Fréttablaðið - 26.07.2014, Qupperneq 14
26. júlí 2014 LAUGARDAGUR14
Ég var beðin að vera með þessa leiðsögn vegna þess að ég skrif-aði mastersritgerðina mína um sögu sam-kynhneigðra á Íslandi
í gegnum tíðina og leitaði svo-
lítið í þjóðsögurnar okkar,“ segir
Særún Lísa Birgisdóttir þjóð
fræðingur, spurð um hvað leið-
sögn hennar í Árbæjarsafni á
morgun klukkan 15 snúist. „Mig
langaði að komast að því hvort
það væri hægt að finna einhver
merki um samkynhneigð í þjóð-
sögunum, þótt það væri undir
rós.“
Særún segist munu fjalla um
hvernig þöggunin hefur verið
fylgifiskur samkynhneigðar
frá örófi alda og hvað sam-
kynhneigðir eru ósýnilegir í
íslenskri sögu. „Ég tengi þetta
við huldufólks- og útilegumanna-
sögur. Það sem fólk gat ekki sagt
og mátti ekki segja var nefnilega
ofið inn í þær, þannig að kannski
er hægt, án allrar ábyrgðar, að
setja á sig gleraugun og skoða
sögurnar okkar út frá þessum
sjónarhóli.“
Forsaga málsins er að Borgar-
sögusafn Reykjavíkur hafði sam-
band við Samtökin ’78 í þeim til-
gangi að leita upplýsinga um það
hvort á einhvern hátt væri hægt
að tengja sögu samkynhneigðra
við safnkostinn, en það reyndist
hægara sagt en gert. „Þeir vissu
af mér og mastersritgerðinni
og báðu mig að koma og kynna
efni hennar. Það er kannski ekki
beint hægt að tengja Árbæjar-
safn og samkynhneigð en ég
ætla að reyna, svona lauslega,
að nota safnkostinn til að varpa
ljósi á þessa sögu.“
Særún segist hafa komist að
því við rannsóknir sínar fyrir
ritgerðina að það sé nánast
hvergi minnst á samkynhneigða
í íslenskum gagnasöfnum. „Það
var ekki fyrr en upp úr miðri
síðustu öld sem fólk fór að tjá
sig um að það hefði þekkt ein-
hverja samkynhneigða áður fyrr.
Reyndar er talað um samkyn-
hneigð í Íslendingasögunum, þar
var versta níð sem hægt var að
segja um mann að hann væri
argur, en eftir siðaskipti hverfa
þeir gjörsamlega úr heimildum.
Ef einhver var grunaður um
að hneigjast mögulega til sama
kyns var talað um að hann væri
þjófóttur, eða eitthvað annað
fundið á hann. Hann er góður til
kvenverka, var stundum sagt um
þá og mjög snyrtilegir, sem þótti
sérstakt, en það er aldrei sagt
hreint út að þeir séu hommar.“
Hvað samkynhneigðar konur
varðar segir Særún þær algjör-
lega vanta í þjóðsögur og heim-
ildir. „Þær eru algjörlega ósýni-
legar. Ég fann nákvæmlega ekki
neitt um samkynhneigðar konur.
Það virðist bara engum hafa
dottið það í hug að konur gætu
hneigst til sama kyns.“
Eru álfar kannski hommar?
Særún Lísa Birgisdóttir þjóðfræðingur verður með forvitnilega leiðsögn í Árbæjarsafni á morgun.
SÆRÚN LÍSA BIRGISDÓTTIR „Ég tengi þetta við huldufólks- og útilegumannasögur. Það sem fólk gat ekki sagt og mátti ekki
segja var nefnilega ofið inn í þær.“ FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Friðrika
Benónýsdóttir
fridrikab@frettabladid.is
FR
ÉT
TA
BL
AÐ
IÐ
/D
AN
ÍE
L
HELGIN
26. júlí 2014 LAUGARDAGUR
FARÐU
HLUSTAÐU
LESTU
HORFÐU...
Á LAGIÐ TARANTÚLUR
með rappsveitinni Úlfur Úlfur
sem er skipuð þeim Arn ari
Frey og Helga Sæ mundi. Góð upp-
hitun fyrir plötuna þeirra sem kemur
út í október.
MEÐ BÖRNIN Á BARNA-
DAGINN í Viðey á morgun.
Þar verður barnajóga og
fjörug barnamessa, skátarnir stjórna
leikjum og furðuverur heilsa upp á
krakkana.
