Fréttablaðið - 26.07.2014, Page 2
26. júlí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2
Yfirvöld í Suður-Afríku
hafa samþykkt danskt
samkynhneigt par sem
foreldra og komu hinir ný-
bökuðu foreldrar, Thomas
Møller og Rasmus Holm,
nýlega heim til Danmerkur
með um níu mánaða gamla
dóttur. Framkvæmdastjórar Íslenskrar ættleiðingar og
Samtakanna ´78 fagna tíðindunum og vonast til að
fleiri samkynhneigðir fái að ættleiða börn.
Samkynhneigðir fá að
ættleiða frá Suður-Afríku
MANNLÍF Flestir vita að Sigurður G. Tóm-
asson liggur ekki á skoðunum sínum en
færri vita að það á við um fleira í fórum
hans því hann hefur gefið þjóðinni eina
frægustu fiðlu landins. Hún var smíðuð í
kringum 1880 í Þýskalandi og var í eigu
áhrifamanna í íslenskri tónlistarsögu.
Hann hefði sjálfsagt getað selt hana,
„en þetta er gripur sem á að vera í eigu
þjóðarinnar,“ segir Sigurður. „Það borg-
ar sig ekki að fara með gömul hljóðfæri
á Þjóðminjasafnið því maður veit ekki
hvernig búið er að hljóðfærum þar en það
þarf að passa gömul strengjahljóðfæri
mjög vel.“ Úr varð að hann færði Tón-
listarsafni Íslands fiðluna, enda segir
útvarpsmaðurinn að þar sé unnið frá-
bært starf og nokkur sögufræg hljóð-
færi séu þar fyrir.
Fiðluna átti Þórarinn Guðmundsson,
en hann var fyrstur íslenskra fiðluleik-
ara til að læra listgrein sína í erlendum
tónlistar skóla. Eflaust kannast aðeins
þeir fróðustu við nafnið, enda spá fáir í
hver samdi lagið þegar þeir söngla „Yfir
kaldan eyðisand“ í söngvímu en það var
einmitt Þórarinn sem gerði ljóð Krist-
jáns Jónssonar Fjallaskálds að lagi.
Einnig samdi hann lagið „Þú ert yndið
mitt yngsta og besta“. Hann samdi svo
og lagið við ljóð Jóhannesar úr Kötlum
„Land míns föður“ og var það frumflutt
á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum árið
1944. Ólíklegt er að nokkurt þeirra sé
samið á þessa fiðlu því hana brúkaði Þór-
arinn til æfinga á lærlingsárum.
Fiðluna fékk Sigurður í arf frá Guð-
mundi Guðmundssyni, bróður fiðluleik-
arans. Guðmundur átti að nota hana til
æfinga sem ekkert varð úr. „Guðmundur
var mágur pabba míns og ég ólst mikið
upp á heimili þeirra hjóna en þau áttu
engin börn,“ segir Sigurður.
Ekki er öll sagan sögð því Sigurður
segir allt benda til þess að þessi sögu-
fræga fiðla sé sú sama og Söngfélagið
Harpa gaf Jónasi Helgasyni þegar hann
lét af söngstjórn þar árið 1887.
Hún er nú í spilahæfu formi en var þó
ekki fýsileg þegar Sigurður fékk hana.
Ívar sonur Þórarins, sem var fiðlu smiður,
hafði þurft að nýta úr henni eitt og annað
á haftaárunum þegar erfitt var að fá
efni. En Sigurður átti hauk í horni því
Hans Jóhannsson kom henni í samt lag
og fræddi eigandann í leiðinni um eitt
og annað sem hjálpaði honum að rekja
sögu hennar. Hún er nú undir sama þaki
og selló Erlings Blöndals Bengtssonar
en það selló má sjá í styttuformi í fangi
Erlings fyrir utan Háskólabíó.
jse@frettabladid.is
FRÉTTIR
FIMM Í FRÉTTUM NÝR LÖGREGLUSTJÓRI OG ELDHEITUR KNATTSPYRNUUNNANDIGLEÐIFRÉTTIN
VIKAN 19.07.➜25.07.2014
Það borgar sig ekki að
fara með gömul hljóðfæri á
Þjóðminjasafnið því maður
veit ekki hvernig búið er að
hljóðfærum þar en það þarf
að passa gömul strengjahljóð-
færi mjög vel.
Edda Garðarsdóttir, fyrr-
verandi fyrirliði landsliðsins
í fótbolta, dæmdi leik Fjölnis
og Hamranna í fyrstu deild
kvenna í knattspyrnu á sunnu-
daginn fyrir viku.
Guðbrandur Bogason öku-
kennari vill hærri bílprófsaldur
til þess að fækka megi enn
frekar slysum í umferðinni.
Með breyttum kennsluháttum
hefur þó náðst mikill árangur í
að fækka slysum undanfarin ár.
Kristín Anný Jónsdóttir, segir
að sala á ferðavögnum gangi
vel, en rigningin setji þó strik
í reikninginn. Hjólhýsi seljast
mun betur en fellihýsi og
tjaldvagnar.
Sigríður Björk Guð-
jónsdóttir, fyrrverandi
lögreglustjóri á Suður-
nesjum, hefur verið
skipuð lögreglustjóri á
höfuðborgarsvæðinu. Hún
er fyrsta konan til að gegna því embætti.
➜ Ásdís María
Viðarsdóttir
er einn af skipuleggj-
endum Druslugöng-
unnar. Hún greindi
nýverið frá kyn-
ferðisofb eldi
sem hún
varð fyrir.
