Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.07.2014, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 26.07.2014, Qupperneq 24
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Í huga Esterar er Þjóðhátíð fyrst og fremst fjölskylduhátíð. „Við erum alltaf í hvítu tjaldi með f jölskyldu eiginmanns míns, Magnúsar Sigurðssonar, sem er Eyjamaður í húð og hár. Fram- an af vorum við í einu tjaldi sem afi hans og amma áttu en svo fór okkur að fjölga og árið 2002 var ákveðið að bæta öðru við. Við erum því með tvö tjöld hlið við hlið og opið á milli.“ Ester segir að núorðið sé gefin út tilkynning þegar má byrja að tjalda hinum margrómuðu hvítu tjöldum en áður var það meira á reiki og var fólk varla vinnuhæft þá daga sem það hélt að það mætti byrja. „Dalurinn var bara fullur af fólki sem var tilbúið að hlaupa og finna sér stað enda hefur fólk miklar skoðanir á því hvar er best að vera,“ segir Ester og rifjar upp fræga sögu af því þegar fótbolta- leikur stóð yfir í bænum og pall- bíll með tjaldstöngum þusti fram hjá og inn í dal. „Völlurinn gjör- samlega tæmdist og allir hlupu á eftir.“ Hún segir enn þá tals verðan hamagang fylgja því þegar fólk er að finna sér tjaldstæði og hefur gaman af því að fara inn úr og fylgjast með. Ester segir hátíðarhöldin hjá fjölskyldunni annars í nokkuð föstum skorðum en hún heldur sérstaklega upp á setningarhátíð- ina á föstudeginum. „Við mætum í sparifötunum og erum svo með hátíðarkaffi í tjaldinu. Svo förum við heim að klæða okkur betur og smyrja nesti. Um kvöldið er svo skemmtun í brekkunni og brenna.“ Á laugardeginum er farið á barnaskemmtun í dalnum en um kvöldið segir Ester hefð fyrir því að fjölskyldan borði saman í tjald- inu. „Yfirleitt kaupum við kjúkling í veitingatjaldinu en að borðhaldi loknu eru það skemmtiatriði og flugeldasýning.“ Brekkusöngurinn og blysin á sunnudeginum eru svo órjúfan- legur hluti hátíðarinnar en blys- in í ár verða 140 talsins, enda bæt- ist alltaf eitt blys við fyrir hvert ár sem hátíðin er haldin. Þar sem hátíðin á stórafmæli í ár verður dagskráin með veglegra móti en eins og margir vita eru John Grant og Quarashi á meðal þeirra sem troða upp. Ingó Veðurguð mun svo stýra brekkusöngnum eins og í fyrra. Ester segir hátíðina yfirleitt fara mjög vel fram og langflesta gesti vera til fyrirmyndar. „Mér finnst oft svolítið leiðinlegt hvað það er einblínt á neikvæðar fréttir því langflestir eru til friðs. Svo finnst mér f lestir mjög meðvitaðir um náungann og fólk yfirleitt passa hvert upp á annað. Ég er með tjaldstæðið alveg í túnfætinum heima hjá mér og verð aldrei fyrir miklu ónæði.“ Ester er þegar byrjuð að baka fyrir hátíðina. „Það er nauðsynlegt að eiga vel með kaffinu alla dagana. „Ég geri gjarnan hjónabandssælu og súkkulaðiköku og svo er alltaf rjómaterta.“ Ester segir langtíma- veðurspána góða. „Við liggjum hérna á öllum veðurmiðlum því auðvitað verður allt miklu skemmti- legra í sól og þær hátíðir þar sem hefur verið gott veður standa vissu- lega upp úr. Við hljótum að eiga það inni eftir þetta sumar en hvernig sem fer er undirbúningur í fullum gangi og hugur í fólki.“ Aldrei komið til tals að sleppa hátíð Ester Sigríður Helgadóttir, kennari við Grunnskóla Vestmannaeyja, lætur sig aldrei vanta á Þjóðhátíð. Hún flutti til Eyja með eiginmanni sínum, Magnúsi Sigurðssyni, árið 1999 og hefur ekki misst af hátíð síðan. Áður hafði hún farið þrisvar sinnum og því átjánda Þjóðhátíðin fram undan. Í hennar huga standa setningarhátíðin, brekkusöngurinn og blysin upp úr. Fjölskyldan í brekkunni. Ester og Magnús láta sig aldrei vanta á Þjóðhátíð. Þau sækja hátíðina með börnunum sínum þremur, fjölskyldu og vinum. Á myndina vantar elsta soninn. FLJÚGÐU Á FESTIVAL MEÐ FLUGFÉLAGI ÍSLANDS BÓKAÐU TÍMANL EGA Á FLUGFE LAG.IS ÞJÓÐHÁTÍÐ Í EYJUM Vestmannaeyjum (1. - 4. ágúst) NEISTAFLUG Neskaupstað (1. - 4. ágúst) MÝRARBOLTI Ísafirði (1. - 4. ágúst) EIN MEÐ ÖLLU Akureyri (31. júlí - 4. ágúst) ORMSTEITI Egilsstöðum (15. - 24. ágúst) BRÆÐSLAN Borgarfirði eystri (26. - 28. júlí)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.