar en það sá ekki á honum eftir bardagann. Stemningin í 02 Arena var hreint rosaleg á kvöldinu og vanir menn sögðust aldrei hafa komið í aðra eins stemningu. Er Conor McGregor vann lokabardagann sturlaðist allt og menn fleygðu bjórglösunum upp í loft. Það flugu hundruð lítra af bjór út um allt. „Ég hef aldrei upplifað annað eins. Lætin og orkan í áhorfend- um var ótrúleg. Þetta var alveg fáránlegt. Ég tek venjulega ekki of mikið eftir áhorf- endum en þetta var eins og á risastórum fótboltavelli þar sem allt var trufl- að,“ segir Gunnar en mest mældist hávað- inn 111 desibel en á rokktónleikar ku það vera 110 desibel. Þetta var alvöru. Írarnir gjörsamlega elska Gunnar og hann fékk frábæran stuðning úr stúkunni. „Ég hef verið svo mikið hérna að það er fullt af fólki hér sem taldi mig vera írskan en ég veit ekki hvort það er þannig enn í dag,“ segir Gunnar og glottir. Nú spyrja menn hvað bíði Gunn- ars næst. Hann vill fá að reyna sig gegn einhverjum af þeim bestu í sínum flokki en forseti UFC, Dana White, segist vilja bíða aðeins með Gunnar. „Hann sagðist ekki vera hlynnt- ur því að rífa svona unga menn strax upp. Mér finnst þetta hafa verið nógu hægt og ég held að næsti bardagi verði gegn einum af fimm bestu. Ég held að það sé ekki spurning og ég hugsa að Dana verði við bón minni.“ Gunnar og þrír Írar sem börðust á laugardag eru undir handleiðslu þjálfarans John Kavanagh og allir strákarnir hans unnu. Gunnar ber Kavanagh afar vel söguna. „Ég hef aldrei farið í eins góðar æfinga- búðir og fyrir þennan bar- daga. John er þjálfar- inn. Ég hef alltaf vitað það og núna vita fleiri það. Hann er snill- ingur og klár í að vinna með ólíkum mönn- um. Hann á mikið í mér og ég tók mikið frá honum,“ sagði Gunnar sáttur við þjálfarann sinn. Næst keppi ég við einn af þeim bestu Gunnar Nelson er enn ósigraður í UFC eft ir að hann hengdi Bandaríkjamanninn Zak Cummings í annarri lotu á bardagakvöldi í Dublin. Gunnar segir að nú sé kominn tími til að hann sláist við stóru strákana í hans fl okki. Á FÖRUM Kristján Gauti hefur verið frábær á tímabilinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR Í KLÓNUM Zak Cummings átti litla möguleika gegn Gunnari eftir að Gunnar náði honum í gólfið í annarri lotu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is Frá Dublin FÓTBOLTI Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, staðfesti í samtali fyrir íþrótta- deild 365 í gær að FH-ingum hefði borist tilboð í Kristján Gauta Emilsson frá NEC Nijmegen í Hol- landi. Félagið er að skoða tilboð- ið en það er enn langur vegur í að málið væri í höfn og óvíst hvernig því myndi lykta. Ef félögin komast að samkomu- lagi og Kristján Gauti semur við félagið verður það í annað sinn sem hann fer í atvinnumennsku en hann er aðeins 21 árs gamall. Kristján gekk til liðs við Liverpool þegar hann var sextán ára gamall en sneri aftur til FH á síðasta ári. Það er hinsvegar ljóst að verði það niðurstaðan að Kristján Gauti yfirgefi FH í glugganum þurfi félagið að leita að öðrum fram- herja. Félagið samþykkti í gær að Albert Brynjar Ingason færi á láni til Fylkis. Það liggur því fyrir að yfirgefi Kristján Gauti FH þá þurfi félagið að leita að nýjum framherja. Jón Rúnar vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um