LAUGARDAGUR Gunnar Nelson yfirvegaður Bardaga-
kappinn Gunnar Nelson kom, sá og sigraði í Dyflinni á Ír-
landi á laugardag. Hann lagði Zak Cummings þegar nokkrar
sekúndur voru eftir af annarri lotu í bardaga þeirra.
SUNNUDAGUR John Kerry styður Ísrael Utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, gaf út yfirlýsingu þess
efnis að Bandaríkjastjórn styddi rétt Ísraela til að verja
sig gegn árásum frá Hamas. Ummælin hafa mætt mikilli
gagnrýni.
MÁNUDAGUR Risavaxið berghlaup í Öskju Vís-
indamenn reyna nú að finna orsakir þess að gríðarstór
aurskriða féll ofan í Öskjuvatn á mánudagskvöld. Skriðan
orsakaði 120 metra flóðbylgju á svæðinu sem náði inn að
Víti. Sem betur fer var enginn á svæðinu þegar skriðan féll.
ÞRIÐJUDAGUR Aðskilnaðarsinnar standa sig Stefán
Haukur Jóhannesson, sem starfar fyrir eftirlitssveit Öryggis-
og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, segir að aðskilnaðar-
sinnar hafi gengið rétt frá líkamsleifum þeirra tæplega 300
sem létust þegar malasísk farþegaþota var skotin niður yfir
austurhluta Úkraínu í síðustu viku.
MIÐVIKUDAGUR Eygló bregst við fréttum Félags-
málaráðherra, Eygló Harðardóttir, brást hratt við fréttum
Fréttablaðsins um langtímaatvinnuleysi kvenna yfir fimm-
tugu. Hún óskaði eftir samstarfi við Félag eldri borgara og
Vinnumálastofnun til að finna lausn á vandanum.
FIMMTUDAGUR 700 fallnir borgarar á Arnarhóli
Fréttablaðið birti mynd af fjöldagjörningi á Arnarhóli í
tilefni aðgerða Ísraelshers á Gasa-svæðinu. Sjö hundruð
Íslendingar lögðust niður á Arnarhóli til þess að tákna þá
Palestínumenn sem hafa látist vegna framgangs Ísraels
síðastliðnar vikur.
FÖSTUDAGUR Ætlar ekki að taka þátt í kostnaði
„Við hjá borginni óskuðum
ekki eftir þessari upp-
færslu á flóðljósum heldur
Knattspyrnusamband
Evrópu. Því er eðlilegt að
knattspyrnuhreyfingin
beri kostnaðinn en ekki
Reykjavíkurborg.“
S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, tekur fyrir það að Reykja-
víkurborg muni borga nýja fl óðlýsingu á Laugardalsvelli.
ht.is
AUGLÝSINGASKJÁIR
UPPLÝSINGASKJÁIR
SKJÁVEGGIR
Heimilistæki söludeild, 5691520, sala@ht.is
EFNAHAGSMÁL Jón Á. Ágústs-
son, einn af fyrrverandi eig-
endum Invent Farma, var greið-
andi hæstra opinberra gjalda
á Íslandi á síðasta ári. Jón og
nokkrir félagar hans seldu hlut
sinn í Invent Farma á síðasta ári.
Jón greiddi tæpar 412 milljónir
króna á síðasta ári. Útgerðarmenn
eru fyrirferðamiklir á lista yfir
hæstu gjaldendur. Næst á eftir
Jóni kemur Guðbjörg M. Matthías-
dóttir, útgerðarkona í Vestmanna-
eyjum sem meðal annars á stóran
hlut í Ísfélaginu, Kvos, Árvakri og
fleiri félögum. Guðbjörg greiddi
rúmar 389 milljónir í opinber
gjöld.
Á eftir Guðbjörgu kemur Ingi-
björg Björnsdóttir með 239 millj-
ónir greiddar og Kristín Vil-
hjálmsdóttir með 237 milljónir, en
þær seldu báðar hlut í HB Granda.
Ingibjörg Björnsdóttir er ekkja
Árna Vilhjálmssonar, fyrrverandi
stjórnarformanns fyrirtækisins.
Frændurnir Þorsteinn Már
Baldvinsson og Kristján Vil-
helmsson koma næstir þeim, en
Þorsteinn greiddi 211 milljónir og
Kristján tæpar 190 milljónir. - jhh
JÓN ÁRNI ÁGÚSTSSON
GREIÐANDI HÆSTRA OPINBERRA GJALDA
Greiðir tæpar 412 milljónir króna
vegna ársins 2013.
GUÐBJÖRG M. MATTHÍASDÓTTIR
GREIÐANDI NÆSTHÆSTRA GJALDA
Greiðir tæpar 389 milljónir króna
vegna síðasta árs.
Skattakóngur ársins 2013 seldi hlut sinn í lyfjafyrirtækinu Invent Farma:
Skattakóngur greiddi 412 milljónir
Færir Tónlistarsafni
Íslands aldargamla fiðlu
Sigurður G. Tómasson lét Tónlistarsafni Íslands eftir eina frægustu fiðlu landsins. Hún var
smíðuð í Þýskalandi á síðari hluta 19. aldar. Margir hafa raulað lög eftir fyrrverandi eiganda.
SIGURÐUR LÆTUR FIÐLUNA AF HENDI Eflaust lærði tónskáldið sitthvað á þessa fiðlu sem kom
að gagni þegar hann samdi „Land míns föður.“ MYND/TÓNLISTARSAFN ÍSLANDS