Fréttablaðið - 14.08.2014, Side 66

Fréttablaðið - 14.08.2014, Side 66
14. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 46 MATHIEU DEBUCHY ➜ Kom frá Newcastle 29 ára bakvörður CALUM CHAMBERS ➜ Kom frá Southampton 19 ára varnarmaður DAVID OSPINNA ➜ Kom frá Nice 25 ára markvörður ALEXIS SÁNCHEZ spilaði frábærlega fyrir Barcelona á síðustu leiktíð eftir tvö ekki jafngóð ár þar á undan. Hann skilaði 21 marki í öllum keppnum og var á löngum köflum besti maður liðsins. Sánchez hélt áfram að heilla menn á HM og virðist nokkuð augljóst að hraði hans, kraftur og hlaupageta séu sérsniðin að ensku úrvals- deildinni. Með Sánchez og Theo Walcott utan á Oliver Giroud frammi og Mezut Özil fyrir aftan hann er kominn vægast sagt beittur oddur á sóknarspjót Arsenal-liðsins. Fréttablaðið hefur að undanförnu birt spá sína fyrir ensku úrvalsdeildina í fótbolta og nú er komið að liðinu sem verður með í titilbaráttunni, en þarf á end- anum að sætta sig við þriðja sætið í deildinni. Arsenal var eins og svo oft áður líklegt til afreka framan af síðasta tímabili, en eins og svo oft áður klikkaði liðið eftir áramót. Aftur á móti vann liðið fyrsta titilinn í níu ár og því fylgdi síðan sigur í Sam- félagsskildinum um daginn. Það skal ekki vanmeta hversu miklu máli það skiptir leikmenn að vinna titla þegar illa hefur gengið. Annað sumarið í röð var Wenger með veskið á lofti og pungaði út 35 milljónum fyrir stjörnuframherja. Verði Aaron Ramsey í sama formi og í fyrra og haldi Özil út heila leiktíð eru skytt- urnar til alls líklegar. Nú finna þær loks blóðbragðið. Í þriðja sætinu í deildinni verður Arsenal ENSKA ÚRVALS- DEILDIN HEFST EFTIR 2 DAGA SPÁ FRÉTTABLAÐSINS Englandsmeistari Á morgun 2. Man. City 3. Arsenal 4. Man. United 5. Liverpool 6. Everton 7. Tottenham 8. Stoke 9. Swansea 10. Newcastle 11.Southampton 12. Aston Villa 13. C. Palace 14. Sunderland 15. West Ham 16. Hull 17. QPR Þessi lið falla 18. WBA 19. Leicester 20. Burnley Stjörnuleikmaðurinn Finna má meira um Ensku úrvalsdeildina á Vísi visir.is NÝJU ANDLITIN SPORT FÓTBOLTI Ný grein, sú sextánda, í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurð- armál hefur heldur betur látið á sig reyna á sínu fyrsta sumri í knattspyrnunni. Í henni segir: „Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrir- litningu, mismunun eða niður- lægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kyn- þátt, litarhátt og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti fimm leiki.“ Nýja ákvæðið er þýðing á ákvæði í agareglugerð FIFA sem öllum knattspyrnusamböndum innan FIFA ber að taka upp, en það felur í sér harðari viðurlög við hvers kyns mismunun. Samtals hafa þrjú íslensk félög verið sektuð um 350.000 krónur, en þetta er margföld hækkun á sektum vegna mismununar sem má á einfaldari hátt kalla kyn- þáttaníð. Fyrst var leikmaður Víðis í Garði úrskurðaður í fimm leikja bann í deildabikarnum fyrr í sumar fyrir að beita mótherja sinn kynþáttaníði og félagið sektað um 100.00 krónur. Sú tala meira en tvöfaldaðist svo í gær. Þá var ÍBV sektað um 150.000 krónur fyrir kynþáttaníð stuðn- ingsmanns félagsins í garð Farids Zato, leikmanns KR, og Víkingur í Ólafsvík fékk 100.000 króna sekt vegna framkomu Eyþórs Helga Birgissonar í garð aðstoðardómara í leik gegn Grindavík um síðustu helgi. Sextánda greinin ætlar að reynast erfið veskjum