Fréttablaðið - 26.07.2014, Qupperneq 66
26. júlí 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 38
Tekjur íslenskra liða af Evrópukeppnum
FÓTBOLTI Kvennalið Selfoss braut
blað í sögu félagsins á fimmtudags-
kvöldið þegar það tryggði sér sæti í
úrslitaleik Borgunarbikarsins eftir
sigur á Fylki, en Selfoss hefur aldrei
áður átt lið í úrslitaleik bikarkeppn-
innar í knattspyrnu, hvorki kvenna-
né karlalið.
Sigurinn var þó allt annað en auð-
sóttur. Staðan var jöfn, 2-2, að lokn-
um venjulegum leiktíma og fram-
lengingu. Alexa Gaul var svo hetja
Selfyssinga í vítakeppninni þar sem
hún varði öll þrjú víti Fylkiskvenna
og skoraði sjálf úr sinni spyrnu.
„Þetta var ótrúlega sætt og ótrú-
lega skemmtilegur leikur að spila,“
sagði fyrirliðinn Guðmunda Brynja
Óladóttir sem fannst Selfyssingar
vera með undirtökin stóran hluta
leiksins. „Mér fannst við vera betri
aðilinn fyrsta hálftímann í báðum
hálfleikjum, en svo duttum við niður
og þær refsuðu okkur. Þetta var bar-
áttuleikur tveggja liða sem vildu svo
sannarlega komast í úrslitaleikinn.
En Alexa er frábær í vítum og það
var meiri ró yfir okkur en Fylkis-
liðinu í vítaspyrnukeppninni,“ bætti
Guðmunda við, en hún hefur verið
lengi að þrátt fyrir ungan aldur.
Guðmunda hefur skorað 25 mörk í
45 leikjum fyrir Selfoss í efstu deild.
Guðmunda segir sigurinn á
fimmtudaginn stærstu stundina á
ferlinum til þessa: „Já, ég held það.
Þetta toppaði það þegar við fórum
upp um deild fyrir þremur árum.
Við erum allar mjög spenntar. Þetta
er náttúrulega fyrsti bikarúrslita-
leikurinn hjá flestum okkar og
verður ótrúlega spennandi,“ sagði
Guðmunda sem bar lof á Dagnýju
Brynjarsdóttur og Thelmu Björk
Einarsdóttur, sem komu til Selfoss
fyrir tímabilið, og sagði þær eiga
stóran þátt í góðu gengi liðsins á
tímabilinu.
Bikarúrslitaleikurinn fer fram
á Laugardalsvelli þann 30. ágúst
næstkomandi. - iþs
Allar mjög spenntar
fyrir úrslitaleiknum
Selfoss komst í fyrsta sinn í sögu félagsins í úrslitaleik
bikarkeppninnar eft ir sigur á Fylki á fi mmtudaginn.
EINBEITT Guðmunda Brynja Óladóttir
er fyrirliði Selfoss. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI Annað árið í röð hafa
íslensk félög góðar tekjur af þátt-
töku sinni í Evrópukeppnunum
en árangur FH og Stjörnunnar í
Evrópudeildinni í ár þýðir að þau
fjögur íslensku lið sem tóku þátt í
Evrópukeppnunum hafa nú þegar
tryggt sér 196 milljónir króna.
Íslensku liðin hafa þó ekki enn
náð tekjum síðasta árs, sem fóru
yfir 200 milljónir. Mestu munaði
um árangur FH sem komst áfram
í þriðju umferð forkeppni Meist-
aradeildar Evrópu og tryggði sér
þannig 112 milljónir frá Knatt-
spyrnusambandi Evrópu, UEFA.
FH og Stjarnan eru nú þegar
hvort komið með samtals 60 millj-
ónir í öruggar tekjur fyrir að
komast í þriðju umferð forkeppni
Evrópudeildarinnar en 23 millj-
ónir bætast við fyrir sigur í næstu
umferð. Fram féll úr leik í fyrstu
umferð keppninnar í ár og fékk
tæpar nítján milljónir frá UEFA.
Verðmætast er þó að komast í
Meistaradeildina en Íslandsmeist-
arar KR fóru beint í 2. umferð for-
keppninnar. Þó svo að liðið hafi
þar lotið í lægra haldi fyrir Celtic
fær KR engu að síður 58 milljónir
frá UEFA fyrir þátttöku sína í
keppninni. KR hafði einnig vænar
tekjur af því að selja BBC Scotland
sjónvarpsrétt leiksins en Krist-
inn Kjærnested, formaður knatt-
spyrnudeildar KR, segir að það
hafi reynst mikill happafengur.
