Fréttablaðið - 14.08.2014, Side 30

Fréttablaðið - 14.08.2014, Side 30
FÓLK|TÍSKA Gott bragð af alvöru hnetum www.ricedream.eu Við erum á Facebook Bæjarlind 6 • S. 554 7030 www.rita.is Ný buxnasending Str. 34-46 kr. 14.900.- Litir: galla,svart, blátt,brúnt tvær síddir fleiri snið Ég þurfti að taka til í geymslunni. Það er líka nauðsynlegt að endurnýja fataskápinn sinn öðru hvoru og þá eru svona markaðir mjög sniðugir. Ég versla stundum sjálfur á flóamörk- uðum,“ segir Arnar Tómasson, hársnyrtir á Salon Reykjavík, en hann ætlar að selja út úr fataskápun- um á útimarkaði Íbúasamtaka Laugardals á laugar- daginn ásamt systur sinni, Guðlaugu Tómasdóttur. Við tiltektina í geymslunni komu ýmsir dýrgripir í ljós sem Arnar mun láta frá sér á markaðnum. „Ég fann fullt af fötum, bæði ódýrum fötum og dýrum merkjavörum. Ég fór með mikið af því ódýrasta í Rauða krossinn en svo voru dýrgripir innan um sem ég ákvað að selja frekar. Ég fann meðal annars forláta mokkajakka frá Donna Karan, Prada-dúnúlpu sem orðin er of stór á mig, peysur og fleira,“ segir Arnar. „Ég fann líka gamaldags plötuspilara í geymsl- unni og fullt af vínilplötum, kassettum og vídeó- spólum. Meira að segja plötu með Tríói Guð- mundar Ingólfssonar, áritaða af Björk. Hún er alveg sérstök og í raun safngripur. Hún verður ekki gef- ins,“ segir hann kankvís en segir þó að hægt verði að gera hjá honum góð kaup annars, jafnvel prútta. Beðinn um að lýsa fatastíl sínum vefst Arnari tunga um tönn. „Ætli ég sé ekki sæmilega „mod- ern“, kannski litríkur en um leið klassískur. Ég tel mig hafa vit á tísku, þykist allavega fylgjast með en ég var með tískupistla á Rás 2 í gamla daga,“ segir Arnar. Spurður hvort hann hafi einhvern tíma gert slæm kaup viðurkennir hann að hafa eitt sinn eytt mánaðarlaunum í skó sem reyndust síðan ekki passa. „Ég kaupi nú ekki oft föt án þess að máta. Það kom kannski frekar fyrir þegar ég var yngri en ég hef þroskast í fatainnkaupum, langt genginn í fimmtugt,“ segir hann kankvís. Þetta árið mun útimarkaðurinn spretta upp við ósa Elliðaáa, á plani við Snarfarahöfnina rétt við nýju hjólabrúna. Þegar líður að kvöldi verður haldin kvöldvaka með götugrilli og lifandi tónlist. Þetta er í tólfta sinn sem útimarkaður Íbúasamtaka Laugardals er haldinn og fer hann stækkandi með hverju árinu að sögn markaðshaldara. Í fyrra er talið að vel á áttunda þúsund manns hafi heimsótt markaðinn. ■ heida@365.is DONNA KARAN OG PRADA Á MARKAÐI TÍSKA Arnar Tómasson, hársnyrtir á Salon Reykjavík og tískuviti, hreinsar út úr fataskápunum á útimarkaði Íbúasamtaka Laugardals um helgina. SMEKKMAÐUR Arnar Tómasson er annálaður tískuviti. Hann ætlar að selja bæði flott fatamerki og dót úr geymslunni um helgina á útimarkaði. Í tiltekt fann hann forláta plötuspilara og fleira forvitnilegt sem hann ætlar að losa sig við. MYND/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.