Fréttablaðið - 14.08.2014, Page 24
14. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 24
Mansal, misnotkun á ódýru
vinnuafli og kynferðisleg
áreitni. Norðurlöndin verða að
vinna saman til að bjarga Au
pair-kerfinu.
Upprunalegi tilgangurinn með
Au pair-kerfinu voru menning-
arsamskipti. Að ungt fólk fengi
tækifæri til að halda út í hinn
stóra heim til að vinna í stuttan
tíma. Yfirleitt við að gæta barna
eða sjá um heimilisstörf. Þann-
ig gæti viðkomandi lært nýtt
tungumál og kynnst nýrri menn-
ingu og hið sama gæti átt við
móttökufjölskylduna. Au pair er
franska og þýðir „jafnfætis“ eða
„jöfn“.
Með öðrum orðum þá er þeim
sem ræður sig sem au pair og
þeim sem ræður viðkomandi
ætlað að mætast á jafnréttis-
grundvelli til að vinna saman,
deila reynslu sinni og ekki síst
njóta ánægjulegra og lærdóms-
ríkra samskipta þvert á menn-
ingarheima.
Nú um stundir eru þess fjöl-
mörg dæmi að konur frá fátæk-
um heimshlutum yfirgefa fjöl-
skyldur sínar og heimalönd til
að vinna í láglaunastörfum á
Vesturlöndum, meðal annars við
að gæta bús og barna.
Þessar konur hafna í sér-
staklega viðkvæmri stöðu,
þegar þær ráða sig sem au pair
í ókunnu landi, þúsundir kíló-
metra frá heimalandi sínu og
fjölskyldu. Þær hafa ekkert
tengslanet, kunna ekki tungu-
málið, þekkja ekki lög og siði
samfélagsins og eru í raun og
veru algerlega upp á náð og mis-
kunn móttökufjölskyldunnar
komnar.
Góðu reynslusögurnar færri
Rétt er að undirstrika að auðvit-
að upplifa ekki allar konur sem
ráða sig sem au pair illa meðferð
eða misnotkun. Sem betur fer
eru einnig til góðar reynslusög-
ur. En á Norðurlöndunum bendir
ýmislegt til að góðu reynslu-
sögurnar af au pair-ráðningum
verði færri og færri með hverju
árinu.
Upprunalega forsendan um
jafnstöðu, eðlilegt vinnu- og
launasamband og uppfræðslu á
menningarheimum hvort annars
hefur í dag vikið fyrir misnotk-
un á ódýru vinnuafli, kynferð-
islegri áreitni og móttökufjöl-
skyldum sem reyna að misnota
Au pair-kerfið eins og mögulegt
er. „Jafnfætis“ hefur breyst í
herra- og þrælasamband.
Einföld leit á Google með „au
pair“ og „seksuel undnyttelse“
sýnir svo ekki verður um villst,
að við þurfum skýrari lög og
samræmdar reglur á Norður-
löndunum um Au pair-kerf-
ið til að tryggja stöðu þeirra
sem þar starfa. Hvert tilfellið
á fætur öðru birtist okkur þar
sem ungum au pair-stúlkum er
nauðgað eða þær misnotaðar
kynferðislega af „karlinum á
heimilinu“.
Leita ekki til lögreglu
Á síðustu árum hefur au pair-
stúlkum, sem venjulega vinna
hjá barnafjölskyldum, fjölgað
gríðarlega á Norðurlöndunum.
Í allt of mörgum tilfellum eru
launin afar lág og vinnuskilyrð-
in ekki í samræmi við reglur
viðkomandi lands. Au pair-
stúlkurnar lenda í því að þurfa
að vinna mun fleiri tíma en
samningur þeirra segir til um
og réttindi þeirra eru ekki virt
af móttökufjölskyldunni. Sama
mynstur á sér stað á öllum Norð-
urlöndunum og verður sífellt
algengara.
Í Au pair-miðstöð Norsk Folk-
hjelp í Noregi fjölgar til að
mynda stöðugt þeim au pair-
stúlkum sem leita eftir hjálp og
ráðgjöf. Yfirleitt snúast málin
um vanefndir á vinnusamning-
um eða kynferðislega misnotk-
un. Í miðstöðinni verða menn
varir við að au pair-stúlkurnar
þora ekki að leita til lögreglunn-
ar eða réttra yfirvalda, m.a. af
ótta við brottvísun úr landinu.
Til bjargar Au pair-kerfinu
Jafnaðarmenn í Norðurlanda-
ráði vilja ekki og munu ekki
sætta sig við að einstaklingar
sem koma frá fátækum löndum
og úr erfiðum aðstæðum verði
misnotaðir með þessum hætti.
Við eigum ekki að láta það við-
gangast að það finnist móttöku-
fjölskyldur sem leita allra leiða
til að misnota Au pair-kerfið
til eigin hagsbóta. Að au pair-
stúlkur séu látnar vinna meira
en þær fá greitt fyrir og að þær
í verstu tilfellum séu misnotaðar
kynferðislega. Að „jafnfætis“ og
„menningarsamskiptum“ verði
árið 2014 breytt í mansal og
skipulagða glæpastarfsemi.
