Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Fréttablaðið - 26.07.2014, Síða 29

Fréttablaðið - 26.07.2014, Síða 29
Kynningarblað Beint frá býli, Mía-vínin, SAH afurðir og úrval kassavína. GRILLMATUR LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014 &GÆÐAVÍN Guðmundur Jón Guðmunds-son, bóndi í Holtseli í Eyja-firði, er for maður sam- takanna en hann rekur auk þess verslun sem selur vörur frá öðrum Beint frá býli bæjum, þar sem mikið hefur verið að gera í sumar. „Beint frá býli eru regnhlífarsam- tök. Við erum ekki í beinni mark- aðssetningu. Það er stefna félags- ins að bjóða fyrsta flokks gæða- vöru á sambærilegu verði og gerist og gengur í verslunum. Fólk getur nálgast þessar vörur í gegnum heimasíðuna okkar, beintfrabyli. is, en þar er möguleiki að senda fyrir spurnir fyrir hvern vöruflokk. Ef send er fyrirspurn til dæmis á nautakjöt þá fer hún til allra í fé- laginu sem framleiða nautakjöt. Einnig er möguleiki að skoða heima síður allra framleiðenda,“ segir Guðmundur. Vöruúrval alltaf að aukast Sumir bændur eru með versl- un og þar á meðal Guðmundur í Holtseli. „Verslanir eru á nokkrum stöðum. Til dæmis hjá mér í Holt- seli, í Langholtskoti við Flúðir og í Hálsi í Kjós. Í Reykjavík er hægt að nálgast sumar af þessum vörum í Melabúðinni og í Frú Laugu. Boðið er upp á allt kjöt; lamba- kjöt, nautakjöt, svínakjöt, folalda- kjöt, geitakjöt og alikálfakjöt. Hins vegar hefur ekki verið hægt að bjóða fuglakjöt vegna strangra reglna um slátrun og meðhöndl- un. Vöruúrvalið er alltaf að aukast en hægt er að skoða það á heima- síðunni.“ Sprenging í sölu Guðmundur segir að mikil aukn- ing og áhugi hafi orðið hjá al- menningi á að kaupa vörur beint frá býli. „Það má segja að það hafi verið sprenging í þessu. Á undan- förnum dögum hafa viðskipta- vinir okkar í Holtseli skipt hundr- uðum. Það er stórt tjaldsvæði hér í nágrenninu og þaðan kemur mikil traffík. Ég veit að í Lang- holtskoti selst öll framleiðsla jafn- óðum. Þetta er verulega ánægju- leg þróun,“ segir Guðmundur og minnist þess hvernig ástandið var þegar félagið var stofnað árið 2008. „Þá voru fimm aðilar með söluhæfa vöru en í dag eru þeir rúmlega sjötíu og er stöðugt að fjölga. Mikil aukning hefur orðið í unnum kjötvörum, svo sem gröfnu kjöti, hangikjöti, kæfu, nautahakki og söltuðu hrossakjöti svo eitthvað sé nefnt. Einnig eru í boði egg, mjólk, grænmeti, ber og margt, margt fleira. Á bænum Húsavík í Steingrímsfirði er boðið upp á grafið ærfile sem er sérstak- lega ljúffengt. Reykkofinn Hella í Mývatnssveit býður sperðla eftir gamalli uppskrift en margt ánægjulegt er að gerast í þessum efnum um allt land,“ segir Guð- mundur. Ánægjuleg þróun Þegar hann er spurður hvort þetta sé framtíðin, segir hann svo vera. „Þessi þróun var stöðvuð hér fyrir nokkrum áratugum en er að rísa upp aftur af fullum krafti. Þetta félag er ungt en eins og þetta horfir við í dag á það bara eftir að vaxa. Sama þróun er í öllum okkar nágrannalöndum.“ Guðmundur segir að folalda- kjöt sé ákaflega vinsælt á grillið núna og margir komi aftur og aftur til að versla. „Fólk veit hvaðan varan kemur og þykir skemmtilegt að koma á bæina og sjá aðstæður dýra. Því miður þurfum við enn þá að senda gripi til stóru sláturhúsanna en þau eru fá. Þeir sem búa í Borgarfirði þurfa að senda til Selfoss eða Hvammstanga. Það yrði til mik- illa bóta ef upp risu lítil slátur- hús hér og þar um landið. Stóru húsin gætu engu að síður starf- að áfram. Það er ekki gott fyrir dýrin að þvælast marga klukku- tíma í bíl til slátrunar. Í Svíþjóð var þessi sama þróun en er að snúast við og lítil sláturhús rísa nú víðs vegar um landið. Ég hef trú á að svo verði hér einnig. Mér sýnist landbúnaðarráðherra líka vera á þeirri skoðun.“ Guðmundur hvetur fólk til að skoða heimasíðu beintfrabyli.is og senda fyrirspurnir. Mikil ásókn í vörur beint frá býli Beint frá býli eru samtök bænda sem selja afurðir sínar beint frá býli sínu. Markmiðið er að tryggja neytendum gæðavöru þar sem öryggi og rekjanleiki er í fyrirrúmi. Mikill áhugi er hjá neytendum á að kaupa vörur sem merktar eru beint frá býli. Í Holtseli er kúabú. Neytendur eru hrifnir af sveitamörkuðum og telja mjög til bóta að geta keypt gæðavörur beint frá býli. Í Holtseli í Eyjafirði er margt skemmtilegt á boðstólum. Alltaf eykst úrvalið í vöruflokknum Beint frá býli og margar skemmtilegar nýjungar hafa litið dagsins ljós.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.