Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.08.2014, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 14.08.2014, Qupperneq 36
KYNNING − AUGLÝSINGSkólablaðið FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 20146 Þær eru efnilegt og sívaxandi hljóðfæri og munu syngja í fimmta skipti með Sinfóníuhljómsveit Íslands á árlegum jólatónleikum þeirra í desember næstkomandi. 130 stúlkur hefja æfingar með Stúlknakór Reykjavíkur nú í sept- ember. Kórinn var stofnaður af Margréti J . Pálmadóttur haust- ið 1994 og þá sem syngjandi for- skóli fyrir fimm til átta ára stúlk- ur. Ári síðar festi Margrét nafnið með kennitölu og gerði formlegan kór. Þetta er því tuttugasta starfs- ár kórsins og nokkrar stúlkur hafa fylgt honum frá upphafi. Fyrstu árin æfði kórinn í leigu- húsnæði en er nú orðinn einn af eigendum sönghússins DOMUS VOX við Laugaveg 116. „Stúlknakór Reykjavíkur er ómissandi í litrófi borgarinnar og jafn mikilvægur og tíu fótboltalið,“ segir stjórnand- inn stoltur. „Þær eru efnilegt og sí- vaxandi hljóðfæri og munu syngja í fimmta skipti með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands á árlegum jólatón- leikum þeirra í desember næst- komandi. Þriðja Sinfónía Mahlers, Pláneturnar, Carítas-tónleikarnir í Kristskirkju, Frostrósir og Max- ímús Músíkús eru einnig ógleym- anleg verkefni undanfarinna ára og unun að fá að syngja í Eldborg- arsal Hörpu,“ segir Margrét. Stúlknakórinn starfar einnig í Grafarvogskirkju þar sem mjög efnilegar söngkonur á aldrin- um 9–13 ára er að finna. Stúlkna- kórnum er skipt í nokkra aldurs- hópa, frá fjögurra ára til 24 ára, og nýtur leiðsagnar frábærra tónlist- armanna. Þær Guðrún Árný Guð- mundsdóttir, Hildigunnur Ein- arsdóttir, Matthildur Hafliðadótt- ir, Halldór Smárason og Antonía Hev esi munu vinna með kórnum og Margréti í vetur. Kórinn hefur fengið fjölda er- lendra kóra í heimsókn og fer reglulega í söngferðir innan- lands og utan. „Stúlkurnar heim- sækja þekktan stúlknakór í Berlín á næstunni sem síðan endurgeld- ur heimsóknina og stefnir að tón- leikaferð til Íslands 2016. Stúlkna- kór Reykjavíkur á boð til Hong Kong en þær eiga frábæran vina- kór þar sem hefur heimsótt Ísland tvisvar sinnum,“ segir Margrét. Hún segir allar stúlkur í Reykja- vík og nágrenni velkomnar í kór- inn. „Þetta er svo fjölbreytt og skemmtilegt nám, enda hef ég verið í kór frá átta ára aldri og get ekki hætt, andleg vellíðan og sterk vináttubönd skapast og endast sum hver ævina út.“ Ómissandi hljóðfæri í Reykjavík Stúlknakór Reykjavíkur hefur tuttugasta starfsár sitt í haust. „Stúlknakór Reykjavíkur er ómissandi í litrófi borgarinnar og jafn mikilvægur og tíu fótboltalið,” segir stjórnandinn Margrét J. Pálmadóttir. Yngsta deild Stúlknakórs Reykjavíkur á jólatónleikum í Hallgrímskirkju. Þegar setið er lengi við tölvuskjáinn er mikilvægt að taka sér hlé, standa á fætur og hreyfa sig. Rannsóknir hafa sýnt að langar, stöðugar setur eru ekki góðar fyrir heilsuna. ■ Nauðsynlegt er að ganga um í örfáar mínútur á hálftíma fresti, gera teygjuæfingar eða eitthvað annað til að brjóta upp heilan dag af setum á óæðri endanum fyrir framan skjáinn. ■ Eftir heilan klukkutíma af vinnu er gott að taka sér hlé eða snúa sér að nýju verkefni í að minnsta kosti fimm til tíu mínútur. ■ Mikilvægt er að fara frá skjánum þegar borðað er og gera eitthvað annað en að læra á meðan. ■ Til að koma í veg fyrir þreytu í augum er gott að hvíla þau reglulega. Lítið af tölvuskjánum og fókuserið á eitthvað sem er í nokkurri fjarlægð. Einnig er gott að hvíla augun með því að halda fyrir þau í tíu til fimmtán sekúndur. ■ Gott er að gera handaæfingar til að minnka líkur á doða í fingrum. Til dæmis má þrýsta ofan á fingur annarrar handar á meðan þeim er ýtt upp á móti hendinni. Gerið æfinguna nokkrum sinnum í einu, sex sinnum á dag. ■ Mjög mikilvægt er að líkamsstaðan sé rétt meðan setið er við tölvu- skjáinn. Bakið á að vera upprétt, tölvuskjárinn í réttri hæð og lyklaborðið nálægt líkamanum og beint fyrir framan hann. Ekki gott að sitja of lengi við tölvuskjáinn Mikilvægt er að taka hlé frá vinnu við tölvuskjá og teygja á vöðvum og liðka sig. MYND/GETTY Samkvæmt fjöldatölum Há-skóla Íslands frá síðasta vormisseri voru langflest- ir skráðir í viðskiptafræði eða 897, þar af 284 nýnemar. 