Fréttablaðið - 14.08.2014, Blaðsíða 18
14. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 18
„Ásýndin sem er verið að reyna
að skapa er sú að eitthvað sé að í
Seðlabankanum. Ég kannast ekki
við það. Ég þekki þennan leik,“
segir viðmælandi Fréttablaðs-
ins hjá Seðlabankanum sem vill
ekki koma fram undir nafni vegna
umræðu um stöðu lífeyristrygging-
arsamninga.
Seðlabankinn ákvað fyrr í
sumar að stöðva gjaldeyrisvið-
skipti umboðsaðila erlendra
tryggingafélaga hér á landi á
grundvelli samninga um meðal
annars viðbótartryggingavernd,
söfnunartryggingar og sparnað.
Málið er risavaxið því það snert-
ir beina hagsmuni 35.000 Íslend-
inga sem gerðu samninga um líf-
eyristryggingar fyrir milligöngu
íslenskra miðlara hjá fyrirtækj-
unum Bayern, Allianz og Friends
Provident eftir að gjaldeyrishöft-
in voru lögfest. Um það bil 22.000
Íslendingar voru með slíka samn-
inga sem voru gerðir fyrir höft og
vegna meginreglu íslensks réttar
um bann við afturvirkni laga geta
höftin ekki náð yfir slíka samn-
inga.
Hefur veitt fresti og undanþágur
Það er mat stjórnenda Seðlabank-
ans að samningar sem hafi falið í
sér sparnað, en ekki bara trygg-
ingar, hafi alltaf verið ólögleg-
ir, alveg frá fyrsta degi, þ.e. þeir
samningar sem voru gerðir eftir
28. nóvember 2008 þegar höftin
voru lögfest. Það sem er undirorp-
ið óvissu er hvort Seðlabankinn
hafi gripið of seint til úrræða, þ.e.
leyft þessum sparnaði að vaxa of
lengi á skjön við gjaldeyrishöftin
eða hvort Seðlabankinn hafi fengið
rangar eða misvísandi upplýsingar
hjá söluaðilum þessara trygginga
eða miðlurum þeirra. Starfsmenn
Seðlabankans sem Fréttablað-
ið hefur rætt við segja að Seðla-
bankinn hafi ekki fengið réttar
upplýsingar um þessa trygging-
arsamninga á árunum 2010-2011.
Forsvarsmenn miðlara og lögmenn
þeirra hafi gefið til kynna að verið
væri að bjóða upp á tryggingar, en
ekki sparnað, sem er undanþeginn
höftum.
„Ég ætla ekki að fullyrða að
Seðlabankinn hafi fengið rangar
upplýsingar en bankinn sagði allt-
af að seljendur trygginganna yrðu
að bera ábyrgð á því að starfsem-
in væri í samræmi við lög. Þegar
um er að ræða sparnað þá er hann
undir höftunum. Það skiptir máli í
þessu að þessi starfsemi var ekki
eins umfangsmikil á þeim tíma,“
segir Már Guðmundsson seðla-
bankastjóri.
En lögmæti starfsemi getur
varla ráðist af umfangi hennar?
„Nei, enda breyttist svar okkar
ekkert. Smám saman fórum við að
athuga þetta og þá virðist bank-
anum ljóst að eitthvað af þessu
virðist ekki falla að gjaldeyris-
lögunum. Svo leiðir eitt af öðru
í stigmögnun þar til að við kom-
umst að þeirri niðurstöðu sem við
komumst að í júní. Það hafa verið
veittir frestir og ákveðnar varan-
legar undanþágur,“ segir Már.
Ef Seðlabankinn hefði farið í það
að kalla eftir þessum samningum
og lesa þá, hefði ekki mátt afstýra
þessari stöðu?
„Það er það sem hefur gerst. Það
tekur tíma að vinna svona mál. Í
öðru lagi voru ákveðin túlkunarat-
riði sem þurftu að komast á hreint.
Við erum að glíma við mörg flókin
mál með fámennu starfsliði.“ Már
áréttar að það sé undanþága í gildi
til halda samningunum óbreyttum
fram í síðari hluta október.
Örvænting hjá Seðlabankanum?
Upplifun gjaldeyrismiðlaranna
sem hafa selt þessa samninga er
að örvænting hafi gripið um sig
hjá Seðlabankanum. Fyrir liggur
tölvupóstur sendur af þáverandi
settum (ad hoc) yfirmanni gjald-
eyriseftirlits Seðlabankans til
starfsmanna Trygginga og ráð-
gjafar frá árinu 2010 þar sem
segir að það sé alveg skýrt að
samningarnir sem fyrirtækið sé
að selja séu undanþegnir höftum
þar sem um sé að ræða vöru- og
þjónustuviðskipti.
„Ég held að þetta snúist í prins-
ippinu um jafnræði. Við erum
með gjaldeyrishöft og það þarf að
fylgja þeim grundvallarreglum
sem fylgja höftunum. Þá er mjög
skrítið að leyfa þá einhverjum
öðrum að gera það ekki,“ segir við-
mælandi blaðsins hjá Seðlabank-
anum. Stjórnendur íslenskra líf-
eyrissjóða hafa talið að það skjóti
skökku við að menn hafi safnað
sparnaði erlendis í erlendum gjald-
eyri á meðan sjóðunum er meinað
að fjárfesta erlendis. Aðeins 22,4
prósent af eignasafni lífeyris-
sjóða er í erlendum gjaldeyri sem
er ósjálfbær staða til framtíðar
því neysla framtíðar lífeyrisþega
verður í gjaldeyri.
