Fréttablaðið - 14.08.2014, Síða 12
14. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 12
MENNTUN Ísland gegnir formennsku
í Norrænu ráðherranefndinni á
þessu ári. Af því tilefni hófst í gær á
Hilton Nordica Hóteli tveggja daga
ráðstefna um starfsþróun kennara
frá leikskóla til háskóla.
Einn þriggja aðalfyrirlesaranna,
Pasi Sahlberg, skólamaður frá
Harv ard-háskóla, stígur í pontu í
dag. Hann er höfundur bókarinnar
Finnish Lessons, sem hefur notið
vinsælda bæði hjá stjórnmálamönn-
um og fólki innan skólakerfisins.
Námsárangur finnskra skóla-
barna hefur vakið athygli og hafa
alþjóðlegar mælingar sýnt fram á
að menntakerfið þar í landi virki
vel. „Nemendur hafa staðið sig
vel á mörgum sviðum og kennur-
um líður almennt mjög vel í starfi
sínu,“ segir Sahlberg. „Marg-
ir halda að Finnland sé einhver
kraftaverkastaður og það er að
vissu leyti rétt en við glímum samt
við okkar vandamál.“
Valdið er mikilvægt
Niðurstöður alþjóðlegrar PISA-
rannsóknar sýndu í fyrra að Ísland
og Svíþjóð voru með lakasta árang-
ur allra Norðurlandanna og að
íslenskum nemendum hefði farið
aftur í stærðfræðikunnáttu, les-
skilningi og náttúrulæsi. Spurð-
ur hvort hann telji að kennsluað-
ferðunum sé um að kenna segir
Sahlberg að þær eigi vafalítið ein-
hvern þátt í niðurstöðunum. Frekar
eigi samt að horfa til skipulagsins
innan skólanna.
„Finnsku kennsluaðferðirnar eru
ekkert endilega árangursríkari en
til dæmis í Svíþjóð og á Íslandi. Ég
held að það sem er frábrugðið sé að
við höfum enn þá stefnu í finnsku
skólunum að skólastjórarnir hafa
vald yfir kennurunum og geta skip-
að þeim að gera eitthvað ef þeim
sýnist svo. Í skólastofunum gegna
kennararnir sama hlutverki. Það er
litið á kennarana sem leiðtoga sem
hafa vald til að segja hvernig hlut-
irnir eiga að vera,“ greinir Sahlberg
frá. „Í sumum löndum innan Skand-
inavíu sem ég hef heimsótt segjast
skólastjórarnir ekki hafa þetta vald.
Þeir geta ekki farið til kennaranna
og sagt þeim hvað þeir eiga að gera
og í mörgum löndum geta kennar-
arnir ekki sýnt vald sitt yfir nem-
endunum af því að það er ekkert
hlustað á þá.“
Þarf fólk sem hugsar öðru vísi
Hvað ætli sé það mikilvægasta
þegar kemur að menntun í dag?
„Það er að skilja hvert markmið
menntunar er. Robin Williams, sem
lést fyrr í vikunni, lék aðalhlutverk-
ið í Dead Poets Society, sem er ein
besta mynd sem gerð hefur verið
um kennslu. Þar sagði hann að það
mikilvægasta í námi væri að læra
að hugsa sjálfstætt,“ segir hann.
„Maður heyrir svo víða að vegna
alþjóðlegrar samkeppni og fleira
þurfi að mennta alla eins. Þetta er
röng aðferð að mínu mati. Ég tel
að megintilgangur kennslu sé að
mennta alla þannig að þeir verði
öðru vísi en náunginn við hliðina.
Í Finnlandi hef ég talað fyrir því
að við fylgjum ekki þessum alþjóð-
lega straumi. Við þurfum að virkja
þessa mismunandi hæfileika sem
fólk hefur í stað þess að steypa alla
í sama mót. Lítil lönd eins og Finn-
land, Ísland og hin Norðurlöndin
þurfa á fólki að halda sem hugsar
öðru vísi,“ bætir hann við.
„Mér finnst að í kennslu eigi að
hjálpa nemendum að uppgötva eigin
hæfileika, eigin sköpunargáfu og
eigin ástríðu. Við þurfum á því að
halda að fleiri nemendur sem ljúka
við skóla viti í hverju þeir eru góðir
og geti notað það til að breyta lífi
sínu og þjóð sinni. Í stað þess að
menn metist um hvor sé betri í vís-
indum vil ég hjálpa öllum að vera
eins og þeir vilja vera í raun og
veru.“ freyr@frettabladid.is
Nemendur uppgötvi hæfileika sína
Finninn Pasi Sahlberg frá Harvard-háskóla er einn þriggja fyrirlesara á ráðstefnu um starfsþróun kennara sem er haldin í Reykjavík. Hann
vill að Finnar leggi meiri áherslu á að virkja hæfileika hvers nemanda fyrir sig og hvetur íslensk stjórnvöld til að gera slíkt hið sama.
PASI SAHLBERG Finninn heldur fyrirlestur á Hilton Nordica Hóteli í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Robin Williams, sem
lést fyrr í vikunni, lék
aðalhlutverkið í Dead
Poets Society, sem er ein
besta mynd sem gerð
hefur verið um kennslu.
Þar sagði hann að það
mikilvægasta í námi væri
að læra að hugsa sjálfstætt
Pasi Sahlber
skólamaður