776 voru skráðir í verkfræðigreinar, þar af 245 nýnemar, en undir þær heyra iðnaðar- og vélaverkfræði, hug- búnaðarverkfræði, rafmagns- og tölvuverkfræði og umhverfis- og byggingarverkfræði. Þá voru 740 skráðir í lögfræði, þar af 194 ný- nemar. 585 voru skráðir í sál- fræði, þar af 216 nýnemar. Aðrar vinsælar greinar voru hjúkrunar- fræði, félagsráðgjöf, læknisfræði og enska. Sömuleiðis grunnskóla- kennarafræði og tölvunarfræði. Metfjöldi umsókna barst Há- skólanum í Reykjavík í ár. Mest jókst aðsókn í tölvunarfræði og viðskiptafræðideild. Þá jókst fjöldi umsókna í tæknifræði umtals- vert og fjöldi umsókna í Íslenska orkuháskólann í HR margfald- aðist á milli ára. Mikill fjöldi um- sókna barst einnig um nám á þeim fjórum nýju þverfaglegu náms- brautum sem skólinn býður upp á í fyrsta sinn í haust, en þar gegn- ir viðskiptafræðin í öllum tilfell- um veigamiklu hlutverki. Þetta eru viðskiptafræði með lögfræði sem aukagrein, lögfræði með við- skiptafræði sem aukagrein, við- skiptafræði með tölvunarfræði sem aukagrein og tölvunarfræði með viðskiptafræði sem aukagrein. Í Háskólanum á Bifröst var mest aðsókn í BS-nám í viðskiptafræði, ef frá er talin Háskólagátt sem er aðfaranám að háskólanámi á Bif- röst. Umsækjendur voru 150. Flest- ir sóttu um almenna línu eða um sextíu, næst kom viðskiptafræði með áherslu á markaðssamskipti með um fjörutíu umsækjendur. Af öðrum línum í grunnnámi var BS í viðskiptalögfræði með þrjátíu umsækjendur og BA í HHS (heim- speki, hagfræði og stjórnmála- fræði) með fjörutíu umsækjend- ur. MS í forystu og stjórnun var svo langvinsælasta meistaranámið, með 95 umsækjendur. MA í menn- ingarstjórnun kom þar á eftir með 45 umsækjendur. Í Háskólanum á Akureyri var mest aðsókn í hjúkrunarfræði, sálfræði og viðskiptafræði en um- sækjendur í þau fög voru vel á annað hundrað, í hvert fyrir sig. Mest aukning var þó í nám í fjöl- miðlafræði eða um 82 prósent frá árinu á undan. Eins var fjölgun í sjávarútvegsfræði, líftækni, sál- fræði, félagsvísindum, hjúkrun- arfræði og í kennaradeild skólans. Í Tækniskólanum er mest að- sókn að tölvubraut og eru um- sækjendur hátt í tvö hundruð fyrir haustið. Þá eru greinar eins og fataiðn og húsgagnasmíði allt- af vinsælar. Í Tækniskólanum er sömuleiðis alltaf fullt í gullsmíði og yfirleitt 30 manns um hvert sæti. Eins hefur aðsókn í skips- stjórn og vélstjórn aukist mikið eftir hrun. Í Listaháskóla Íslands er mest aðsókn í leikaranámið þegar það er í boði, en þriðja hvert ár er ekki tekið inn. Að jafnaði eru umsækj- endur 120 til 140 en aðeins tíu komast inn. Þá er mikil aðsókn í grafíska hönnun en hún heyr- ir undir hönnunar- og arkitekta- deild skólans. Í ár eru umsækj- endur 110 en tuttugu komast inn. Þá er aðsókn í vöruhönnun sífellt að aukast. Umsækjendur eru 45 í ár en tíu komast inn. Í myndlist eru 70 umsækjendur en 25 tekn- ir inn. Að jafnaði eru þrír til fjórir um hvert sæti í skólanum. Í Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, er mest aðsókn í Háskólabrúna, sem er meðal ann- ars undanfari að námi við Háskóla Íslands, í leiðsögunám í ævintýra- ferðamennsku á háskólastigi og í flugnám sem er ört vaxandi. Viðskiptafræðin lokkar flesta Námsframboð í skólum landsins er ríkulegt en sem fyrr eru sum fög vinsælli en önnur. Aðsókn í viðskiptafræði hefur löngum verið mikil og er lítil breyting þar á ef marka má eftirgrennslan hjá helstu bóknámsskólum landsins. Þegar kemur að verknámi er aðsókn í tölvunám, fataiðn, húsgagnasmíði og gullsmíði mikil en auk þess hefur aðsókn í skipsstjórn og vélstjórn aukist eftir hrun. Leikaranám er jafnframt sívinsælt. Sömuleiðis nám í grafískri hönnun, myndlist og flugi svo dæmi séu nefnd. Sum fög eru óneitanlega vinsælli en önnur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.