Fréttablaðið - 14.08.2014, Side 6
14. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Hvaða menntaskóli mun ekki starfa
í vetur?
2. Hversu mikið hefur nautahakk
hækkað síðustu átján mánuði?
3. Hvaða þjóðarbrot er á hrakhólum í
norðurhluta Íraks?
SVÖR
1. Menntaskólinn Hraðbraut. 2. Um 15
prósent. 3. Jasídar.
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Amerískir með klakavél
án klakavélar
kr. 179.900
með klakavél
kr. 399.900
KYNNINGARVERÐ
SJÁVARÚTVEGUR Ef Rússar standa
við innflutningsbann sitt á mat-
vöru frá Evrópusambandslönd-
um, Bandaríkjunum, Ástralíu og
Noregi gæti það gefið tækifæri
til að kynna nýjar sjávarafurð-
ir á þessum risastóra markaði.
Lengra verður vart gengið í sölu
upp sjávar tegunda.
„Ef Rússar byrja að kaupa
þorskflök frá Íslandi á samkeppn-
ishæfu verði þá mun að sjálfsögðu
skapast algjörlega ný staða. Það
er ef til vill smá tækifæri núna á
að kynna betur fyrir rússneskum
kaupendum hvaða aðrar tegundir
við getum boðið og í hvaða fram-
leiðsluformi,“ segir Friðleifur
Friðleifsson, framkvæmdastjóri
sölumála hjá Iceland Seafood.
Fréttablaðið greindi frá því í
gær að árið 2003 fluttu Íslending-
ar út sjávarafurðir fyrir 600 millj-
ónir til Rússlands. Í fyrra voru
útflutningsverðmætin 18,6 millj-
arðar króna. Aukningin er 32-föld.
Þetta kemur fram í nýrri grein-
ingu Íslenska sjávarklasans. Þessi
aukning kemur fyrst og fremst
til af sölu uppsjávarafurða, og þá
makríls sem skýrir tæpa níu millj-
arða af heildartölunni. Á síðasta
ári skapaði heilfrystur uppsjávar-
fiskur útflutningsvirði upp á 38
milljarða, en þar af skilar Rúss-
landsmarkaður 14 milljörðum, eða
ríflega 37 prósentum.
Friðleifur segir að Rússlands-
markaður hafi vaxið samfara
aukinni framleiðslu á Íslandi á
uppsjávartegundum t.d. síld og
makríl, og sé undirstaðan í við-
skiptum þangað ásamt loðnu-
afurðum. Þá hafi sala á karfa
aukist verulega sem sé merki um
aukinn kaupmátt í Rússlandi.
En eru einhverjar matarholur til
viðbótar við þann útflutning sem
þegar fer á Rússlandsmarkað?
„Ég tel að markaður fyrir makr-
íl frá Íslandi inn á Rússlandsmark-
að sé nokkurn veginn í toppi. Rúss-
ar eru einnig með eigin veiðar á
makríl og eru sjálfum sér nógir
með ákveðinn hluta af markaðn-
um. Það gætu hins vegar skap-
ast tækifæri í sölu á öðrum afurð-
um og öðrum fisktegundum inn á
þennan markað og þá horfir maður
aðallega á þorsk og ufsa,“ segir
Friðleifur.
Þessar tegundir sem Friðleifur
nefnir eru Rússar vanir að kaupa
hausaðar, þ.e. ekki flök. Íslensk
fyrirtæki framleiða nánast bara
flök í þessum tegundum og selja
á hærra verði en hausaðan fisk á
markaði í Frakklandi, Bretlandi og
Bandaríkjunum. svavar@frettabladid.is
Gæti gefið tækifæri
í sölu nýrra afurða
Lítið svigrúm er til sölu á meiri makríl á Rússlandsmarkað. Innflutningsbann rúss-
neskra stjórnvalda gæti gefið nýtt tækifæri til að kynna nýjar sjávarafurðir á rúss-
neska markaðnum. Þær tegundir sem koma til greina eru flök af þorski og ufsa.
ÚTSKIPUN Ekki er loku fyrir það skotið að innflutningsbann Rússa skapi tækifæri
til að kynna þeim nýjar tegundir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SVISS, AP Ellefu manns slösuðust þegar farþegalest varð fyrir aur-
skriðu um hádegið í gær í djúpum dal milli Tiefencastel og Solis í
Sviss. Þrír lestarvagnar fóru út af sporinu, en lögregla segir að um
140 manns hafi verið í lestinni. Einn vagnanna hefði hrapað niður í
djúpt gil ef hann hefði ekki stöðvast á trjám í fjallshlíðinni.
Miklar rigningar hafa verið á þessum slóðum síðustu daga.
Fimm farþeganna voru sagðir alvarlega slasaðir en hinir sex hlutu
minniháttar meiðsli. - gb
Aurskriða féll á járnbrautarlest og ellefu manns slösuðust:
Lestarvagn stöðvaðist á trjám
SLÖSUÐUM BJARGAÐ Nota þurfti þyrlur til björgunarstarfa þar sem enginn akveg-
ur er nálægt slysstaðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VÍSINDI Jóhann
Páll Hreins-
son ver doktors-
ritgerð sína í
læknavísindum
frá Læknadeild
Háskóla Íslands.
Hann er sá yngsti
sem hefur lokið
doktorsprófi frá
Heilbrigðisvísindasviði HÍ, verður
27 ára í september.
