Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Fréttablaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 42
KYNNING − AUGLÝSINGNammidagur LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 20144 ALGER SÆLA Sumum vex í augum að gera eigin ís en það er í raun minnsta mál. Það besta við að hafa ísinn heimagerðan er að það er hægt að bragðbæta hann með alls kyns gúmmulaði og hafa nóg af því. 4 eggjarauður 1 egg 100 g sykur ½ lítri þeyttur rjómi 1 poki Daím-kúlur 1 poki lakkrískurl Þeytið egg og sykur þar til létt og ljóst. Hrærið þeyttum rjóma varlega saman við. Hellið loks namminu út í. Það má að sjálfsögðu skipta því út eða bæta meiru við. Smátt skorið Toblerone eða Snickers passar líka vel. Sömuleiðis fínhakkað Smarties. Hellið blöndunni í box og frystið. Hér er uppskrift að hollum og góðum súkkulaðikúlum. Ágætis biti þegar mann langar í eitthvað sætt og gott. Einfalt er að gera þessar kúlur og upplagt að taka þær með sér í ferðalagið. Uppskriftin dugar í 15 orkukúlur. 10 döðlur 4 msk. kókosolía 2 msk. kakó 1 dl hafragrjón 1 tsk. vanilludropar Örlítið salt Örlítill kanill Kókosmjöl til að rúlla kúlunum upp úr Leggið döðlurnar í volgt vatn í stutta stund áður en þær eru not- aðar. Þurrkið og hakkið, til dæmis í matvinnsluvél. Blandið saman kókosolíu, kakói, vanilludropum, salti og kanil og hrærið vel saman. Þá er haframjöli og döðlum bætt saman við. Setjið blönduna í ísskáp í 15–20 mínútur. Þá eru búnar til jafnstórar kúlur og þeim rúllað í kókos- mjölinu. Geymið í ísskáp. Það má setja banana í stað daðla. Þá má bæta hreinum appelsínusafa saman við ef einhver vill. ROCKY ROADGÓÐGÆTI Rocky Road eru vinsælar sælgætiskökur víða um heim. Þær eru gerðar úr sykur- púðum, karamellu, súkkulaði og hnetum. Allir eru hrifnir af þessum kökum. Það sem þarf: 300 g dökkt súkkulaði 1 poki Dumle-karamellur 1 stór lúka litlir sykurpúðar 2 dl hnetur, margar gerðir, smátt saxaðar Skerið súkkulaðið og bræðið síðan í vatnsbaði. Blandið öllu öðru saman við heitt súkku- lað ið og hrærið saman. Setjið blönduna í 20x20 cm form sem hefur verið klætt með bökunar- pappír. Látið stífna í kæliskáp og skerið síðan í bita áður en borið er fram. SÆTAR ORKUKÚLUR NÝTT Á R N A S Y N IR Rétta bragðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.