Fréttablaðið - 14.08.2014, Page 62

Fréttablaðið - 14.08.2014, Page 62
14. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 42 BAKÞANKAR Bergs Ebba Benediktssonar Væntingastjórnun er nýjasta tísku-orðið. Þegar stjórnendur búa fólk undir það versta og ná þannig að halda því ánægðu þótt ekki sé boðið upp á það besta. Hamingjan snýst víst ekki um hvað þú færð heldur hvað þú færð miðað við hvað þú taldir þig eiga rétt á að fá. NÝLEGA var gerð könnun á vegum Uni- versity College í London með það að markmiði að búa til jöfnu fyrir hamingj- una. Þátttakendur voru látnir svara spurningunni „hversu hamingju- samur ertu núna“ á meðan þeir undirgengust veðmál með mis- munandi forsendum. Til að sann- reyna svörin voru höfuð þátttak- enda tengd við tölvu þar sem lesið var í rafboð sem heili þeirra gaf frá sér þegar svör voru gefin. Í ljós kom að það er ekki raunverulegur ávinning- ur sem stjórnar ham- ingjunni heldur hlut- fallsleg útkoma miðað við væntingar. Að koma út á núlli í veðmáli með slæmum líkum veitir fólki hlutfallslega jafn mikla hamingju og að græða á veðmáli þar sem taplíkur eru litlar. Á mannamáli þýðir þetta að það getur veitt heilsulitlum manni jafn mikla hamingju að labba upp Öskjuhlíðina eins og atvinnu- fjallagarpi að klífa á tind Everest. Um þetta hafa skáldin ort og óþarfi að fjölyrða um það. Miðað við þetta er „væntingastjór- nun“ klókt bragð hvort sem því er beitt af stjórnmálamönnum eða foreldrum. En svo er einnig spurning hvort „hamingja“ sé aðeins of stórt hugtak til að rúmast innan þessara hugsana. „ÞEIR segja að ef maður vísi burt voninni, þá veitist manni allt,“ söng Megas og það geta vísindamennirnir frá University Col- lege tekið undir. En í línunni er undirliggj- andi hryggð. Fylgi maður þessari hugsun til enda þá er alltaf best að gera sjálfan sig eins vonlítinn og mögulegt er. Samkvæmt því ætti leiðin að hamingjunni að vera að rífa sjálfan sig niður, útiloka vonir og væntingar, krefjast og vænta einskis – en það er leið ógæfunnar. VÆNTINGASTJÓRNUN er vandmeðfarin. Hún virkar lógísk en hamingjan er þrátt fyrir allt ekki bundin rökum. Væntingastjórnun „Ég vissi að þessar upptökur væru til en hafði ekki heyrt þetta í þrett- án ár,“ segir Sölvi Blöndal, for- sprakki hljómsveitarinnar Quar- ashi, en upptökur frá tónleikum sveitarinnar ásamt Sinfóníuhljóm- sveit Íslands eru komnar á netið, án þess þó að liðsmenn Quarashi hafi haft hugmynd um það. Á aðdá- endasíðu Quarashi verður sett inn eitt lag á dag í sjö daga en lögin á tónleikunum voru einmitt sjö. Þrjú lög eru þegar komin inn á síðuna. Tónleikarnir sem um ræðir fóru fram árið 2001 og vöktu mikla athygli á sínum tíma. „Þetta var mjög áhugavert því það hafði eng- inn gert þetta áður, rapphljóm- sveit og sinfóníuhljómsveit að spila saman er eitthvað sem hafði ekki verið gert áður,“ bætir Sölvi við léttur í lundu. Hann minnist þess þó að lítið hafi verið æft fyrir tónleikana. „Við spiluðum prógrammið í fyrsta sinn með Sinfó á tónleik- unum og æfðum aldrei nema bara hver í sínu lagi. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson útsetti þetta frábær- lega og þetta gekk ótrúlega vel, við vissum ekki hvernig þetta myndi takast,“ útskýrir Sölvi. Sölvi og Þorvaldur Bjarni unnu einnig saman að laginu Til ham- ingju Ísland sem fór í Eurovision á sínum tíma. Upptökurnar af tónleikunum fóru þó í útvarpsspilun á sínum tíma. „Það er líklegast að upptök- urnar hafi lekið á netið í gegnum útvarpsspilunina en mér finnst samt bara fínt að þetta komi á netið. Ég held samt að þessar upp- tökur komi ekki til með vera gefn- ar út nema bara svona á netinu,“ segir Sölvi. Liðsmenn Quarashi eru þessa dagana að jafna sig eftir vel heppnaða tónleika á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Núna erum við bara að slaka á, við vorum mjög ánægðir með þessa tónleika. Ég veit ekki alveg hvað gerist næst hjá Quarashi.“ - glp Afar sjaldgæfar upptökur á netið Upptökur frá tónleikum Quarashi og Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 2001 hafa litið dagsins ljós á netinu. Um afar sjaldgæfar upptökur er að ræða. SÁTTIR VIÐ UPPTÖKURNAR Liðsmenn Quarashi eru ekkert pirraðir yfir því að upptökur af tónleikum þeirra með Sinfóníu- hljómsveit Íslands hafi ratað á netið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL LUCY LUCY LÚXUS GUARDIAN OF THE GALAXY 3D GUARDIAN OF THE GALAXY 3DLÚXUS SEX TAPE DAWN _PLANET OF THE APES 3D AÐ TEMJA DREKANN 2 ÍSL. TAL2D VONARSTRÆTI KL.. 3.10 - 5.40 - 8 - 10.10 KL. 10.40 KL. 3.10 - 5 - 8 - 10.40 KL. 5 - 8 KL. 8 - 10.10 KL. 8 - 10.45 KL. 3.30 - 5.45 KL. 5.20 LUCY NIKULÁS Í FRÍI SEX TAPE DAWN_PLANET OF THE APES 3D 22 JUMP STREET VONARSTRÆTI ENSKUR TEXTI VONARSTRÆTI KL. 5.50 - 8(GÆÐAS) -10.10 KL. 5.45 - 8 KL. 5.40 - 8 - 10.10 KL. 10.15 KL. 10.40 KL. 5.20 8KL. Miðasala á: EIN ÓVÆNTASTA SPENNUMYND ÁRSINS FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI SPARBÍÓ AKUREYRI KEFLAVÍK SAN FRANCISCO CHRONICLE MOVIEPILOT.COM HITFIX WASHINGTON POST NEW YORK DAILY NEWS LUCY 6, 8, 10:35(P) NIKULÁS LITLI 3:50 HERCULES 10 THE PURGE: ANARCHY 10:20 TEMJA DREKANN SINN 2D 5 22 JUMP STREET 5, 8 ÍSL TAL www.laugarasbio.isSími: 553-20755% BEINT Á TOPPINN Í USA! MONTY PYTHON LIVE (mostly) 7 - 12 ÁGÚST: 20.00 SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.