gjaldkera sumra liða en að sama skapi mik- ilvæg fyrir íþróttina. Viðurlögin við kynþáttaníði fyrir ekki meira en ári voru mun vægari. Ber að nefna að Keflavík fékk ekki nema 30.000 króna sekt fyrir kynþáttaníð stuðningsmanns liðsins í garð Tonnys Mawejje í september á síðasta ári, en það hefur lengi verið hámarkssekt knattspyrnusambandsins. Það var ekki í fyrsta skipti sem leikmaður ÍBV varð fyrir barðinu á kynþáttaníði, en sumarið 2007 fékk Fjölnir sekt fyrir hegðan stuðningsmanna liðsins í garð Andrew Mwesigwa í 1. deildinni.. ÍBV nýtti því tækifærið í gær í yfirlýsingu sinni og fagnaði hversu hart væri tekið á málum. - tom Ákvæði um mismunun reynist sumum félögum rándýrt Þrjú félög sektuð af Knattspyrnusambandi Íslands um samtals 350.000 krónur fyrir brot á nýrri reglu sambandsins um mismunun. SEKT Eyjamenn voru sektaðir fyrir kynþáttaníð í garð Farids Zato. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Freyr Alexandersson tilkynnti í gær íslenska hópinn sem mætir Dönum í undankeppni HM 2015 á Laugardalsvelli 21. ágúst. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur upp á framhaldið, en Ísland þarf að vinna alla þrjá leikina sem eftir eru í 3. riðli undankeppninnar til að eygja von um að komast í umspil um sæti á HM. Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sif Atladóttir verða ekki með vegna meiðsla, en 15 af 20 leikmönnum í hópnum leika í Pepsi-deildinni. Ísland og Danmörk skildu jöfn, 1-1, í fyrri leiknum en Freyr segir að íslenska landsliðið eigi erfitt verkefni fyrir höndum á Laugardalsvellinum, en þetta verður í fyrsta sinn sem þessar þjóðir mætast á íslenskri grundu. En hvað þarf Ísland að gera til að vinna leikinn? „Við þurfum að undirbúa okkur vel og ná upp góðri stemmningu innan liðsins og svo þurfum við að fá fólk á völlinn,“ sagði Freyr og bætti við: „Við þurfum að hafa varnarleikinn í lagi, pressa á réttum stöðum og reyna að vinna boltann framarlega á vellinum eins og oft og við getum,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Leikur Stjörnunnar og Inter í forkeppni Evrópudeildarinnar fer fram daginn áður á Laugardals- vellinum. Freyr segir að sá leikur muni eflaust fá mikla athygli, en vonast þó að áhorfendur muni mæta vel á leikinn gegn Dönum: „Við fáum risastóra leiki í Laug- ardalnum tvo daga í röð. Það er ekki mikið eftir af sumrinu og ég vona að fólk nýti tækifærið og sjái báða leikina.“ - iþs Risaleikir tvo daga í röð LOKATÆKIFÆRIÐ Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Júlímánuður var ekki bjartur í Safamýrinni í sumar. Framliðið tapaði fimm leikjum í röð í Pepsi-deildinni og markatal- an var 1-13. Með sama áframhaldi blasti ekkert annað við en fall en þegar Bjarni Guðjónsson mætti hins vegar með lið sitt á Þórsvöll- inn var hann með ás upp í erminni. Denis Cardaklija, 26 ára sonur vítabanans Hajrudins Cardaklija, var búinn að taka hanskana niður af hillunni og stóð á milli stang- anna í þessum mikilvæga leik. Denis var vissulega ekki ókunn- ugur því að klæðast Framtreyj- unni en var samt enn nýliði í efstu deild þrátt fyrir þrjú tímabil sem varamarkvörður Fram. Það efuð- ust því margir um að reynslulaus markvörður sem hafði ekki spilað deildarleik í fjögur ár gæti hjálpað til við að loka hriplekri vörninni. Nú, tveimur leikjum síðar, eru Framarar búnir að bæta við sig sex stigum, komnir upp úr