Nú skulum við á Norðurlönd-
unum gera það sem við erum
þekkt fyrir og sem við erum góð
í; að vinna saman og vera fána-
berar fyrir góð, heilbrigð og nyt-
samleg verkefni sem gagnast
öllum. Í því skyni höfum við lagt
fram tillögu um að Norðurlöndin
bregðist þegar við og taki hönd-
um saman um að bjarga Au pair-
kerfinu. Þannig tryggjum við að
þar geti enginn misnotað veika
stöðu annars – hvorki efnahags-
lega, andlega né kynferðislega.
Þannig að við mætumst öll á
jafnræðisgrunni – jafnfætis!
Au pair – „jafnfætis“?
Eins og svo oft áður hefur
okkur tekist að þvæla
umræðu um afar mikil og
fyrirsjáanleg vandamál út
um allar grundir, jafnvel
þótt allir séu sammála um
að skelfileg niðurstaða blasi
við verði ekkert að gert.
Sameiginleg söluvara
ferðaþjónustunnar á Íslandi
er óspillt og víðfeðm nátt-
úra og menning fámenns
og vingjarnlegs samfélags
sem veitir góða þjónustu
á sérkennilegri eyju langt
norður í höfum og nýtir til
þess alla nýjustu tækni og
þekkingu.
Þetta er mjög viðkvæm vara,
sem er við það að skemmast. Og
það erum við sjálf sem látum hana
liggja undir skemmdum.
Við verðum að grípa til aðgerða
og það strax. Og við þurfum alls
ekki að finna upp hjólið í þeim
efnum, heldur nota verkfæri sem
þekkt eru um allan heim og er beitt.
Eitt af þeim sem vert er að kanna
alvarlega, eru komugjöld.
Komugjald sem hluti af fargjaldi
Nítján flugfélög, útgerðir skemmti-
ferðaskipa og Norræna flytja
hundruð þúsunda ferðamanna til
landsins. Þau eru að svara eftir-
spurn. Kynning á söluvörunni hefur
gengið framar vonum, en til þess að
vernda hana og skapa íslensku sam-
félagi raunverulegar tekjur eigum
við að hefja innheimtu komugjalds
af hverjum einasta erlendum ferða-
manni sem hingað kemur. Komu-
gjaldið er hluti af fargjaldi og gæti
til dæmis verið þrjú þúsund krón-
ur. Svo geta menn reiknað. Komu-
gjald gæti einnig verið lægra utan
háannatíma og einnig stýritæki
fyrir þá flugvelli á landsbyggð-
inni sem freista þess að laða til
sín umferð og dreifa hringakst-
ursferðamönnum sem geta auðvit-
að byrjað hringinn á Akureyri eða
Egilsstöðum.
Tekjum af komugjaldi á að verja til
að ráða fullnægjandi fjölda fólks í
heilsársstörf sem landverði, full-
trúa samfélagsins sem
gæta náttúrunnar – sölu-
vörunnar og öryggis, sinna
upplýsingamálum á vett-
vangi og leiðbeina gestum.
Þetta er gert víða um heim.
Hluti af þessu komu-
gjaldi rynni til Lands-
bjargar. Kostnaður björgunarsveit-
anna eykst og eykst.
Til þess að beina gestum á fleiri
svæði á landinu en gert hefur verið
til þessa, með hnitmiðaðri vegagerð
og betri grunngerð þjónustu sem
einkaaðilar og landeigendur geta
svo bætt við. Þetta segir sig sjálft.
Taka með sér „skókassa“
Til þess að stórefla nám og rann-
sóknir í ferðamálum og fjölga leið-
sögumönnum. Við eigum að taka
algjörlega fyrir að hópar fari hér
um landið í skipulögðum ferð-
um án íslenskra leiðsögumanna.
Það er búið að gera í fjölmörgum
nágrannalöndum okkar. Höfum
líka í huga að það fer mjög vaxandi
að farþegar skemmtiferðaskipa séu
útbúnir „skókassa“ – mat og drykk
sem þeir taka með sér í dagsferð-
ir. Kaupa sem minnst. Enda er það
keppikefli skipafélaganna sjálfra
að hafa tekjur af farþegunum, deila
því sem minnst í landi. Tekjur sam-
félagsins af þessum mengunar-
drekum eru allt of litlar.
Munum líka að orðspor er fljótt
að breytast. Við erum komin að þol-
mörkum, raunar að mörgum þol-
mörkum – náttúrunnar, Íslendinga
sjálfra og gestanna.
Og munum líka að þegar eftir-
spurnin hverfur fara flest flug-
félögin, skipafélögin og ferðamenn
á eigin vegum einfaldlega eitthvert
annað. Það eru til fjölmörg dæmi
um það allt í kringum okkur.
Komugjöld strax –
100 landverði strax
25-60%
afsláttur
ÚTSALA
➜ Komugjaldið er
hluti af fargjaldi og
gæti til dæmis verið
þrjú þúsund krónur.