Ritgerð Jóhanns Páls ber heitið
Blæðingar frá meltingarvegi:
nýgengi, orsakir, tengsl lyfja og
horfur. - jhh
Yngstur til að ljúka prófi:
27 ára gamall
doktor
EFNAHAGSMÁL Staða ríkissjóðs er
grafalvarleg, skuldir eru miklar
og vaxtakostnaður verulegur,
segir í Hagsjá Landsbankans í
gær. Þá bíði fleiri stór vandamál
handan við hornið eins og staða
Íbúðalánasjóðs og ófjármagnað-
ar lífeyrisskuldbindingar. „Það
er augljóslega eitt af brýnustu
verkefnum íslensks efnahagslífs
að tökum verði náð á ríkisfjár-
málunum og skuldahalinn stytt-
ur,“ segir í Hagsjánni.
Þar segir jafnframt að þörf sé
á meiri aga í ríkisfjármálum.
- jhh
Fjármál brýnasta verkefnið:
Grafalvarleg
staða ríkisins
HEILSA „Ég bjóst ekki við þessu enda er best að
búast ekki við svona,“ segir Ólöf Nordal. Illkynja
æxli var fjarlægt úr líkama hennar á dögunum. Ólöf
Nordal, formaður bankaráðs Seðlabankans og fyrr-
verandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fékk
óvænt tíðindi er hún brá sér til Íslands fyrir nokkr-
um vikum til að vera viðstödd brúðkaup. Stórvin-
kona hennar, Ásthildur Sturludóttir, sveitarstjóri á
Patreksfirði, gekk í það heilaga.
Ólöfu fannst hún vera orðin svo mikil um sig
miðja auk þess sem hún fann að hún var ekki söm.
Ákvað hún því að leita til læknis. „Á örskotsstundu
skiptu fyrri plön engu máli, hversdagslegu verk-
efnin víkja núna fyrir þeirri stærstu áskorun sem
ég hef staðið frammi fyrir. Óboðinn gestur hafði
nefnilega sest að innra með mér,“ segir Ólöf í skila-
boðum til lesenda heimasíðu hennar í dag. Ólöf
hefur búið í Genf í Sviss með fjölskyldu sinni en
fram undan voru flutningar til New York-borgar.
„Praktísku atriðin voru komin á gott skrið, skóla-
mál, íbúðarmál – allt hefðbundin verkefni sem
fylgja því að flytja milli landa. Alpalandið var kvatt
með söknuði í bili og við hlökkuðum til að takast á
við nýjar áskoranir.“ Ólöf gekkst undir uppskurð
á dögunum þar sem illkynja æxlið var fjarlægt.
Læknar telja aðgerðina hafa gengið vel.
- ktd
Ólöf Nordal, formaður bankaráðs Seðlabankans, gekkst undir uppskurð:
Greindist með illkynja æxli
Í SEÐLABANKANUM Ólöf er formaður bankaráðs Seðlabanka
Íslands. FRÉTTABLAÐIIÐ/VALLI
STJÓRNMÁL „Fulltrúar fjármála-
ráðuneytisins komu á fund fjár-
laganefndar Alþingis í gær. Þeir
sögðu að fjármálaráðuneytið
myndi leita skýringa á því hvers
vegna farið var að úthluta 380
milljónum úr Framkvæmda-
sjóði ferðamannastaða í vor án
þess að Alþingi hafi veitt heim-
ild fyrir því,“ segir Vigdís Hauks-
dóttir formaður Fjárlaganefndar
Alþingis.
Vigdís segir að fulltrúar fjár-
málaráðuneytisins ætli að krefja
atvinnu- og
nýsköpunar-
ráðuneytið
svara. Sjá lf
segist hún vilja
fá svör við því
hvort það sé
ætlunin að pen-
ingarnir komi
á fjáraukalög-
um eða hvort
þeir hafi verið
teknir af óráðstöfuðu fé ráðu-
neytisins. Vigdís segist hafa verið
ánægð með viðbrögð fjármála-
ráðuneytisins í málinu.
Næsti fundur fjárlaganefnd-
ar verður 25. þessa mánaðar. Þá
koma á fund nefndarinnar starfs-
menn innanríkisráðuneytisins og
velferðarráðuneytisins.
Nokkrar undirstofnanir þess-
ara ráðuneyta fóru langt fram
úr fjárheimildum á fyrri hluta
ársins. Má þar nefna Landspítal-
ann, Sjúkratryggingar Íslands og
Vegagerðina.
- jme
Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vekur spurningar formanns:
Vill fá að vita hver veitti heimild
VIGDÍS
HAUKSDÓTTIR
BRASILÍA, AP Eduardo Campos,
forsetaframbjóðandi brasilíska
Sósíalistaflokksins, fórst í flug-
slysi í gær ásamt sex manna föru-
neyti sínu, þar á meðal fjölmiðla-
ráðgjafa sínum, ljósmyndara,
myndatökumanni og tveimur flug-
mönnum.
Campos hafði verið í þriðja sæti
samkvæmt skoðanakönnunum, en
Dilma Rousseff, sem setið hefur á
forsetastóli síðan 2011, þykir eiga
mesta möguleika á sigri.
Kosið verður þann 5. október. - gb
Flugslys í Brasilíu:
Forsetaefni
sósíalista fórst
Ef Rússar byrja að
kaupa þorskflök frá
Íslandi á samkeppnishæfu
verði þá mun að sjálfsögðu
skapast algjörlega ný
staða.
Friðleifur Friðleifsson,
Iceland Seafood.JÓHANN PÁLL
HREINSSON
VEISTU SVARIÐ?