Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Fréttablaðið - 26.07.2014, Síða 54

Fréttablaðið - 26.07.2014, Síða 54
26. júlí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 26 TEIKNAR ÞÚ FLOTTAR MYNDIR? Sendu okkur myndina þína í pósti til Fréttablaðsins, Skaft ahlíð 24, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á krakkar@frettabladid.is. Heilabrot Að venju efna Borgarbókasafn og Reykjavík Bókmenntaborg til sumarlesturs á meðal barna. Fyrir hverja lesna bók skrá les- endur nafn sitt og titil bókarinnar á þar til gerða miða og skila í kassa sem eru í öllum söfnum Borgarbókasafns. Vikulega er dregið eitt nafn úr kassanum og Lestrarhestur vikunnar útnefndur, sem hlýtur bók að launum frá Forlaginu. Lestrarhestur vikunnar Hvað heitir þú fullu nafni og hversu gamall ertu? „Ég heiti Bjartur Jörfi Ingvason og ég er alveg að verða 12 ára. Hvernig tengist þú Skoppu og Skrítlu? Skrítla er mamma mín. Þegar ég var tveggja ára þá bjó mamma til Skoppu og Skrítlu með Lindu Ásgeirs- dóttur bara til að gleðja mig.“ Hvenær byrjaðir þú að leika með þeim? „Ég lék með þeim í fyrstu myndinni, Skoppa og Skrítla í Húsdýragarðinum, og þá var ég minnstur, bara alveg að verða tveggja ára.“ Hvaða hlutverk hefur þú leikið? „Ég hef leikið mörg hlutverk með Skoppu og Skrítlu og svo hef ég líka leikið í mörgum stuttmyndum og í einni kvikmynd sem er ekki komin út enn þá.“ Hvaða hlutverk ertu að leika með þeim núna og hvernig persóna er það? „Ég leik Zúmma. Hann er vinur Skoppu og Skrítlu og er alltaf eitthvað að stríða þeim og prakkarast.“ Syngur þú á sviðinu? „Já, nokkur lög. Zúmmi á til dæmis lag sem fjallar um hann sjálfan og hversu mikill fjörkálfur hann er.“ Hefurðu lært mikið af Skoppu og Skrítlu? „Já, mjög mikið. Mamma lætur okkur systkinin alltaf fara í prufur eins og alla hina krakkana sem leika með þeim. Hún vill ekki að við séum að leika með þeim bara af því við erum börnin hennar heldur þurfum við að sýna hvað við getum og vinna fyrir því.“ Gætir þú hugsað þér að verða leikari í framtíðinni? „Já, mig langar mikið að verða leikari. Mér finnst samt skemmtilegra að leika fyrir myndavélina en á sviðinu, þó að það sé hvort tveggja mjög skemmtilegt.“ Hver eru annars helstu áhuga- málin þín? „Ég æfi handbolta og fótbolta með Val.“ Hefurðu gert eitthvað skemmtilegt í sumar annað en að æfa í leikhúsinu? „Já, fullt. Ég er búinn að spila mjög mikinn fótbolta og svo fór ég í Vatnaskóg og í sumarbústað og í ágúst fer ég til Tyrklands með fjölskyldunni minni og vinum okkar.“ Alltaf eitthvað að stríða og prakkarast Bjartur Jörfi Ingvason leikur í afmælissýningu Skoppu og Skrítlu sem eru einmitt tíu ára í dag. Hann lék líka í fyrstu myndinni þeirra, þá að verða tveggja ára. LANGAR AÐ VERÐA LEIKARI Skoppa og Skrítla voru búnar til fyrir hann fyrir tíu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL 1. Hvað er það sem er minna en mús, hærra en hús, dýrara en öll Danmörk ef það fengist ekki? 2. Hver eru þau fjögur mannanöfn sem þú sérð út um gluggann? 3. Tvo fætur hef ég, en aðeins þegar ég hvíli mig snerta þeir grund. Hver er ég? 4. Hvað er það sem Guð gefur þér tvisvar, en í þriðja sinn þarft þú að borga fyrir það? 5. Hvað getur svarað öllum spurningum, og það á öllum tungu- málum? Svör: 1. Eldur. 2. Loftur, Stígur, Steinn, Máni. 3. Hjólbörur. 4. Tennur. 5. Bergmál. Bragi Halldórsson 106 „Er þetta ekki talnavölundarhúsið þar sem við eigum að byrja á bláu tölunni neðst og með því að fylgja bara sléttum tölum lárétt og lóðrétt en ekki á ská, finna leið upp á topp teningsins, bláu tölunnar sex?,“ spurði Kata. „Jú,“ sagði Lísaloppa. „Við eigum að fylgja sléttu tölunum 2, 4, 6, og 8.“ „Mig minnti það,“ sagði Kata. „Mér gekk nú ekkert of vel síðast þegar við glímdum við svona þraut en nú skal það ganga betur,“ sagði hún ákveðin og keppnisskapið leyndi sér ekki. Getur þú fundið leiðina í gegnum teninginn með því að fylgja sléttu tölunum lárétt og lóðrétt? 8 6 2 5 3 7 8 6 2 5 7 9 2 5 2 4 1 8 4 3 7 8 3 2 6 8 5 6 4 2 5 4 2 6 7 6 5 4 8 1 7 4 5 9 3 8 2 4 2 5 2 2 6 5 2 3 6 3 5 6 3 4 2 3 5 1 2 6 4 2 8 4 4 6 4 2 5 2 9 1 3 6 2 9 7 6 7 3 1 3 7 3 2 8 7 8 5 8 9 4 8 4 2 5 4 3 9 2 6 8 5 2 1 3 6 8 6 4 2 6 2 1 6 4 3 7 3 2 8 2 7 2 2 6 4 7 8 6 8 4 5 1 5 6 Hvað er skemmtilegast við bækur? Það er að detta inn í söguna eins og þegar ég horfi á bíómyndir. Hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún? Það var Harry Potter og Fönixreglan og er um það þegar Fönixreglan heimsækir Harry Potter. Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í upp- áhaldi hjá þér? Fyrstu bæk- urnar sem voru í uppáhaldi hjá mér voru bækur eftir Ast- rid Lindgren, ein af þeim var Ég vil líka eignast systkini. Hvers lags bækur þykir þér skemmtilegastar? Mér finnst spennandi ævin- týrabækur eins og Harry Potter og svo er Grimms- systur-serían eftir Michael Buckley (búið að þýða tvær) æðislega skemmtileg. Það er spennandi þegar brotin byrja að raðast saman og heila myndin birtist í lokin. Í hvaða skóla gengur þú? Langholtsskóla. Ferðu oft á bókasafnið? Já, ég fer bæði í Sólheimasafn og skólasafnið í Langholtsskóla og svo kaupi ég mér bækur. Hver eru þín helstu áhugamál? Ég æfi söng, leiklist og dans. Kolbrún Sara Haraldsdóttir 12 ára

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.