málið og sagði að það væri í vinnslu og að slík mál tækju sinn tíma. - kpt FH í viðræðum við NEC Nijmegen FORMÚLA 1 Nico Rosberg á Merce- des kom fyrstur í mark í þýska kapp- akstrinum í Formúlunni í gær. Sigur- inn var gríðarlega sætur fyrir Rosberg sem fæddist í Wiesbaden sem er aðeins rúmlega 100 kílómetrum frá Hockenheim-brautinni þar sem kapp- aksturinn fór fram í gær. Sigurinn í gær var öruggur en Rosberg var fremstur í ræsingunni og hélt öruggu forskoti allt til loka. Tryggði Rosberg Mercedes fyrsta sigur liðsins í þýska kappakstrinum í sextíu ár, frá því að Juan Manuel Fangio kom fyrstur í mark á Mercedes árið 1954. Liðsfélagi Rosberg hjá Merce- des, Lewis Hamilton, átti hins vegar sennilega bestu frammistöðu dagsins. Honum var refsað fyrir að skipta um vél í bílnum í gær meðan á tímatökunni stóð og var hann í 20. sæti í upphafi aksturs. Með liprum akstri náði hann að vinna sig smátt og smátt upp listann og endaði hann á verðlaunapalli í þriðja sæti. Rosberg er með fjórtán stiga for- skot á liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Hamilton, þegar keppnin er rúmlega hálfnuð. Daniel Ricciardo hjá Red Bull situr í þriðja sæti, sjötíu stigum á eftir Hamilton og eru möguleikar hans á heimsmeistaratitli ökuþór- anna nánast úr sögunni. - kpt Rosberg sigraði á heimavelli ÁNÆGÐUR Rosberg sigraði á heima- velli í Formúlunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY ÞÓR (4-5-1): Sandor Matus 8* - Sveinn Elías Jónsson 6, Atli Jens Albertsson 5 (57. Jóhann Þórhallsson 5), Orri Freyr Hjaltalín 5, Ingi Freyr Hilmarsson 4 - Hlynur Atli Magnússon 5, Ármann Pétur Ævarsson 5, Orri Sigurjónsson 5, Jóhann Helgi Hannesson 5, Sigurður Marinó Kristjáns- son 5 (68. Kristinn Þór Björnsson -) - Chukwudi Chijindu 7. KEFLAVÍK (4-5-1): Jonas Sandqvist 6 - Magnús Þórir Matthíasson 5, Aron Jafetsson 5, Einar Orri Einarsson 5, Unnar Már Unnarsson 5 - Jóhann Birnir Guðmundsson 5 (60. Magnús Þorsteinsson 5), Bojan Ljubicic 5 (82. Sigurbergur Elísson -), Sindri Snær Magnússon 6, Frans Elvarsson 5 (71. Paul McShane -), Elías Már Ómarsson 7 - Hörður Sveinsson 5. . Skot (á mark): 10-12 (3-5) Horn: 8-7 Varin skot: Sandor 5 - Jonas 3 0-0 Þórsvöllur Áhorf: 595 Ívar Orri Kristjánss. (4) GOLF Rory McIlroy varð í gær þriðji yngsti kylfingurinn í sögunni til þess að vinna þrjá af fjórum stærstu titl- unum sem keppt er um í golfi þegar hann sigraði Opna breska meistaramótið. Rory lék lokahringinn á einu höggi undir pari sem dugði honum þrátt fyrir stórsókn frá spænska kylfingnum Sergio Garcia. Fyrir daginn var Rory með sex högga forskot á næsta mann og hafði engin veik- leikamerki sýnt. Garcia var hins vegar ekki á því að gefast upp og minnkaði muninn niður í tvö högg á tíundu holu. Það virtist hins vegar vera vakningin sem Rory þurfti. Hann setti aftur í gír og hélt forskotinu það sem eftir lifði hringsins. Í heildina lék Rory á sautján höggum undir pari á mótinu. Með sigrinum í gær hefur Rory sem er aðeins 25 ára unnið þrjá af fjórum stærstu titlunum sem í boði eru í golfi. Eina mótið sem eftir stendur er Masters-mótið sem fer fram á Augusta-vell- inum á ári hverju. - kpt Sannfærandi sigur hjá Rory í Liverpool SPORT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.