Fréttablaðið - 14.08.2014, Side 16
14. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 16
Ófáir Íslendingar hafa fengið
tölvupóst, símaskilaboð eða jafn-
vel símhringingu þar sem þeim
eru boðin hagstæð lán, kaup eða
þeim tjáð þau tíðindi að þeim hafi
hlotnast gríðarlegir fjármunir.
Undantekningalaust hangir ljótur
leikur á spýtunni svo best er að
hunsa öll erindi af þessari gerð,
segir upplýsingafulltrúi lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu en
því miður hafa málefni nokkurra
sem bitu á agnið lent þar. Oftast er
þó ógjörningur að ná fé sem eitt
sinn hefur verið sent á reikning
erlendis.
Svikahrapparnir beita ýmsum
brögðum og hér verða tekin saman
þau algengustu. Það nýjasta gæti
verið nokkuð sannfærandi ef ekki
væri fyrir textann sem svo oft
er greinilega unninn af þýðinga-
maskínu Google.
jse@frettabladid.is
Víða setið á svikráðum
við saklausa Íslendinga
Tækniframfarir heilla ekki einungis fólk sem vinnur í göfugum tilgangi. Óprúttnir menn eru lagnir við að
nýta sér tæknina til að komast í álnir og skýla sér bak við órafjarlægð, fölsuð nöfn og svikaloforð.
Fréttablaðið skoðaði málið og kannaði helstu brellurnar í bókinni.
1. Lottó eða happdrættisvinningur.
Viðtakanda er tilkynnt að hann hafi unnið fyrsta vinning sem sé himinhá
fjárhæð. Sendandinn segist nú þurfa upplýsingar til að koma peningunum
til viðtakandans. Þannig komast óprúttnir yfir mikilvægar upplýsingar.
Stundum er einnig farið fram á greiðslu sem sé nauðsynleg til að losa um
vinninginn.
2. Aðstoð við tölvuvírusa.
Með því að bjóða vírusvörn og þjónustu henni tengda geta óprúttnir
komist yfir kortanúmer og auðvitað er vírusvörnin spuni frá rótum.
3. Arfur.
Viðtakandi fær þær fregnir að fjarskyldur ættingi, sem ber jafnvel sama
föðurnafn og hann, hafi látist. Nú verði viðtakandinn að gefa upplýsingar
til að geta tekið við arfinum sem hans bíði og jafnvel reiða fram fé til að
losa um hann.
4. Leiga á íbúðum.
Flottar íbúðir eru boðnar til leigu á hlægilega lágu verði. Þegar búið er að
borga staðfestingargjald kemur í ljós að þær voru aldrei til leigu.
5. Lán á kjarakjörum.
Sömuleiðis getur viðtakanda borist auglýsing um lán á afar hagstæðum
kjörum. Þegar hinn óprúttni hefur fengið fé og upplýsingar kemur svo í
ljós að lánið stóð aldrei til boða.
6. Bíll til sölu.
Sendandinn beitir allri sinni skáldagáfu til að prjóna ástæður fyrir því að
hann geti ekki sýnt bílinn sem sé til sölu á afar hagstæðu verði. Sendand-
inn er vissulega erlendis svo það þarf að senda honum peninginn.
7. Nýjasta bellibragðið.
Nýverið hefur borið á því, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að
þrjótar brjótist inn í tölvur og sendi frá netfangi tölvueigandans póst á alla
þá sem vistaðir eru í tenglaskránni. Pósturinn er oftast ákall um hjálp þar
sem eigandi netfangsins segist hafa verið rændur og sé því strandaglópur
á erlendum flugvelli. Hann þarf því aur til að komast heim. Viðtakandinn
fær sem sagt póst frá einhverjum sem hann þekkir, með falskri hjálpar-
beiðni þar sem hann er beðinn að senda pening á ákveðinn reikning sem
síðan er í eigu svikahrappsins sem braust inn í tölvuna.
Sjö algengustu bellibrögðin í bókinni
VIÐ TÖLVUSKJÁINN Ef tíðindi, sem eru of góð til að trúa þeim, berast frá óþekkt-
um aðila, jafnvel á tölvuþýddri íslensku, þá ber heldur ekki að trúa þeim. Eins getur
verið gott að gjalda varhug við hjálparákalli þótt það komi frá kunnuglegu netfangi.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
RúmGott · Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) · Kópavogi · Sími 544 2121
Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 · www.rumgott.is
VIÐ FRAMLEIÐUM ÞITT RÚM EFTIR ÞÍNUM ÞÖRFUM
Framleiðum dýnur og rúm fyrir hótel og gistiheimili
FAGLEG RÁÐGJÖF OG
FRÍ LEGUGREINING
Komdu í heimsókn, prófaðu legugreininguna, og fáðu
faglega ráðgjöf um val á heilsudýnum, án skuldbindinga!
· SUMARÚTSALA ·
30-50% AFSLÁT
TUR
Ítölsk hágæða sófasett
Rým
ing
ars
ala
65%
afs
látt
ur a
f sý
nin
gar
sófu
m
MENNTUN Mímir – símenntun er
fluttur í nýjar höfuðstöðvar að
Höfðabakka 9 í Reykjavík. Hulda
Ólafsdóttir framkvæmdastjóri
segir að Mímir hafi verið opnað-
ur í nýja húsnæðinu 5. ágúst. „Við
höfum verið að leita okkur að
framtíðarhúsnæði og núna erum
við komin í það,“ segir Hulda.
Mímir var síðast í Ofanleiti 2, en
þar áður í Skeifunni 8. „Það er öll
aðstaða til fyrirmyndar í fram-
haldsfræðslunni. Það er eingöngu
fullorðið fólk sem er hér í námi
hjá okkur og aðstaðan er sniðin
að þörfum þess,“ segir Hulda í
samtali við Fréttablaðið. - jhh
Mímir flytur á Höfðabakka:
Fer í varanlegt
húsnæði
SAMGÖNGUR Fleiri ferðir voru
farnar frá Íslandi til Kaupmanna-
hafnar en nokkurrar annarr-
ar borgar í júlí síðastliðnum.
Þetta er nýmæli þar sem flestar
ferðirnar eru yfirleitt farnar til
Lundúna en næstflestar til Kaup-
mannahafnar. Á ferðavefnum
Túristi.is segir að yfir vetrar-
mánuðina láti nærri að fjórða
hver vél í Keflavík haldi til Lund-
úna og er umferðin þangað mun
meiri en til annarra borga. - jhh
Flestir til Kaupmannahafnar:
London ekki
lengur vinsælust
KAUPMANNAHÖFNN Íslendingar
flykktust til Danmerkur í júlí.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR.