Fréttablaðið - 14.08.2014, Page 21
FIMMTUDAGUR 14. ágúst 2014 | SKOÐUN | 21
Í framhaldi af niðurstöðu
nýrrar PISA-rannsóknar
sem bendir til versnandi
ástands í íslenska skóla-
kerfinu er vert að fjalla
sérstaklega um þann hóp
nemenda sem glímir við
geðröskun af einhverjum
toga. Þar eru nemendur
með ADHD fjölmennast-
ir eða um 5-10% og nem-
endur á einhverfurófi
eru um 1,2%. Auk þess
er talsverður fjöldi nem-
enda með aðrar raskanir
s.s. Tourette, áráttu-þráhyggju,
þunglyndi eða kvíða. Fjöldi barna
sem greinast með ADHD eða
einhverfu hefur tvöfaldast á síð-
ustu 10 árum. Töluvert er um að
barn greinist með fleiri en eina
geðröskun og eru fylgiraskan-
ir algengar. Flest þessara barna
glíma við einhvern vanda sem
hefur áhrif á bæði námslega og
félagslega stöðu þeirra sem gerir
það að verkum að þau hafa svo-
kallaðar sérþarfir sem þarf að
mæta með viðeigandi hætti svo
þau hafi jafngild tækifæri til
náms á við önnur börn.
Nemendur finni til öryggis
Ástæða er til þess, út frá niður-
stöðum PISA, að skoða stöðu
nemenda með sérþarfir skv.
grunnskólalögum nr. 91/2008.
Þar stendur orðrétt: „Grunnskóli
er vinnustaður nemenda. Allir
nemendur grunnskóla eiga rétt
á kennslu við sitt hæfi í hvetj-
andi námsumhverfi í viðeigandi
húsnæði sem tekur mið af þörf-
um þeirra og almennri vellíðan.
Grunnskóli skal í hvívetna haga
störfum sínum þannig að nemend-
ur finni til öryggis og njóti hæfi-
leika sinna.“ Í grunnskólalögum
nr. 91/2008 segir enn fremur um
nemendur með sérþarfir orðrétt:
„Nemendur eiga rétt á að komið
sé til móts við námsþarfir þeirra í
almennum grunnskóla án aðgrein-
ingar, án tillits til líkamlegs eða
andlegs atgervis. Nemendur sem
eiga erfitt með nám sökum sér-
tækra námsörðugleika, tilfinn-
ingalegra eða félagslegra örðug-
leika og/eða fötlunar, sbr. 2. gr.
laga um málefni fatlaðra, nem-
endur með leshömlun, langveikir
nemendur og aðrir nemendur með
heilsutengdar sérþarfir eiga rétt á
sérstökum stuðningi í námi í sam-
ræmi við metnar sérþarfir.“
Auking þekking mikilvæg
Víða í skólakerfinu er unnið lofs-
vert starf í þágu nemenda með
ADHD, einhverfu og aðrar geð-
raskanir. Engu að síður er það mis-
munandi hversu mikil þekking er
til staðar í skólakerfinu á vanda
þessara nemenda og hvort verið
sé að beita kennsluaðferðum sem
skilað hafa árangri þeim til handa.
Margt hefur horft til betri vegar á
undanförnum árum og er það helst
að þakka frumkvæði og elju kenn-
ara og annars starfsfólks grunn-
skóla við að leita sér þekkingar
á símenntunarstigi um geðrask-
anir nemenda. Ljóst er að aukin
þekking á geðröskunum nemenda
eykur færni kennara og annars
starfsfólks grunnskóla til að mæta
þörfum nemenda með geðraskan-
ir og getur einnig orðið til þess að
bæta viðhorf innan skólakerfisins
til þessa nemendahóps.
Í þessu samhengi er ástæða til
að vísa til þess að í kennaranámi
á Íslandi er æði misjafnt hvern-
ig staðið er að fræðslu um nem-
endur með ADHD, einhverfu og
aðrar geðraskanir. Í kennara-
námi á menntavísindasviði HÍ er
umfjöllun um sérþarfir í einu 10
eininga skyldunámskeiði í 300
eininga námi verðandi kennara.
Í námi verðandi sérkennara í HÍ
er umfjöllun um sérþarfir nem-
enda að mestu bundin við valnám-
skeið. Í kennaranáminu í HA er
umfjöllun um sérþarfir í tveimur
5 eininga skyldunámskeiðum í 300
eininga námi verðandi kennara. Í
báðum háskólum er fjallað
um geðraskanir nemenda í
valnámskeiðum kennara-
náms en aðeins hluti verð-
andi kennara tekur þau
enda mörg önnur valnám-
skeið í boði.
Vandinn getur vaxið
Til að stefnan um skóla án aðgrein-
ingar standi undir nafni þurfa
kennarar að hafa þekkingu á sér-
þörfum nemenda og leiðum til að
mæta þeim á árangursríkan hátt
í almennu skólaumhverfi. Þegar
þessa þekkingu skortir, þá getur
það leitt til neikvæðra viðhorfa
og úrræðaleysis í skólum, sér-
staklega í málum nemenda með
alvarlegri geðraskanir. Tekið skal
fram að börn með ADHD og aðrar
geðraskanir eru yfirleitt í almenn-
um bekkjardeildum og því undir
bekkjarkennara komið að mæta
þörfum þeirra. Ef nemandi með
geðröskun fær ekki stuðning og
nám við hæfi er fyrirsjáanlegt að
vandinn vex. Hætt er við því að
geðrænn vandi vaxi eða nemand-
inn bregðist við úrræðaleysi með
versnandi hegðun. Í báðum tilfell-
um hefur ástandið áhrif á líðan og
ástundun nemandans og þar með
námslega og félagslega stöðu. Þá
eykst í kjölfarið þörfin fyrir tilvís-
anir á Barna- og unglingageðdeild
og umsóknir um dýrari úrræði á
vegum sveitarfélaga, barnavernd-
arnefnda og Barnaverndarstofu.
ADHD og farsæl skólaganga
Undirrituð var formaður ADHD
samtakanna um 9 ára skeið og
leiddi hagsmunabaráttu samtak-
anna fyrir bættri þjónustu við börn
með ADHD. Þá var aukin til muna
fræðsla um ADHD fyrir grunn-
skóla og sett saman sérstakt nám-
skeið um ADHD fyrir kennara og
annað starfsfólk grunnskóla þar
sem helstu sérfræðingar í ADHD
miðluðu þekkingu sinni. Enn fremur
kom út fyrir ári bókin ADHD og far-
sæl skólaganga, sem undirrituð er
höfundur að, í samvinnu við ADHD
samtökin, SÍSF og Námsgagnastofn-
un sem gaf bókina út. Bókinni var
dreift í alla leik-, grunn- og fram-
haldsskóla á landinu og er hún
aðgengileg á vefsíðu ADHD sam-
takanna og Námsgagnastofnunar. Í
kjölfar útkomu ADHD handbókar-
innar hefur undirrituð farið mikið
út í grunnskóla með fræðslu um
ADHD og hagnýt ráð við kennslu
nemenda með ADHD. Undirrituð
hefur nú starfað um þriggja ára
skeið sem félagsráðgjafi á göngu-
deild BUGL sem felur í sér víðtækt
samstarf við grunnskóla landsins,
félags- og skólaþjónustu sveitarfé-
laga og barnaverndarnefndir.
Viðurkenndar kennsluaðferðir
Margt má bæta með aukinni þekk-
ingu og æskilegt væri að mennta-
vísindasvið HÍ og kennaradeild HA
væru leiðandi í menntun og þróun
viðurkenndra kennsluaðferða við
kennslu nemenda með ADHD, ein-
hverfu og aðrar geðraskanir. Aukin
þekking á nemendum með geðrask-
anir í grunnskólum landsins væri
ávinningur fyrir alla, nemendur,
kennara, annað starfsfólk grunn-
skóla og foreldra. Ástæða er til
að nefna að fjölmargir nemendur
glíma við væg einkenni ýmissa geð-
raskana án þess að uppfylla grein-
ingarviðmið og nytu góðs af aukinni
þekkingu almennt á umræddum
geðrænum vanda vaxandi fjölda
nemenda í íslensku skólasamfélagi
til að geta brugðist við honum á
árangursríkan hátt.
Undirrituð leyfir sér að halda því
fram að með því að nota árangurs-
ríkar aðferðir til að mæta sérþörf-
um nemenda megi bæta árangur
þeirra í PISA-könnuninni.
Geðraskanir og
Pisa-rannsókn
MENNTUN
Ingibjörg
Karlsdóttir
félagsráðgjafi og
lýðheilsufræðingur
MPH á BUGL
Fátt skiptir okkur mann-
fólkið meira máli en
matur. Fyrir utan hinar
augljósu ástæður skipt-
ir matur líka miklu máli
fyrir menningu okkar og
oft eigum við okkar bestu
stundir með fjölskyldu og
vinum við matarborðið.