„Það var annar heimur en við
höfum áður upplifað í þessum
málum. Þetta var væn upphæð,“
segir Kristinn en vildi þó ekki gefa
upp hversu mikið hafi fengist fyrir
réttinn. „Það var þó ekki jafnhá
upphæð og við fengum frá UEFA
og nokkuð undir því. En væn engu
að síður.“
Rándýrt ferðalag til Kasakstan
Tekjurnar frá UEFA segja þó
aðeins hálfa söguna því oft getur
gríðarmikill ferðakostnaður fylgt
þátttöku í Evrópukeppni. Eitt besta
dæmið um það er ferð Breiðabliks
til Kasakstan eftir að liðið dróst
gegn Aktobe í fyrra.
„Sú umferð kom út í 2-3 millj-
óna tapi fyrir okkur,“ sagði Borg-
hildur Sigurðardóttir, formaður
knattspyrnudeildar Breiðabliks,
við Fréttablaðið en félagið fékk um
20 milljónir króna fyrir þátttöku
sína í þriðju umferð, líkt og FH og
Stjarnan nú. Borghildur sagði að
félagið hefði bæði þurft að gista í
München á leiðinni heim og að fara
með leiguflugi þaðan til Kasakstan
og til baka.
FH slapp því vel þegar ljóst var
að liðið myndi mæta Elfsborg frá
Svíþjóð í næstu umferð en ekki liði
frá Bakú í Aserbaídsjan.
„Það munaði heilmiklu fyrir
okkur, ekki síst fjárhagslega,“ sagði
Jón Rúnar Halldórsson, formaður
knattspyrnudeildar FH.
Fleiri kostnaðarliðir
Stjarnan er nú að taka þátt í Evr-
ópukeppni í fyrsta sinn en hingað
til hafa ferðalög liðsins verið hag-
stæð – til Wales og Skotlands. Næst
heldur liðið til Póllands.
Almar Guðmundsson, for maður
knattspyrnudeildar Stjörnunnar,
segir þó að ýmsir aðrir kostnaðar-
liðir falli til, sérstaklega fyrir
lið sem eru að taka þátt í Evr-
ópukeppni í fyrsta sinn eins og
Stjarnan gerir nú.
„Til dæmis eru gerðar kröfur
um ákveðnar læknisskoðanir sem
kosta um eina og hálfa milljón. Það
er heilmikið sem tínist til,“ sagði
Almar en þess má geta að fleiri
tekjuliðir bætast sömuleiðis við,
eins og sala aðgangsmiða.
Formennirnir eru sammála um
að tekjur af þátttöku í Evrópu-
keppni skipti íslensku liðin miklu
máli og Almar bendir á tekjur af
Evrópukeppni geti skapað ójöfnuð
á milli íslensku liðanna.
„Það reyndist okkur alltaf mjög
erfitt að halda í við þau lið sem tóku
reglulega þátt í Evrópukeppninni,“
segir Almar. „Tekjur sem þessar
hjálpa verulega til við rekstur
deildarinnar og uppbyggingu til
framtíðar. Því hafa þær svo mikið
að segja.“
eirikur@fretttabladid.is
Hafa tryggt sér 196 milljónir
Íslensku félögin sem komust í Evrópukeppnina í ár hafa nú þegar tryggt sér rétt tæpar 200 milljónir króna í
tekjur frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA. FH og Stjarnan eiga möguleika á að afl a sér enn frekari tekna.
EVRÓPA Stjörnumenn halda Evrópuævintýri sínu áfram eftir magnaðan sigur á
Motherwell. Næsti mótherji er pólska liðið Lech Poznan. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Evrópudeildin Meistaradeildin
1. umferð 18,5 m. kr.
2. umferð 20,0 m. kr. 58,0 m. kr. *
3. umferð 21,6 m. kr.
* Þar af fær KR 30,9 m. kr. frá UEFA fyrir að komast ekki í riðlakeppnina.
STJARNAN – ÍBV
Sunnudag 27. júlí kl. 17.00
PEPSI–DEILDIN
Allir á völlinn!
EINN AF
LYKIL LEIKJUM
ÁRSINS!
Nj
óttu
með v
eitingum frá Aal
to Bi
str
o
GOLF Ólafía Þórunn Kristins-
dóttir og Ragnhildur Kristins-
dóttir, báðar úr GR, eru efstar og
jafnar eftir tvo hringi á Íslands-
mótinu í höggleik. Ólafía lék á
einu höggi undir pari í gær og
Ragnhildur á parinu, en þær eru
báðar á fjórum höggum yfir pari.
Birgir Leifur Hafþórsson er
í forystu á sínum heimavelli í
karlaflokknum. Hann spilaði
á þremur höggum undir pari í
gær og er samtals á átta höggum
undir pari, fjórum höggum á
undan næsta manni. - tom
Mikil spenna í
kvennafl okki
ANNAR TITILL? Ólafía Þórunn varð
meistari árið 2011. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
SPORT