Fréttablaðið - 26.07.2014, Page 26
FÓLK|HELGARSPJALL
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Uppselt er á Bræðsluna en 800 miðar seldust upp á 20 mínútum. „Við byrjum
nú yfirleitt að plana Bræðsluna
daginn eftir að henni lýkur ár
hvert. Þetta er mjög úthugsað
fyrirbæri. Á næsta ári eigum
við tíu ára afmæli og þá verður
örugglega meira í lagt. Við
tökum þó alltaf eina Bræðslu í
einu,“ sagði Magni þegar blaða-
maður náði tali af honum í blíð-
viðrinu á Egilsstöðum. Hann
var að keyra fólk sem þurfti
að komast í verslun og vínbúð
en engin slík er á Borgarfirði
eystri.
„Fyrsta ár Bræðslunnar var
mun minna í sniðum en núna,
enda bara tilraun. Ári seinna
fjölgaði gestum um helming en
síðan hefur þetta sprungið út,“
segir Magni. „Við höfum verið
með tónleikana í sama formi
frá árinu 2007. Þetta árið erum
við eingöngu með íslenska
tónlistar menn. Emilíana Torrini
kemur en hún býr í London.
Á síðasta ári vorum við með
John Grant sem er útlendingur
en býr á Íslandi þannig að hér
ræður fjölbreytileikinn,“ segir
hann enn fremur.
Í HEYSKAP
„Við höfum reyndar fengið
óvenjumargar upphringingar
frá útlendingum undanfarið
sem spyrja hvar sé hægt að
fá miða. Bræðslan fer fram í
gamalli síldarverksmiðju sem
tekur ekki fleira fólk samkvæmt
reglum um eldvarnir og við
hlýðum því,“ útskýrir Magni.
Veðrið hefur leikið við gesti
á Austurlandi í sumar og Magni
segir að fólk sé léttklætt og í
góðu skapi. „Hér hefur verið
rúmlega tuttugu stiga hiti
undanfarnar vikur en búist er
við rigningu í dag. Það er eigin-
lega bara fínt að fá smá vætu
eftir Ibiza-veðrið í sumar,“ segir
hann kampakátur.
Magni hefur dvalið í föður-
húsum allan júlímánuð ásamt
eiginkonu sinni, Eyrúnu Har-
aldsdóttur, og þremur sonum,
9 ára, 2 ára og fimm mánaða.
„Borgarfjörður er paradís fyrir
börn þótt engin sé sundlaugin.
Við höfum ströndina og fallega
náttúru. Börnin hlaupa hér
frjáls og ég á bara góðar minn-
ingar frá bernsku minni hér. Hér
þekkjast íbúar vel og nágranna-
varslan er góð. Mér líður alltaf
best í sveitinni.“
FLUTTUR TIL AKUREYRAR
„Ég bjó á Borgarfirði eystri til
fimmtán ára aldurs þegar ég fór
í heimavistarskóla. Faðir minn
er bóndi en móðir mín lést fyrir
tveimur árum. Pabbi er með
500 kindur. Ég dvel yfirleitt á
sumrin á æskuslóðum og hjálpa
til við heyskap og önnur sveita-
störf. Síðan er mikil vinna hjá
mér fram undan. Næsta helgi
er verslunarmanna helgin og
þá mun ég þvælast um landið.
Verð að skemmta með Skonrokk-
hópnum á Þjóðhátíð í Eyjum,
síðan á Unglingalandsmótinu á
Sauðárkróki og á Akur eyri. Hér
einu sinni var verslunarmanna-
helgin vertíð hjá mér en nú er
þetta orðið svona um hverja
helgi. Það eru bæjarhátíðir í
gangi allt sumarið. Ég hef komið
á hvert krummaskuð á landinu
og tel ekkert eftir mér að ferðast
hingað og þangað. Um síðustu
helgi ók ég til Þórshafnar sem
voru um 300 kílómetrar hvor
leið.“
Magni og fjölskylda hans
fluttu til Akureyrar síðastliðið
sumar og hann er ánægður með
þá ákvörðun. „Þar er unaðs-
legt að búa,“ segir hann. „Ég
er mikið á ferðalögum og það
skiptir ekki miklu máli hvar á
landinu maður býr.“
TILHLÖKKUN
„Fyrir utan Bræðsluna hafa
verið tónleikar hér um hverja
helgi í sumar þannig að það
er mikið um að vera á Borgar-
firði eystri. Hér koma fjölmargir
ferðamenn og mikið af fjöl-
skyldufólki. Margir eru brott-
fluttir Borgfirðingar en einnig er
mikið um göngufólk. Miðað við
fjöldann hér fyrir austan undan-
farið mætti ætla að allir Íslend-
ingar væru komnir hingað. Það
er þakkarvert að fólk ferðist um
eigið land,“ segir Magni og viður-
kennir að hann hlakki mikið til
helgarinnar. ■ elin@365.is
MÉR LÍÐUR ALLTAF
BEST Í SVEITINNI
NÓG AÐ GERA Magni Ásgeirsson hefur staðið vaktina undanfarið við að
undir búa tíundu Bræðsluna sem fram fer á Borgarfirði eystri í kvöld.
Á morgun verður slakað á og verslunarmannahelgin undirbúin.
FJÖR Á BRÆÐSLUNNI Mikill mannfjöldi safnast saman á Borgarfirði eystri þegar
Bræðslan fer fram. Þessi mynd var tekin í fyrra og er í eigu Bræðslunnar. MYND/ITORFA
Á FERÐINNI
Magni hefur
verið mikið á
ferðinni í sumar
vegna tónleika-
halds.
Sumar 24 6. - 18. september
Vínarborg - Búdapest - Prag
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790
bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sp
ör
e
hf
.
Fararstjóri: Soffía Halldórsdóttir
Glæsileg ferð til þriggja fallegra borga í Evrópu.
Í Vínarborg eru merkar byggingar sem skreyta alla
borgina, Búdapest þykir ein fallegasta borg í heimi og
ekki má gleyma gullborginni Prag. Sigling á hinu rómaða
Balaton vatni og ungverskt sveitabrúðkaup.
Verð: 277.700 kr. á mann í tvíbýli. Örfá sæti laus
Mjög mikið innifalið!
Póstdreifing býður upp á fjölbreytta og örugga dreifingu á blöðum og
tímaritum. Við komum sendingunni í réttar hendur. Örugglega til þín.
Birtingur treystir okkur fyrir öruggri
dreifingu á Séð og heyrt
Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | postdreifing.is
B
ra
nd
en
bu
rg
Við berum út sögur
af frægu fólki