Allir eiga sér sinn uppá-
haldsmat og hefðir hafa
skapast í flestum fjöl-
skyldum varðandi hvað er
á borðum á hátíðisdögum
og við önnur sérstök tilefni. Þann-
ig er svínakjöt stór þáttur í lífi og
matarmenningu Íslendinga. Ein
með öllu er til dæmis að margra
mati einn af þjóðarréttum okkar,
svínahamborgarhryggur er á
borðum stórs hluta þjóðarinnar
um jól og áramót, auk þess sem
skinka, pepperóní og spægipylsa
eru algengt álegg á daglegt brauð
landsmanna. Svo er auðvitað allt
betra með beikoni.
Af þessum sökum gegnir land-
búnaður veigamiklu hlutverki
í lífi okkar enda er til-
gangur hans að fram-
leiða mat. Kjöt, mjólk,
grænmeti, brauð, ávextir,
kaffi, súkkulaði og næst-
um því allt annað sem við
leggjum okkur til munns
eru afurðir landbúnaðar.
Á Íslandi erum við heppin
að eiga öflugan landbúnað
sem færir landsmönnum
hágæða matvæli. Auð-
velt er að sannreyna upp-
runa matvæla hér á landi
og hvernig þau eru framleidd,
auk þess sem ekki þarf að flytja
þau um langan veg með tilheyr-
andi kostnaði fyrir umhverfið.
Þá verður ekki fram hjá því litið
að íslenskur landbúnaður sparar
þjóðarbúinu dýrmætan gjaldeyri.
Við svínabændur á Íslandi
leggjum mikla áherslu á að afurð-
ir okkar séu af bestu mögulegu
gæðum. Mikill metnaður er lagð-
ur í að nota ekki sýklalyf nema
það sé algjörlega nauðsynlegt
og það er okkur mikilvægt að
tryggja velferð dýranna. Því er
það staðreynd að hvergi í heim-
inum er notað minna af lyfjum í
svínabúskap en á Íslandi. Á und-
anförnum áratug hefur líka sú
ánægjulega þróun orðið að dýrin
eru fóðruð á íslensku korni. Þann-
ig er nú komið að sum svínabú
á landinu notast eingöngu við
íslenskt korn til þess að ala dýrin,
að ógleymdu íslenska vatninu.
Að sama skapi skiptir það okkur
miklu máli að tryggja neytend-
um afurðir okkar á góðu verði án
þess þó að það komi niður á gæð-
unum og án beinna framleiðslu-
styrkja frá hinu opinbera.
Landbúnaður skiptir máli
LANDBÚNAÐUR
Hörður
Harðarson
formaður Félags
svínabænda
Helstu námsgreinar
- Grunnur og inngangur að forritun
- Bakendaforritun skýjalausna
- Framendaforritun skýjalausna
- Lokaverkefni
Lengd námskeiðs:
- 222 kennslustundir
- Kennt þrisvar í viku
Verð:
- 269.000 kr. (allt innif.)
- Hægt er að dreifa greiðslum
Næsta námskeið:
- Kvöld- og helgarnámskeið
- Hefst 2. sept. og lýkur 20. des.
LÆRÐU SKÝJAFORRITUN
og auktu vinsældir þínar á vinnumarkaði
Kvöld- og helgarnám með vinnu
Breyttir tímar hafa aukið eftirspurn eftir fólki sem hefur
þekkingu í skýjaforritun. Á þessu námskeiði, sem er hannað
með nýjustu tólin í huga, læra nemendur að beita þeim tólum
og aðferðum sem þarf til að búa til nútíma skýjalausnir.
Námið byggir á stöðluðum námskeiðum frá Microsoft sem
miða að því að veita nemendum góða undirstöðu og yfirsýn
yfir þær aðferðir sem helst eru notaðar í nútíma skýjahug-
búnaðargerð. Að auki er unnið með forritunarramma á borð
við AngularJS og Bootstrap.
Námið er undirbúningur undir alþjóðlegt próf 70-480 sem er
innifalið í verði námskeiðsins. Prófið er grunnurinn að þrem
alþjóðlegum vottunum:
- MCSD: Web Applications
- MCSD: SharePoint Applications
- MCSD: Windows Store Apps – HTML5
➜ Ef nemandi með
geðröskun fær ekki
stuðning og nám við
hæfi er fyrirsjáanlegt
að vandinn vex.
➜ Kjöt, mjólk, grænmeti,
brauð, ávextir, kaffi , súkkul-
aði og næstum því allt
annað sem við leggjum
okkur til munns eru afurðir
landbúnaðar.