Fréttablaðið - 26.07.2014, Síða 50
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 20144
MARGT Í BOÐI Á AKUREYRI
Fjölskylduhátíðin Ein með öllu
fer fram á Akureyri um verslunar-
mannahelgina. Mikið verður um
dýrðir í bænum og fjölbreytt dag-
skrá í gangi fyrir allan aldur.
Á sunnudagskvöld verður glæsileg
flugeldasýning en hátíðin hefst á
útitónleikum á fimmtudagskvöldið
í Skátagilinu.
Karamellurigning verður í
göngugötunni á föstudag og
Sirkus Íslands sýnir valin atriði.
Kirkjutröppuhlaup verður kl. 16
og leikhópurinn Lotta verður með
skemmtun. Boðið er upp á andlits-
málun. Á föstudagskvöldið verður
mikið stuð á Ráðhústorginu en þar
koma fram Hafdís Huld, Dúndur-
fréttir, Freyr Scheving, Rúnar Eff, Blaz
Roca og Steindi jr. og Bent. Dans-
leikir verða víða um bæinn.
Á laugardaginn er fjöl-
skylduskemmtun í bænum með
glæsilegri dagskrá og margir þekktir
tónlistarmenn koma síðan fram um
kvöldið. Ítarlega dagskrá má skoða
á heimasíðunni einmedollu.is. Vert
er að benda á markaðsstemningu
á Ráðhústorginu á sunnudag kl.
12 þar sem ýmsir fallegir listmunir
verða í boði.
ALLT Í DRULLU Á ÍSAFIRÐI
Eins og undanfarin ár verður
mýrar boltamót á Ísafirði um versl un-
ar mannahelgina. Á mótinu er hefð
fyrir því að þátttakendur mæti til
leiks í metnaðarfullum búningum.
Sagt er að flottustu búningarnir
fái meiri athygli en boltinn sjálfur.
Leikið er í Tunguskógi í Skutulsfirði
en leikurinn fer fram á laugardags-
morgun. Skráning fer fram degi fyrr.
Mikið stuð verður á Ísafirði í tilefni
mýrarboltans, dúndurball í Edin-
borgarhúsinu á laugardagskvöld en
ekki verður síður fjör á sunnudags-
kvöldið þar sem Mammút, Jón Jóns-
son, Frikki Dór og Kiriyama Family
koma fram í íþróttahúsinu Torfnesi.
Oft taka vinahópar sig til og
setja saman lið til að keppa
á mótinu og skapast oft mikil
stemning. Aldurstakmark til þátt-
töku er 18 ár. Vellirnir eru átta og er
reynt að hafa næga drullu á hverjum
þeirra. Mýrarboltafélag Íslands er
áhugamannafélag Ísfirðinga en það
hefur staðið fyrir drulluboltanum
frá upphafi. Mýrarboltinn 2014 er á
Facebook.
Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin
þrettánda árið í röð í Reykjavík um versl-
unar mannahelgina. Hátíðin var fyrst hald-
in árið 2002 og hafa margar vinsælustu
hljómsveitir og listamenn landsins komið
þar fram auk nokkurra erlendra sveita.
Hátíðin fer í ár fram samtímis á tveimur
stöðum í miðbænum sem standa
hlið við hlið; Gauknum og Húrra.
Á meðal listamanna sem koma
fram um helgina eru Snorri Helga-
son, dj flugvél og geimskip, Borko
& Futuregrapher, Ojba Rasta, Sísí
Ey, Benni Hemm Hemm, Amaba Dama,
Kött Grá Pje, Reykjavíkurdætur, Ólöf
Arnalds og Megas + Grísalappalísa.
Það var Gunnar Lárus Hjálmars-
son, betur þekktur sem Dr. Gunni,
sem átti frumkvæði að
fyrstu hátíðinni sem
sett var á fót fyrir þá
innipúka sem vildu
eyða verslunar-
mannahelginni í
Reykjavík í stað
þess að fara á
útihátíð eða dvelja í tjaldi úti á landi.
Á meðal listamanna sem spilað hafa
undanfarin ár eru Dikta, FM Belfast, Trabant,
Mínus, Mugison, Hjaltalín og Raggi Bjarna
auk erlendu sveitanna Blonde Redhead og
Raveonettes.
Hátíðin stendur yfir alla þrjá dagana og
hefst dagskráin klukkan 21 öll kvöldin.
Lokahljómsveit kvöldsins stígur á svið
um kl. 1 eftir miðnætti.
Allar upplýsingar um listamenn
og dagskrá hátíðarinnar er að vinna
á innipukinn.is og á Facebook.
INNIPÚKINN HALDINN Í ÞRETTÁNDA SINN
EX
PO
•
w
w
w
.e
xp
o.
is
VIÐ
SKUTLUM
ÞÉR!
*Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka á: 3.500 kr.
1.750 kr.*
FYRIR AÐEINS
Frí þráðlaus internet -
tenging í öllum bílum
Ferðatími u.þ.b.
45 mínútur
Alltaf laus sæti Alltaf ferðir
Hagkvæmur kostur Umhverfisvænt
BSÍ - Umferðarmiðstöðin
101 Reykjavík
580 5400
main@re.is • www.re.is
OR
Skannaðu strikamerkið
með snjallsímanum og
kynntu þér áætlunina.
Kauptu miða núna á
www.flugrutan.is
Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar
komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll.