Fréttablaðið - 14.08.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.08.2014, Blaðsíða 2
14. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 3 brennarar úr ryðfríu stáli Opið laugardaga til kl. 16 FJÖLMIÐLAR Ríkisútvarpið hefur ákveðið að hætta að útvarpa morg- unbæn, morgunandakt og Orði kvöldsins á Rás 1 frá og með 28. ágúst næstkomandi. „Mér líst afar illa á þetta. Ég efast ekki um að fólk á eftir að sakna þessara dagkrárliða,“ segir Hjálmar Jónsson dómkirkjuprest- ur. Hann segir ekkert koma í stað- inn fyrir bænahald. Fólki á öllum aldri hafi þótt gott að byrja daginn á að hlusta á morgunbæn og sömu- leiðis að ljúka deginum með því að hlusta á Orð kvöldsins. Hjálmar segist líta svo á að bænirnar séu ákveðin þjónusta við fólkið í land- inu. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir að eldra fólk sé dyggustu hlustendur Rásar eitt. „Það er ósvinna að taka bænirnar af dagskránni. Fólk hlustar á Rás eitt, þar á meðal bænirnar,“ segir Jóna Valgerður. „Ég vona að biskupinn og prest- ar landsins mótmæli þessari ákvörðun og það verði hætt við hana,“ segir Jóna Valgerður. Þröstur Helgason, dagskrár- stjóri Rásar eitt, segir að um næstu mánaðamót fari vetrar- dagskrá RÚV í loftið og þá verði nokkrar breytingar. „Hluti breytinganna snýr að því að skerpa á dagskrárframsetn- ingu og fækka stuttum uppbrot- um á dagskránni,“ segir hann. Á meðal dagskrárliða sem falli út séu áðurnefndir bænaþættir en í staðinn verði efnt til nýs þáttar á besta útsendingartíma eftir kvöld- fréttir á sunnudögum þar sem fjallað verður um trú, menningu og samfélag. „Um er að ræða pistlaröð þar sem prestar, guðfræðingar og annað fólk innan þjóðkirkjunnar hafa orðið ásamt fleirum sem hug- leitt hafa samspil trúar, menning- ar og samfélags fyrr og nú,“ segir Þröstur. Hann segir að með þessu sé stefnt að því að umrætt efni nái eyrum fleiri landsmanna en þeir dagskrárliðir sem falla burt. Hlustun á þá hafi verið afar lítil. Þröstur segir að samhliða breyt- ingunum verði bænaefni gert aðgengilegt á nýjum vef sem fari í loftið í haust og þannig verði fjöldi bæna gerður aðgengilegur fyrir almenning. johanna@frettabladid.is Lestri bæna hætt í Ríkisútvarpinu Dagskrárstjóri Rásar eitt segir litla hlustun á bænir, nýr þáttur muni leysa þær af hólmi. Dómkirkjuprestur segir bænalesturinn þjónustu við fólkið í landinu. For- maður Landssambands eldri borgara vill að biskup og prestar landsins mótmæli. BÆNALESTUR Um næstu mánaðamót fer vetrardagskrá Ríkisútvarpsins í loftið. Bænastundir kvölds og morgna falla þá niður en þeirra í stað kemur nýr þáttur á sunnudagskvöldum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ríkisútvarpið hefur áður tekið dagskrárliðinn Orð kvöldsins af dagskrá, það var árið 2007. Orð kvöldsins er kvöldbæn Rásar eitt. Margir mótmæltu hástöfum þegar bænin var tekin af dagskrá. Þremur mánuðum síðar til- kynnti Páll Magnússon útvarpsstjóri að Orð kvöldsins yrði sett aftur á dag- skrá og fór það aftur í loftið 7. janúar 2008. Í frétt sem birtist af því tilefni í Fréttablaðinu segir að eldri borgarar hafi átt fund með útvarpsstjóra og í kjölfarið hafi verið ákveðið að setja bænina aftur á dagskrá. Bænahlé í þrjá mánuði Andrés, eru lög um verndar- tolla á kjöti kýrskýr? Nei, þau eru nautheimsk. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Sam- taka verslunar og þjónustu, er gagnrýninn á lög um verndartolla á innflutt kjöt. Hann segir tollana bitna á neytendum því innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. VIÐSKIPTI Lífræni heildsalinn Kaja organic ehf. hefur kært fyrrver- andi stjórnendur Lifandi mark- aðar fyrir fjársvik og blekkingar. Þar með fylgir fyrirtækið í fótspor heildsölunnar Innness ehf. sem kærði stjórnina í síðasta mánuði fyrir sömu sakir. Eins og Fréttablaðið greindi frá þann 28. júlí síðastliðinn snúa ásakanir heildsalanna að viðskipt- um Lifandi markaðar eftir að fyr- irtækið óskaði eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta. Gerðar voru pantanir hjá báðum heild- sölunum þrátt fyrir að Lifandi markaði mætti vera ljóst að ekkert yrði af greiðslu þeirra skulda sem fyr- irtækið stofnaði til. Jafnframt gerir Kaja org- anic ehf. kröfu um endurgreiðslu á eldri skuld fyrir tækisins. Krafa Kaja organic í þrotabú Lifandi markaðar hljóðar upp á rúmar 900 þúsund krónur. „Ástæða þess að ég kæri er að vinnubrögð varðandi þetta gjald- þrot eru óskaplega skrítin. Maður er svo ósáttur við að það skuli líð- ast að stjórnendur geti lokað virð- isaukaskattsnúmerinu en haldið viðskiptum áfram,“ segir Karen Emilía Jónsdóttir, eigandi Kaja organic ehf. Eigandi Lifandi markaðar var verðbréfafyrirtækið Virðing. „Þegar ég frétti þetta þá sendi ég bréf á forstjóra Virðingar, stjórn- arformann Lifandi markaðar og framkvæmdastjóra eignastýring- ar og spurði hvernig stæði á því að fyrirtæki sem gefur sig út fyrir að vera betra en önnur fyrirtæki hvað varðar viðskiptasiðferði skuli haga sér svona. Ég fékk svar þess efnis frá stjórnarformanninum að þetta væri ekki lengur í þeirra höndum því þetta væri komið til gjaldþrotaskipta,“ segir Karen. - ssb Heildsali telur Lifandi markað hafa beitt blekkingum og svikum í aðdraganda gjaldþrots fyrirtækisins: Fleiri kæra fyrrverandi stjórn Lifandi markaðar SAMGÖNGUR „Við einfaldlega neitum að trúa því að íslenskir þingmenn séu afskiptalausir um velferð íbúa Vestfjarða,“ segja þeir Ólafur Sæmundsson, formaður Patreksfirðingafélagsins, og Guðmundur Bjarnason, formaður Arnfirðingafélagsins. Í bréfi sem þeir rituðu öllum þingmönnum krefjast þeir þess að Vestfjarðavegur verði boðinn út ekki seinna en 1. febrúar 2015. „Lífsnauðsynlegar samgöngubætur sitja á hak- anum og eru á byrjunarreit, rétt eins og fyrir mörg- um árum. Ekkert þokast áfram og stjórnvöld taka ekki af skarið eins og nauðsynlegt er og höggva á hnútinn. Hér er horft til vegabóta í Gufudalssveit en þar kasta stofnanir ríkisins hugmyndum á milli sín sem allir, utan örfárra svo kallaðra umhverfissinna, eru sammála um að séu ekki aðeins skynsamleg- ar heldur og bráðnauðsynlegar. Þessar vegabætur eru kjarninn í því að viðhalda og efla samfélagið en örfáir og háværir einstaklingar halda þeim í herkví og ekkert gerist,“ segir í bréfinu. Þá segir að fjallvegir séu stórhættulegir á vetrum og margir hreinlega treysti sér ekki til að aka um þá í snjó og hálku. „Þetta á ekki síður við um ferða- menn sem sleppa svæðinu og fara þess í stað eitt- hvert annað,“ segir í bréfinu. Ekki þurfi að liggja sérlega lengi yfir kortum til að sjá að núverandi fyr- irkomulag gangi ekki upp, kyrrstaðan sé óviðunandi og framtíðin liggi í nýjum vegi. - jhh Formenn Patreksfirðingafélagsins og Arnfirðingafélagsins krefjast úrbóta: Segja fjallvegina stórhættulega ÞINGFUNDUR Skorað er á þingmenn að beita sér fyrir því að Vestfjarðavegur verði lagður. FRÉTTABLAÐIÐ//DANÍEL. ÍRAK, AP Núrí al Malíki, forsætisráðherra Íraks, hyggst bíða úrskurðar stjórnlagadómstóls Íraks áður en hann tekur ákvörðun um það hvort hann gefi embættið eftir. Í sjónvarpsávarpi í gær ítrekaði hann ásakanir sínar um að forseti landsins hefði brotið stjórnarskrá landsins með því að fela Haider al Abadi, varaforseta þingsins, að mynda nýja ríkisstjórn. „Það er bæði siðferðileg skylda og skylda við föðurlandið að halda í embættið til að verja réttindi kjósenda,“ sagði hann, og bætti því við að með þessu væri hann að verja íraska ríkið. Hann hefur misst nánast allan stuðning bæði á þingi og meðal leiðtoga annarra landa eftir að vígamenn náðu undir sig stórum hluta landsins. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að neyðarástand vofi yfir flóttafólki, sem hrakist hefur undan sókn vígamannanna í norðanverðu Írak. - gb Forsætisráðherra Íraks segist þurfa að verja ríkið: Malíki bíður dómsúrskurðar HJÁLPINNI FEGIÐ Flóttafólk flykkist til að ná sér í vatnsflöskur í Bajid Kandala- flóttamannabúðunum, þar sem þúsundir Jasída eru niður komnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EFNAHAGSMÁL Hagfræðideild Landsbankans spáir því að pen- ingastefnunefnd Seðlabankans haldi stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi þann 20. ágúst næstkomandi. Í spá bankans er bent á að litlar breytingar hafa orðið frá síðustu vaxtaákvörðunum á þeim megin- hagstærðum sem kallað gætu á vaxtabreytingu. Þar er einnig rifjað upp að stýrivextirnir hafa staðið óbreyttir frá nóvember- mánuði 2012. - hg Ekki verið breytt í nær tvö ár: Spáir óbreytt- um stýrivöxtum LÖGREGLUMÁL Ákæra hefur verið birt lögreglumanni sem grunaður er um að hafa flett upp í upplýs- ingakerfi lögreglunnar, svoköll- uðu Löke-kerfi. Hann er ákærður fyrir að hafa haustið 2013 flett upp nöfnum 45 kvenna í mála- skrárkerfi lögreglu og skoðað þar upplýsingar um konurnar. Einnig að hafa í ágúst 2012 sent tölvu- skeyti á Facebook með upplýs- ingum sem leynt áttu að fara, þ.e. nafn og lýsingu á aðila sem lög- regla hafði afskipti af. - jhh Grunaður um ítrekuð brot: Ákæra birt lögreglumanni KAREN EMILÍA JÓNSDÓTTIR SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.