Fréttablaðið - 26.07.2014, Page 22
26. júlí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22
➜ Karlotta Blöndal býr í Reykjavík. Hún útskrif-
aðist með mastergráðu frá Listaháskólanum í
Malmö, Lundarháskóla í Svíþjóð árið 2002 og
hefur sýnt verk sín víða síðan. Meðfram því rit-
stýrði hún og gaf út Sjónauka ásamt Önnu Júlíu
Friðbjörnsdóttur. Hún hefur tekið þátt í verkefn-
um tengdum myndlist og setið í stjórn Gallerís
Signal í Malmö, Nýlistasafninu í Reykjavík og
Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík.
Endurspeglar fjölbreytileika
Ferill Karlottu Blöndal myndlistarkonu endurspeglar þann fjölbreytileika sem er að finna í myndlistinni um
þessar mundir. Karlotta er stundum einyrki, eins og flestir myndlistarmenn eru í hugum okkar flestra, en þess á
milli vinnur hún í hópi listamanna, jafnvel samkvæmt fyrir fram ákveðnu leiðarstefi. Þar fyrir utan notar hún alls
konar efni og mismunandi miðla. Svo tekur Karlotta þátt í að reka söfn og sýningarsali, heima og í útlöndum.
Verkið Innanúr var
sýnt í Nýlistasafninu
í Reykjavík árið 2013.
Það var innsetning og
gjörningur sem gestir og
safnið í heild urðu þátt-
takendur í.
Grunnstefið var ljósmynd
af saltfjalli sem svo var
notuð til að auglýsa við-
burðinn. Þegar á safnið
kom mættu gestunum
slóðar og hrúgur af salti á
gólfunum sem dreifðust
með ágangi áhorfenda. Á
borði voru svarthvít ljósrit
sem sýndu Karlottu ganga
um safnið og salt leka
innan úr fötum hennar í
stríðum straumum. Sjálf
var hún ekki viðstödd
þegar sýningin var opnuð
en lét saltið vera vitnis-
burð um nærveru sína.
Áður hefur hún unnið
gjörningaverk sem miðast
að því að skilja eftir sem
minnstar eftirstöðvar,
þar sem ekki eru teknar
heimildarmyndir eða
hljóðupptökur, eins konar
tilraun til að afmá hinn
hlutlega eiginleika og
efnisgerfingu myndlistar.
INNANÚR
2013
Í sumar var Karlotta á Vest-
fjörðum að setja upp verkið
Mót sem var vígt föstudaginn
20. júní. Verkið var sett upp
fyrir tilstilli Staða/Places.
Sýningarstjórar og skipu leggjendur
Staða eru Eva Ísleifsdóttir og Þor-
gerður Ólafsdóttir. Þær hafa boðið
listamönnunum að vinna ýmist
varanleg eða tímabundin verk í
samstarfi við sögulega og einstaka
staði. Listamennirnir voru valdir
með það í huga að verk þeirra
endurspegla inntak og þema
sýningarinnar, með náttúruna í
forgrunni og söguna sem rann-
sóknarefni, samhliða staðbundinni
nálgun.
Listamennirnir sem taka þátt
ásamt Karlottu eru Bjarki
Bragason og Hrafnkell Sigurðs-
son og staðirnir sem eiga í hlut
eru Minjasafn Egils Ólafssonar
að Hnjóti í Örlygshöfn, Tálkna-
fjörður og Kísilþörungaverk-
smiðjan á Bíldudal.
Verk Karlottu samanstendur af
13 stöngum sem komið var fyrir
í afskekktu dalsmynni suðvestan
megin í Tálknafirði.
Efst á stöngunum eru krókar
sem á eru festar nokkur hundruð
pappírsarkir. Blöðin losna frá
með vindinum, fjúka til og finna
sér stað í umhverfinu. Eftir
nokkurn tíma, einhverja daga,
verður til eins konar þrykk af
umhverfinu, hvert blað drekkur
í sig þann stað sem það lendir á
og framkallar með veðuröflunum
eins konar mynd af undirlaginu
og umhverfinu öllu. Verkið
verður til á bilinu milli landsins
og pappírsins, fyrir tilstilli veður-
afla og umhverfis.
Að lokum er öllum blöðunum
safnað saman og stangirnar
teknar niður.
MÓT 2014
Myndlist Karlottu einkennist af tilraunum með ýmsa hefð-bundna miðla og efni, svo sem pappír, vatnsliti, teikningu og
gjörninga. Hún nálgast efnið á annan
hátt en það er yfirleitt notað en merking-
arleg hleðsla hvers miðils, uppsetning-
in sjálf og samhengi skiptir miklu máli.
Samspil tungumáls og myndmáls skipar
oft ríkan sess í verkunum. Undanfarin ár
hefur hún unnið að söfnun og úrvinnslu
gagna úr umhverfinu, til dæmis í gegn-
um liti og mynstur hreyfinga. Þannig
hefur gjörningaformið átt hlut að máli.
Það má segja að hver miðill fyrir sig og
fyrir hvað hann stendur, saga hans og
inntak í sjálfu sér, sé stór hluti verkanna
til jafns við samhengið við sýningarstað.
Karlotta er einnig í samstarfi við sex
manna hóp fræðimanna og myndlistar-
manna sem hverfist um bók Thomas
Mann, Töfrafjallið, eða Der Zauberberg.
Bókin er lesin sem leiðarstef í könn-
unarleiðangri og bergmál inn í samtím-
ann. Leiðangurinn hófst á síðasta ári
með ferð á það sem áður var berklahæli
í Davos í svissnesku Ölpunum þar sem
sögusvið hennar er. Hópurinn hefur
boðið til sín fjölda fólks til viðræðu í
kringum efni og inntak bókarinnar og
tengsl þess við líðandi stund en hluta af
afrakstri þess mátti sjá á sýningu þeirra
í Galleríi Úthverfu á Ísafirði núna í júní.
Í ágúst munu félagarnir taka þátt í ráð-
stefnunni Art in Translation í Háskóla
Íslands og gefin verður út bók sem
kemur út á næsta ári.
Næsta einkasýning Karlottu verður
í Týsgalleríi í Reykjavík í byrjun
september.
SVIPMYND
KARLOTTA BLÖNDAL
Ólöf
Skaftadóttir
olof@frettabladid.is