Svo geta menn
reiknað.
SAMFÉLAG
Karen J. Klint (Danmörku),
Sonja Mandt (Noregi),
Christer Adelsbo (Svíþjóð) og
Christian Beijar (Álandi).
Jafnaðarmenn í velferðarnefnd Norður-
landaráðs,
➜ Þessar konur hafna í sér-
staklega viðkvæmri stöðu,
þegar þær ráða sig sem au
pair í ókunnu landi, þúsund-
ir kílómetra frá heimalandi
sínu og fjölskyldu. Þær hafa
ekkert tengslanet, kunna
ekki tungumálið, þekkja
ekki lög og siði samfélagsins
og eru í raun og veru alger-
lega upp á náð og miskunn
móttökufjölskyldunnar
komnar.
FERÐA-
ÞJÓNUSTA
Helgi Pétursson
Höfundur hefur
langa reynslu
af starfi og
stefnumótun í
ferðaþjónustu.
Laugardaginn 9. ágúst sl.
birtist grein í Fréttablaðinu
þar sem framkvæmdastjóri
Heyrnarhjálpar talar um
verulegan skort á þjónustu
við heyrnarskerta, þrátt
fyrir að um stóran hóp sé
að ræða, eða um fimmtíu
þúsund manns. Þetta eru
sannarlega orð í tíma töluð.
Samtökin Heyrnarhjálp
fögnuðu sjötíu og fimm
ára afmæli haustið 2012
svo þau eru síður en svo ný
af nálinni og hafa alla tíð
barist fyrir hagsmunum
heyrnarskertra. Eitt af bar-
áttumálum félagsins er að rittúlkun
verði viðurkennd sem aðgengisleið
heyrnarskertra og að sjónvarps-
efni sé rittúlkað (textað), sjá www.
heyrnarhjalp.is.
Eins og réttilega er bent á í
greininni nýtist rittúlkun mjög
stórum hópi fólks, öllum þeim sem
eru heyrnarskertir en einnig þeim
sem eru að ná tökum á íslensku
máli. Heyrnarlausir geta auk þess
nýtt sér rittúlkun, þrátt fyrir að
íslenska táknmálið sé þeirra við-
urkennda aðgengisleið að samfé-
laginu. Rittúlkun fer þannig fram
að rittúlkurinn situr (yfirleitt) við
hlið þess sem er heyrnarskertur og
ritar allt sem fram fer og er sagt.
Sá sem er heyrnarskertur les þess-
ar upplýsingar jafnóðum og er því
alltaf meðvitaður um það sem rætt
er um. Hann þarf því ekki að leggja
sig allan fram um að reyna að heyra
eitthvað eða eiga á hættu að missa
samhengið sem gerist svo oft þegar
margir tala saman. Ef fleiri en einn
þurfa rittúlkun, eða um fund eða
ráðstefnu er að ræða, er algengt
að rittúlkuninni sé varpað
á tjald. Ég hef sjálf verið á
fundum þar sem notast er
við rittúlkun, og ætla ekki
að hafa mörg orð um það
hversu þægilegra það er að
sjá textann sífellt á tjaldinu
og ná hverju einasta orði.
Þó er ég svo heppin að hafa
fulla heyrn en get ímyndað
mér hvernig það er fyrir þá
sem eru heyrnarskertir.
Rittúlkun er skilvirk
og tiltölulega auðveld leið
til að miðla sjálfsögðum
upplýsingum til heyrnar-
skertra og fjölmargra ann-
arra. Það er hins vegar skortur á
fjármagni frá hinu opinbera sem
orsakar það að hún er ekki eins
algeng og hún ætti að vera. Greitt
er fyrir rittúlkun í menntakerfinu,
heilbrigðiskerfinu og dómskerfinu,
en við aðrar aðstæður þarf fólk
sjálft að borga fyrir starf rittúlks-
ins (sbr. grein um rittúlkun eftir
Þórnýju Björk Jakobsdóttur sem
birtist í Heyrnarhjálp, 1. tbl. 17.
árg., desember 2013). Best þekki
ég til rittúlkunar í skólakerfinu,
sem hefur gert heyrnarskertum
einstaklingum mögulegt að stunda
háskólanám.
Okkur verður tíðrætt um aðgengi,
en hvað er aðgengi? Í víðum skiln-
ingi er það möguleiki okkar til að
upplifa, njóta, sjá og hlusta á það
sem fram fer í umhverfinu. Eng-
inn vill vera lokaður af og missa af
því sem gefur lífinu gildi og við telj-
um mikilvægt. Textun er aðgengi
að lífinu og rittúlkun er málið.
Notum hana meira en nú er gert og
gerum þannig sem flestum kleift að
„heyra“ og vera með.
Rittúlkun er málið
SAMFÉLAG
Klara
Matthíasdóttir
Höfundur er móðir
og áhugamanneskja
um rittúlkun og
aðgengi í víðum
skilningi.