fall- sæti og það sem meira er – Denis er ekki enn búinn að fá á sig mark. „Það kom pínu á óvart hvað það gekk vel í þessum fyrstu leikjum,“ viðurkennir Denis. „Þegar Bjarni heyrði í mér þá þurfti ég að hugsa mig vel um hvort að það væri rétt fyrir mig að fara inn í þetta svona og hvort ég gæti virkilega hjálpað liðinu að ná úrslitum. Bjarni bauð mér á æfingu og svo byrjaði þetta að ganga vel. Mér leið eins og ég hefði aldrei farið,“ segir Denis. Svo er pabbi þarna líka „Margir höfðu efasemdir um mig, enda ekkert eðlilegt að hoppa inn á miðju tímabili eftir að hafa verið frá í nánast eitt ár. Þegar fólk hefur trú á þér, eins og Bjarni þjálfari og strákarnir höfðu, þá veistu að þetta er hægt. Svo er pabbi þarna líka,“ sagði Denis. „Kærastan mín og fjölskyld- an mín sögðu alltaf við mig að ég væri nægilega góður og að ég gæti þetta alveg. Það hjálpaði mér mikið en líka það að ég veit hvað ég get og hvaða takmörk ég hef,“ segir Denis. Faðir hans, Hajrudin Cardaklija, er markmannsþjálf- ari liðsins. Hajrudin gerði garð- inn frægan með Breiðabliki í efstu deild og er enn í dag mesti vítaban- inn í sögu deildarinnar. „Um leið og gamli samningur- inn minn rann út í desember þá bauðst pabba fyrir tilviljun að taka við kvennaliðinu og svo datt hann inn í markmannsþjálfunina í fram- haldinu. Svo er ég allt í einu kom- inn inn í þetta og hann því orðinn markmannsþjálfarinn minn. Þetta er mjög skemmtilegt allt saman. Hann hefur þjálfað mig áður bæði í meistaraflokki og yngri flokk- um,“ segir Denis. Þrjú ár á bekknum Denis var í herbúðum Fram frá 2011 til 2013 en fékk ekki að spila. „Þegar ég samdi fyrst við Fram þá kom ég inn í liðið sem varamark- vörður. Þá var Ögmundur (Krist- insson) að fá sitt tækifæri eftir að Hannes (Þór Halldórsson) fór í KR. Staðan var bara þannig að Ögmundur var frábær þessi ár sem hann var í Fram. Hann fékk heldur aldrei brottvísun og meidd- ist nánast aldrei. Hann var því að sjálfsögðu markvörður númer eitt á þessum tíma,“ segir Denis. Hann fékk samt nóg á endanum. „Ég fékk bara leiða á þessu. Ég var búinn að vera á bekknum í þrjú ár. Ég hafði líka í nógu öðru að snúast í skólanum og var í fullu starfi með honum. Þetta var orðið of mikið af því góða. Svo er minna að gera núna, það er lítið eftir af náminu og boltinn passar betur inn í þetta núna en á sama tíma í fyrra,“ segir Denis sem er að klára meistaranám í stjórnun og stefnu- mótun í viðskiptafræðinni. Unglingalandsliðsmarkvörður- inn Hörður Fannar Björgvinsson er nú í sömu stöðu og Denis var í mörg ár. „Hann er mjög góður markvörður og á mjög bjarta fram- tíð fyrir sér. Hans tækifæri kemur fyrr en síðar. Ég lærði mikið af pabba á sínum tíma enda mikið að æfa með honum einn og á mark- mannsæfingum. Ég er ánægður fyrir hönd Harðar að hann fái að æfa með pabba því þó að hann sé pabbi minn þá segi ég það hreint út að hann er mjög góður mark- mannsþjálfari. Hann á eftir að hjálpa honum mjög mikið,“ segir Denis. ooj@frettabladid.is Enginn venjulegur nýliði Denis Cardaklija svaraði kallinu og tók hanskana af hillunni. Hann var líka ekki lengi að eyða efasemda- röddum og varð fyrsti markvörður Fram í sex ár sem heldur Frammarkinu hreinu í tveimur leikjum í röð. CARDAKLIJA- FEÐGARNIR SAMAN Á NÝ Denis Carda- klija og faðir hans, Hajrudin, á Framvell- inum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.