En hvers vegna er Seðlabanki
Íslands að vakna upp við vondan
draum árið 2014
meðan vandamálið,
ef vandamál má
kalla, hefur graf-
ið um sig eins
og mein árum
saman? Um er að
ræða 35.000
samninga á
sex árum.
Viðmæl-
endur
Frétta-
blaðsins
benda á
að í raun
hafi
Seðlabankinn viljað aðhafast árið
2011 til að stöðva það sem bank-
inn taldi ólögmætan sparnað en
þá hafi bankinn verið „stöðvaður“
af Árna Pála Árnasyni, þáverandi
efnahags- og viðskiptaráðherra.
Spurning um lögskýringu
„Seðlabankinn verður að skýra
það hvernig stjórnendur hans
mátu stöðuna. Ég taldi að það væri
alltaf mjög tvíbent hvort höftin
gætu átt við um sölu á þjónustuvið-
skiptum eins og samsettum trygg-
ingum. Ég er enn þeirrar skoð-
unar að rangt sé að teygja höftin
yfir svona samninga. Þetta er ekki
beinn sparnaður,“ segir Árni Páll í
samtali við Fréttablaðið. „Þetta er
alltaf spurning um lögskýringu en
líka skilgreiningu á höftunum. Þau
áttu ekki að hefta vöru- og þjón-
ustuviðskipti,“ bætir hann við.
Hætti Seðlabankinn við vegna
andstöðu þinnar?
„Ég þekki það ekki. Þeir verða
að svara því hvernig ákvörðun þeir
tóku en ráðherra málaflokksins fór
með höftin sem slík og löggjöfina
þar í kring. Þetta var túlkunin sem
við töldum eðlilega. Að hafa þessa
þröngu túlkun á höftunum. Þá væru
þau minnst truflandi fyrir við-
skiptalífið.“
Vegna lögbundins sjálfstæðis
Seðlabankans skipti þessi afstaða
ráðherrans í raun ekki máli nema
til að tryggja vinsamleg sam-
skipti fagráðherra málaflokksins
við Seðlabankann. Bankinn hefði
í krafti lögbundins hlutverks síns
og sjálfstæðis getað stöðvað söfn-
un sparnaðarins í samræmi við
lög um gjaldeyrismál en ákvað
að gera það ekki fyrr en þrem-
ur árum síðar, í júní 2014. Velta
má fyrir sér hvers vegna það tók
Seðlabankann allan þennan tíma
að komast að niðurstöðu og hvort
viðskiptavinir Allianz, Friends
Provident og Bayern-Versicher-
ung hafi í krafti réttmætra vænt-
inga öðlast rétt til að viðhalda
viðskiptasambandi við þessi fyr-
irtæki. Eins og Már Guðmunds-
son nefndi, þá áttaði Seðlabankinn
sig betur á eðli þessara samninga
við nánari skoðun. Í fyllingu tím-
ans fór bankanum að verða þessi
mynd skýr. Viðræður standa enn
yfir við erlendu tryggingarfélög-
in en stjórnendur Seðlabankans
hafa lagt áherslu á lausn sem raski
ekki hagsmunum þeirra þúsunda
Íslendinga sem eru í viðskiptum
við þessi félög. „Viðræður standa
enn yfir en það er ekki komin nið-
urstaða,“ segir Már Guðmunds-
son.
Samningarnir voru alltaf ólöglegir
Stjórnendur Seðlabankans meta það svo að lífeyristryggingarsamningar umboðsaðila erlendra tryggingafélaga hér á landi hafi alltaf verið
ólöglegir. Seðlabankastjóri vill ekki fullyrða að bankinn hafi fengið rangar upplýsingar frá forsvarsmönnum miðlara og lögmönnum þeirra.
SEÐLABANKASTJÓRI Már Guðmundsson segir bankann þurfa að glíma við mörg flókin mál með fámennu starfsfólki.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Sími: +45 39 40 11 22 dimex@dimex.dk
// Mikilvægasta sölusýning seinni hluta
ársins. Ómissandi vettvangur fyrir pantanir
vetrar- og jólaverslunarinnar. Fáðu innsýn
í strauma og stefnur vorsins. Alþjóðlegur
fjölbreytileiki innan heimilis- og gjafavara.
Perfect date // Perfect time //
myfavourite-
tendence.com
Sjáðu hvað mun
gera Tendence að
þínu eftirlæti:
30.8. – 2. 9. 2014
Laugardag – þriðjudags // Saturday – Tuesday
Þorbjörn
Þórðarson
thorbjorn@365.is
➜ Fjöldi lífeyristryggingar-
samninga hjá erlendum
tryggingarfélögum:
57.000 (áætlað)
➜ Fjöldi samninga sem
eru gerðir eftir 28.
nóvember 2008:
35.000
ÁRNI PÁLL
ÁRNASON
Um er að ræða samning um kaup á tryggingu um lífeyri þar sem seljandi
tryggingarinnar skuldbindur sig til að greiða tiltekna fjárhæð mánaðarlega
eftir töku lífeyris. Ólíkt hefðbundnum lífeyrissparnaði þar sem lífeyrisþegi
þarf að sæta skerðingu í samræmi við rekstur viðkomandi lífeyrissjóðs
skuldbindur hið erlenda tryggingarfélag sig til að greiða tiltekna fjárhæð
eftir töku lífeyris. Þetta er í raun bæði sparnaður og trygging.
Hvað er lífeyristryggingarsamningur?