Fréttablaðið - 26.07.2014, Page 43
KYNNING − AUGLÝSING Grillmatur og gæðavín26. JÚLÍ 2014 LAUGARDAGUR 3
SAH afurðir ehf. var stofnað árið 2006 og hefur markmið fyrirtækisins alla tíð verið
að veita bændum úrvals þjónustu
á samkeppnishæfu verði þegar
kemur að slátrun og sölu kjötaf-
urða hérlendis. Að sögn Gunnars
Tr ygg va Hall-
dórssonar, fram-
kvæmdastjóra
SAH afurða, er
fyrirtækið fyrst
og fremst slátur-
hús og k jöt-
vinnsla án þess
þó að stunda
hefðbundna
smá sölu í verslunum landsins.
„Við erum fyrst og fremst að selja
kjöt til kjötvinnsla sem síðan vinna
það áfram í neytendapakkningar.
Við erum einnig að reykja talsvert
af hangikjöti, eða um 50 tonn á ári.
Við bjóðum til dæmis upp á lífrænt
lambakjöt en við höfum eina líf-
ræna vottaða sláturhúsið hérlendis.
Þegar neytendur kaupa lífrænt kjöt
þarf það að fara í gegnum lífrænt
vottað sláturhús og kjötvinnslu til
að það standist allar kröfur um líf-
ræna vörur.“ Lífrænar afurðir þarf
að aðskilja alveg frá öðru kjöti í
slátrun og vinnslu. Þar sem SAH
afurðir er með eina slátur-
húsið sem hefur gengið frá
vottun fyrir lífræna slátrun
og vinnslu á lífrænu kjöti
ætti allt lífrænt kjöt að fara
í gegnum vinnslu þeirra.
„Ég vona að framleiðend-
ur séu ekki að blekkja
neytendur á lífrænu kjöti
með því selja lífrænt
vottað kjöt sem er slátr-
að í húsum sem hafa ekki
vottun. Við höfum fengið
um 1-3.000 lífræn lömb til
slátrunar á ári og fyrir það
höfum við greitt aukalega til
framleiðanda, auk þess sem
lífræn vottun kostar sitt.“
Folaldakjöt vinsælt
SAH afurðir bjóða einnig upp á
mikið úrval af alls kyns lamba-
kjöti, hrossakjöti og nautakjöti
og síðan nýtur folaldakjötið allt-
af vinsælda hjá ákveðnum hópi
viðskiptavina. „Við höfum svar-
að kalli neytenda um að koma
folaldakjöti á markað
um miðjan september.
Þannig erum við að
slátra folöldum sam-
hliða sauðfé á há-
annatíma. Í slátur-
tíð er ekki óalgengt að
við slátrum 2.800 fjár
og 80 stórgripum dag-
lega. Það hefur heldur
verið aukning í folalda-
slátrun hjá okkur þar sem
við borgum hærra verð en
nágrannar okkar á Norður-
landi vestra.“
Hjá SAH afurðum er hægt að
kaupa heila og hálfa skrokka og
þannig birgja sig upp á hagstæðu
verði. „Algengt er að fólk kaupi
lamb, naut eða folald og láti kjöt-
iðnaðarmenn úrbeina og pakka.
Viðskiptavinir ákveða í samráði
við fagmenn okkar hvernig kjöt-
ið er unnið og pakkað. Það er
mikil vægur þáttur að framleiðsl-
an passi kaupandanum sem best.
Sumir taka 300 gr. pakkn ingar
sem eru með smærri heimili en
stærri barnafjölskyldur
velja oft 900 gr. pakka
sem passar þeim
betur.“
Besta grillkjötið
Aðeins er notað
hreint íslensk t
kjöt án allra auka-
efna svo það er
vissulega hægt að
tala um gæðavöru
í þessu samhengi.
Kjötið er ýmist selt
frosið eða ferskt en
einnig bjóða SAH af-
urðir upp á reykingu,
söltun, kryddun og fleiri vinnslu-
möguleika. „Núna er grillkjötið
vinsælt og SAH afurðir selja mikið
af grillpökkum úr heilum skrokk-
um. Þá er einnig lambaskrokkur
unninn í grillsneiðar og mariner-
ingu. Þetta er vinsæll pakki fyrir
þá sem grilla mikið og svo er þetta
einfaldlega besta grillkjötið.“
Fyrirtækið selur mikið af smá-
söluvörum á Blönduósi, bæði í
Samkaupum og í verslun SAH
afurða. „Heimamenn vilja
hafa möguleika á að kaupa
kjöt úr héraði. Eins er
boðið upp á gjafa körfur
og gjafapakka fyrir jólin
en við erum með stóran
og góðan viðskiptavina-
hóp sem kaupir gjafa-
pakka af okkur ár eftir
ár.“ Eina smásöluvara
SAH afurða á landsvísu er
Kosta sviðasulta sem marg-
oft hefur fengið viðurkenn-
ingar fyrir gæði og bragð í Fag-
keppni kjötiðnaðarmanna.
Allar nánari upplýsingar um
SAH afurðir og vörur þess má
finna á sahun.is.
Einfaldlega besta grillkjötið
Slátrun og vinnsla ýmissa kjötafurða hefur verið stunduð á Blönduósi í rúmlega öld. SAH afurðir eru eitt lykilfyrirtækja bæjarins og
bjóða upp á fjölbreytt úrval kjötvara sem selt er til kjötvinnsla, fyrirtækja og einstaklinga um land allt.
Kosta sviðasultan hefur margoft fengið viðurkenningar fyrir gæði og bragð. Grillpakkarnir frá SAH afurðum innihalda gæðakjöt og hafa notið mikilla vinsælda um land allt.
Glæsilegur jólagjafapakki SAH afurða frá síðustu jólum. MYNDIR/ÚR EINKASAFNI
Gunnar Tryggvi
Halldórsson
Húsnæði SAH afurða á Blönduósi.
Glæsilegt úrval kjöts í verslun SAH afurða á Blönduósi.