ÍSLENSK ÚRVALSLJÓÐ valin
af Guðmundi Andra Thors-
syni. Bók sem inniheldur úrval
gamalla íslenskra ljóða og hvað er
nú huggulegra í rigningunni en sitja
við kertaljós og lesa ljóð fyrir ástina
sína?
„Þetta verður að mestu leyti nýtt efni af
sólóplötu sem ég er að vinna,“ segir Sigur-
laug Gísladóttir, öðru nafni Mr. Silla, um
dagskrá tónleikanna sem hún heldur í
Mengi í kvöld. „Ég hef aldrei spilað þessi
lög fyrir áhorfendur áður og hlakka
mikið til.“
Mr. Silla er nafnið sem Silla notar
þegar hún kemur fram ein en hún segir
það ekki hafa neina karllæga merkingu.
„Þetta er bara gælunafn sem vinur
minn byrjaði að kalla mig fyrir fyrir
mörgum árum og það festist við mig
þannig að ég ákvað að nota það sem
listamannsnafn.“
Auk sólóferilsins kemur Silla fram
með múm, Snorra Helgasyni, Mice Parade
og Low Roar þannig að hún hefur nóg að
gera í tónlistinni. Reyndar er hún líka
útskrifaður myndlistarmaður úr LHÍ og
hefur unnið töluvert við myndlist, en segir
tónlistina hafa orðið ofan á. „Stundum sam-
ræmi ég nú tónlistina og myndlistina, þetta
skiptist töluvert á.“
Myndlistarkonan skín í gegn í búningum
Sillu á sviði, sem hún segist hafa lagt mikið
upp úr í gegnum tíðina, en hún segist reynd-
ar ekki enn vera búin að ákveða í hverju
hún ætli að vera í kvöld, það sé minna atriði
en áður. „Ég er svona aðeins að þreifa fyrir
mér að spila þetta „læf“ í kvöld, en það er
aldrei að vita hvað gerist á sviðinu.“ - fsb
Á THE IDES OF MARCH
á RÚV í kvöld kl. 23.10.
Pólitískur þriller
í leikstjórn George
Clooney sem jafn-
framt leikur annað
aðalhlutverkið.
Hitt aðalhlut-
verkið leikur Ryan
Gosling og Philip
Seymour
Hoffman
heitinn á
stórleik í
sínu hlut-
verki.
Þessa
verður
þú að
sjá.
Ef einhver var
grunaður um að hneigjast
mögulega til sama kyns
var talað um að hann
væri þjófóttur, eða
eitthvað annað fundið á
hann.
Aldrei að vita hvað gerist á sviðinu
Mr. Silla frumfl ytur efni af nýrri sólóplötu í Mengi í kvöld. Hlakkar til að fá viðbrögð áheyrenda í fyrsta sinn.
MR. SILLA
„Þetta er bara
gælunafn sem
vinur minn byrj-
aði að kalla mig
fyrir mörgum
árum og festist
við mig.“
Maggi mix, sjónvarpsstjarna og gleðigjafi
Vinnur í vefsíðu og hreyfi r sig
„Ég er að vinna í nýrri síðu á Facebook undir
nafninu Mixarinn, þar gef ég sparnaðarráð og
fer yfir þjóðfélagsmálin. Ég ætla líka að hreyfa
mig og hjóla mikið og jafnvel kíkir maður í
miðbæinn. Það er brjálað að gera hjá kallinum.“
María Lilja Þrastardóttir
fjölmiðlakona
Druslugangur
„Helgin mín mun að mestu
fara í Druslugang og aðra
óhlýðni, en Druslugangan á
hug minn allan. Eftir göngu
og tónleikadagskrá mun ég
svo eflaust lyfta mér upp
með öðrum úr skipulaginu
og á morgun mæti ég hjá
Sirrýju á RÚV.“
Greta Mjöll Samúelsdóttir
söngkona
Ættarmótið Erlingur
„Ég er á leiðinni á „mini“
ættarmót sem við fjöl-
skyldan köllum Erling. Þetta
eru afkomendur ömmu og
afa og ætlum við að hittast
í Gulllandinu þeirra við
Hellu. Ég ætla svo aðeins að
skreppa frá í dag og syngja í
fallegu sveitabrúðkaupi.“
Bjartmar Þórðarson,
leikari og leikstjóri
Afslappelsi og stybba
„Ég er að þykjast vera í
sumar fríi, þannig að róleg-
heitin verða í fyrirrúmi. Af-
slappelsi í góðra vina hópi á
kaffihúsum miðborgarinnar,
út að borða með manninum
mínum, jafnvel rölt í gegnum
stybbuna í Kolaportinu.“