Fréttablaðið - 14.08.2014, Síða 58
14. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 38
„Við áttum tveggja ára afmæli í
júní og þá fékk ég þessa skemmti-
legu hugmynd,“ segir Alexander
Schepsky, einn eigenda reiðhjóla-
verslunarinnar Berlínar. Verslun-
in lét framleiða fyrir sig tíu bæjar-
hjól undir nafni Berlínar.
„Þau eru framleidd nálægt
heimabæ mínum, Düsseldorf í
Þýskalandi, en þetta eru klassísk
götuhjól,“ segir Alexander. „Þau
eru með innbyggða gíra og hjólin
koma með lás og pumpu.“
Alexander lýsir hjólinu sem
hinu fullkomna bæjarhjóli en
núna eftir að hafa selt átta af
hjólunum tíu hefur hann ákveðið
að láta gera tólf stykki í viðbót.
„Núna eru hjólastígarnir að verða
svo fínir í Reykjavík sem er frá-
bær þróun,“ segir hann. „Þá er
miklu þægilegra að fara á svona
klassískum hjólum með mjóum
dekkjum og sitja uppréttur til að
geta fylgst með umferðinni.“
Á hjólinu er líka myndarlegur
bögglaberi svo að hjólreiðamað-
urinn þurfi ekki að bera neitt á
bakinu.
„Ég vildi prófa að koma með
alvöru bæjarhjól til Reykjavík-
ur, það er langbest að vera bara
á hjóli,“ segir Alexander. „Við
reynum að nota þetta sem farar-
tæki frekar en íþrótt, þú vilt ekki
beint fara í spandex á barinn, það
er ekki kúl.“ - bþ
Við reynum að nota
þetta sem farartæki
frekar en íþrótt, þú vilt
ekki fara í spandex á
barinn, það er ekki kúl
Alexander Schepsky.
➜
Ekki í spandex á barinn
Alexander Schepsky rekur hjólreiðaverslunina Berlín en hann lét framleiða
sérstök hjól fyrir verslunina til þess að koma með alvöru bæjarhjól til Reykjavík.
SÆLL OG SÁTTUR Alexander Schepsky er hrifinn af alvöru bæjarhjólum. MYND/DANÍEL
Innihald
U.þ.b. 18–20 stk.
Innihald
250 ml kók, ekki sykurlaust
60 g dökkt kakó
60 g smjör við stofuhita
130 g sykur
60 g púðursykur
1 egg
125 g hveiti
1 tsk. matarsódi
½ tsk. salt
Hnetusmjörskrem
230 g smjör við stofuhita
230 g hnetusmjör
500 g flórsykur
4 msk. rjómi
¼ tsk. Maldon-salt
Toppur
Sjávarsalt
Súkkulaðikurl
Skornar salthnetur
Aðferð
Hitið ofninn í 180°C og raðið
bollakökuformum í bökunarmót og
setjið á bökunarplötu.
Setjið kók, kakó og smjör í pott og
bræðið yfir meðalháum hita þar til
smjörið hefur bráðnað. Bætið sykri
saman við og hrærið þar til hann er
uppleystur. Takið pottinn af hellunni
og látið kólna. Setjið egg í skál og
hrærið, bætið því saman við blönd-
una og hrærið vel saman. Blandið
hveiti, matarsóda og salti saman
í skál og svo saman við blönduna.
Hrærið þar til allt hefur blandast
vel saman. Setjið deigið í bollaköku-
formin og passið ykkur að fylla þau
ekki meira en að 2/3, eða u.þ.b. 2
msk. af deigi í hvert form. Bakið
í 20-25 mínútur eða þar til tann-
stöngull kemur hreinn upp úr miðju
kökunnar. Kælið kökurnar alveg áður
en kremið er sett á.
Hnetusmjörskrem
Hrærið smjörið og hnetusmjörið þar
til það hefur blandast vel saman.
Bætið flórsykri saman við, litlu í
einu og hrærið vel á milli. Bætið
því næst rjóma út í ásamt salti og
hrærið þar til allt hefur blandast vel
saman. Setjið kremið í sprautupoka
og sprautið á kökurnar. Skreytið með
súkkulaðikurli, salti og skornum salt-
hnetum.
Kókbollakökur
Uppskrift að ljúff engum bollakökum með kók, hnetu-
smjöri og súkkulaði frá Thelmu Þorbergsdóttur sem
heldur úti matarbloggi á síðunni Gottimatinn.is.
GIRNILEGAR Thelma segir kókið koma
í staðinn fyrir sykur og að það geri
kökurnar einstaklega mjúkar.
LANVIN- KJÓLL
Þær Erin Andrews og Lupita Nyong’o féllu báðar
fyrir sama hvíta kjólnum frá Lanvin með slaufunni.
Flottur kjóll og setur vasinn á hann skemmtilegan
svip.
Féllu fyrir sömu fl íkinni
Stjörnurnar lenda oft í því að klæðast sams konar
fötum og eru þau augnablik oft ar en ekki fest á
fi lmu. Hér má sjá nokkrar sem klæðast sömu fötu-
num en þó hver með sínu lagi.
THREE FLOOR-KJÓLL
Þessi áberandi kjóll með bert á milli hefur verið vinsæll meðal stjarnanna. Hér
eru þær Jamie Chung og Crystal Reed í honum og bera hann báðar afbragðsvel.
ROKSANDA ILINCIC-PILS
Þetta pils frá Roksöndu Ilincic er hægt að klæða bæði upp og
niður með ólíkri útkom. Hér er Spice Girls-stjarnan Mel B í
hlýralausum topp við en leikkonan Lizzy Caplan klæðist pilsinu
við svartan síðerma topp með allt annarri útkomu.
Árið 1990 óskaði
fyrirsætan Ásdís
Rán Gunnarsdót-
tir eft ir pennavini
í Barna-DV en á
meðal áhugamála
hennar voru sætir
strákar og vildi
hún helst skrifast á
við krakka úti á
landi.
Ásdís Rán fæddist
12. ágúst árið 1979
og á þar af leiðandi
sama afmælisdag
og lögfræðingurinn
Sveinn Andri
Sveinsson en
hann var einmitt
kosinn formaður
stúdentaráðs Háskóla Íslands
árið 1988.
Tveimur árum
síðar fæðist
barnsmóðir
Sveins Andra,
Kristrún Ösp
Barkardóttir
en sonur þeirra
fæddist árið
2012.
Margt annað gleðilegt
gerðist árið 2012 og
gekk Sverrir Þór
Sverrisson, betur
þekktur sem Sveppi,
að eiga unnustu sína,
Írisi Ösp Bergþórs-
dótt ur sama ár.
Sveppi var í
Breiðholtsskóla á
sínum tíma en Ásdís
Rán var einmitt líka
í Breiðholtsskóla.
HÖLL MINNINGANNA FRÁ ÁSDÍSI RÁN TIL ÁSDÍSAR RÁNAR
LÍFIÐ