Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Fréttablaðið - 26.07.2014, Síða 31

Fréttablaðið - 26.07.2014, Síða 31
NAMMIDAGUR LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014 Kynningarblað Rjómasalat, marengsbomba, brjóstsykursgerð, lakkrísnammi og heimagert gotterí. Matar- og lífsstílsbloggarinn Guð- rún Veiga Guðmunds dóttir verður seint talin upptekin af heilsufæði en á blogginu hennar gveiga85. blogspot.com er að finna upp- skriftir, uppfullar af nammi. Af blogginu að dæma er hún sérstak- lega hrifin af Oreo-kexi, súkkul- aði og hnetusmjöri og bregður því fyrir í alls kyns útgáfum. „Ég held að lesendur mínir hafi farið í gegnum á að giska fimm- tíu til sextíu megranir með mér. Ég byrja yfirleitt á mánudögum. Síðast var það reyndar á sunnu- dagskvöldi en þeirri tilraun lauk á þriðjudag. Þá var ég komin í pitsur og bingókúlur,“ upplýsir Guðrún Veiga. „Þetta gengur bara engan veginn hjá mér. Ég þarf bara mitt Oreo. Annars verð ég bara ómöguleg. Mér finnst líka voða gaman að prófa mig áfram og fara nýjar leiðir í að setja hluti saman; þess vegna pylsur og hnetusmjör. Ég hef þó einfaldleikann í fyrir- rúmi og nenni engu brasi.“ Aðspurð hefur Guðrún Veiga engan kokkabakgrunn. „Ég er sennilega vonlausasti kokkur sem hægt er að finna og fólkinu í kring- um mig þykir mjög súrrealískt að ég sé allt í einu orðin einhver matgæðingur í blöðum og meira að segja komin með eigin mat- reiðsluþátt. Það gat ekki nokkur maður séð fyrir,“ segir Guðrún, en þátturinn, sem ber nafnið Nenni ekki að elda, er sýndur á nýju sjón- varpsstöðinni iSTV. Guðrún Veiga er litríkur penni og hefur blogginu, sem var opnað fyrir einu og hálfu ári, verið afar vel tekið. „Upphaflega var þetta hugsað sem tískublogg. Ég var að bugast yfir mastersritgerðar- skrifum í mannfræði og henti inn nokkrum myndum ásamt fimm, sex orðum. Ég hafði keypt mér svo glæsileg gul stígvél í Húsa- smiðjunni á 500 kall og þurfti bara endilega að koma þeim á framfæri. Þessi hugmynd fór þó fljótlega út um þúfur enda átti ég ekkert meira nýtt til að sýna og sá fljótt að ég hafði ekki efni á að þrífast í þessum heimi. Í kjölfarið þróaðist þetta út í allt og ekkert og er í raun bara um það sem ég er að bauka hverju sinni.“ Í framhaldi af blogginu hefur Guðrún Veiga verið beðin um að skrifa pistla fyrir hina ýmsu miðla og nú síðast að taka að sér mat- reiðsluþátt. „Hann er í mínum anda og enginn að sjóða kræk- ling. Við erum búin að taka upp eina seríu og er önnur í bígerð. Við leggjum upp með sem minnsta yfir byggingu og er þátturinn tekinn upp í eldhúsi í IKEA. Það hefur gefist ótrúlega vel og fólk sem á leið hjá er mjög forvitið.“ Guðrún gefur hér uppskrift að rjómasalati með eplum og Snickers. „Það er agalega gott og súpereinfalt sem gæti ekki verið meira í mínum anda. Ég borðaði ellefu diska, því miður.“ Fer í megrun á mánudögum Guðrún Veiga Guðmundsdóttir hefur getið sér gott orð fyrir skemmtilegt lífsstílsblogg. Þar er að finna uppskriftir sem innihalda ósjaldan haug af nammi. Guðrún Veiga gengur fyrir Oreo-kexi og finnst gaman að fara óhefðbundnar leiðir í bakstri og matargerð. Guðrún Veiga er lunkin við að setja alls konar nammi í nýjan búning. Hún hefur þó einfaldleikann í fyrirrúmi og nennir engu brasi. MYND/DANÍEL Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn. Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur D Y N A M O R E Y K JA V ÍK NÝ OG BE TRI HÖNNUN ! TANNBURSTAR OG TANNKREM FYRIR VIÐKVÆM SVÆÐI Rjómasalat með eplum og Snickers 1 pakki vanillubúðingur (helst frá Jello) 1 bolli köld mjólk ½ líter rjómi 6 stykki Snickers 3 rauð epli Jarðaber eða kíví til skrauts. Leysið upp búðingsduftið í mjólkinni. Þeytið rjómann og blandið honum var- lega saman við búðingsblönduna. Saxið Snickers og epli og hrærið saman við. Skreytið með ferskum ávöxtum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.