Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Fréttablaðið - 26.07.2014, Síða 42

Fréttablaðið - 26.07.2014, Síða 42
KYNNING − AUGLÝSINGNammidagur LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 20144 ALGER SÆLA Sumum vex í augum að gera eigin ís en það er í raun minnsta mál. Það besta við að hafa ísinn heimagerðan er að það er hægt að bragðbæta hann með alls kyns gúmmulaði og hafa nóg af því. 4 eggjarauður 1 egg 100 g sykur ½ lítri þeyttur rjómi 1 poki Daím-kúlur 1 poki lakkrískurl Þeytið egg og sykur þar til létt og ljóst. Hrærið þeyttum rjóma varlega saman við. Hellið loks namminu út í. Það má að sjálfsögðu skipta því út eða bæta meiru við. Smátt skorið Toblerone eða Snickers passar líka vel. Sömuleiðis fínhakkað Smarties. Hellið blöndunni í box og frystið. Hér er uppskrift að hollum og góðum súkkulaðikúlum. Ágætis biti þegar mann langar í eitthvað sætt og gott. Einfalt er að gera þessar kúlur og upplagt að taka þær með sér í ferðalagið. Uppskriftin dugar í 15 orkukúlur. 10 döðlur 4 msk. kókosolía 2 msk. kakó 1 dl hafragrjón 1 tsk. vanilludropar Örlítið salt Örlítill kanill Kókosmjöl til að rúlla kúlunum upp úr Leggið döðlurnar í volgt vatn í stutta stund áður en þær eru not- aðar. Þurrkið og hakkið, til dæmis í matvinnsluvél. Blandið saman kókosolíu, kakói, vanilludropum, salti og kanil og hrærið vel saman. Þá er haframjöli og döðlum bætt saman við. Setjið blönduna í ísskáp í 15–20 mínútur. Þá eru búnar til jafnstórar kúlur og þeim rúllað í kókos- mjölinu. Geymið í ísskáp. Það má setja banana í stað daðla. Þá má bæta hreinum appelsínusafa saman við ef einhver vill. ROCKY ROADGÓÐGÆTI Rocky Road eru vinsælar sælgætiskökur víða um heim. Þær eru gerðar úr sykur- púðum, karamellu, súkkulaði og hnetum. Allir eru hrifnir af þessum kökum. Það sem þarf: 300 g dökkt súkkulaði 1 poki Dumle-karamellur 1 stór lúka litlir sykurpúðar 2 dl hnetur, margar gerðir, smátt saxaðar Skerið súkkulaðið og bræðið síðan í vatnsbaði. Blandið öllu öðru saman við heitt súkku- lað ið og hrærið saman. Setjið blönduna í 20x20 cm form sem hefur verið klætt með bökunar- pappír. Látið stífna í kæliskáp og skerið síðan í bita áður en borið er fram. SÆTAR ORKUKÚLUR NÝTT Á R N A S Y N IR Rétta bragðið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.