Fréttablaðið - 27.08.2014, Blaðsíða 22
FÓLK|FERÐIR
Helga Arnalds, myndlistar-maður og brúðuleikari, gekk Laugaveginn á dögunum með
allri fjölskyldunni, þar á meðal fimm
ára dóttur sinni og ellefu ára syni.
„Það kom mér helst á óvart hvað
þetta gekk vel og hvað krakkarnir
voru duglegir. Þeir voru í eltingaleik
á kvöldin eftir göngurnar á meðan
við, fullorðna fólkið, vorum alveg
búin á því,“ segir Helga og hlær.
Börnin í hópnum voru fimm
talsins, Hallveig, dóttir Helgu var
yngst, en hún varð sex ára stuttu
eftir ferðina, einn var að verða
sjö ára, tvö voru ellefu ára og ein
tólf. „Þessi tvö yngstu fóru með
trússbílnum fyrsta daginn sem var
lengsti dagurinn og erfiðasta gang-
an en svo gengu þau það sem eftir
var af ferðinni. Ferðin var líkamlega
auðveldari fyrir börnin en það var
erfiðast að virkja þau í því að ganga.
Við fórum í leiki, þrautakóng, frúna
í Hamborg og aðra leiki sem hægt
er að fara í á ferðinni, sögðum þeim
sögur og skoðuðum blómin til að
hafa einhvern meiri tilgang með
göngunni en bara að labba. Farar-
stjórarnir frá Útivist voru frábærir
í þessu og héldu uppi fjörinu. Eins
gerðum við jóga á hverjum degi
sem Guðrún systir mín stjórnaði.
Barnahópurinn var ofsalega góður
og þau blönduðust vel og léku sér
í endalausum ratleikjum og lentu í
ævintýrum.“
Helga segir það gott fyrir börn
að fara snemma á ævinni í svona
ferð. „Það fæst allt önnur upplifun
af landinu með því að ganga um það
en ferðast á annan hátt. Börnin upp-
lifa landið öðruvísi og það myndast
tenging sem er ofsalega dýrmæt,
landið verður einhvern veginn
meira „þeirra“. Ferðin öll var líka
svo eftirminnileg og hún hafði virki-
leg áhrif á mig. Minningin um hana
á eftir að lifa með okkur.“
Helga, systir hennar, Guðrún
Arnalds, og fleiri úr hópnum sem
gekk Laugaveginn ákváðu í kjöl-
far ferðarinnar að halda áfram að
ferðast saman. „Við ætlum að halda
áfram að hittast með krakkana og
fara í göngur nálægt höfuðborgar-
svæðinu. Við systurnar stofnuðum
hóp á Facebook sem heitir Fjall-
göngur með börnunum sem öllum
er velkomið að ganga í og koma
með okkur í göngur.“
■liljabjork@365.is
BÖRNIN Í LANGFERÐ
FJÖLSKYLDUFERÐ Fimmtán manna hópur gekk saman yfir Laugaveginn
fyrr í mánuðinum. Í hópnum voru fimm börn sem stóðu sig eins og hetjur .
Á LAUGAVEGINUM Helga í miðri göngu ásamt Hönnu, aðstoðarfararstjóra.
GÖNGUGARPUR Hallveig var ekki orðin sex ára þegar hún fór í þriggja daga
göngu á Laugaveginum.
ALLIR Í JÓGA Guðrún Arnalds, jógakennari hjá Andartaki, tók börnin úr Laugavegsgöngunni ásamt öðrum börnum í jógakennslu í
Þórsmörk. AÐSENDAR MYNDIR
Útsölustaðir:
Hagkaup lífræna deildin, Fjarðarkaup - Fræið heilsuhornið, Heilsuhúsið,
Blómaval – heilsuhornið, Lifandi markaður Borgartúni
www.icecare.is - Netverslun
Pana Chocolate
Súkkulaði sem er gott fyrir þig…
• Náttúruleg ofurfæða
• Enginn unninn sykur!
• Framleitt við lágan hita til að viðhalda
miklu magni næringaefna
• Inniheldur hrá lífræn- og náttúruleg
innihaldsefni
Allt okkar súkkulaði er bæði
hand- gert og innpakkað
Inniheldur lífrænt kakó sem er með mikið magn
af andoxunarefnum, vítamínum og steinefnum.
Við skutlum Júlíu heim
Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is
Birtingur treystir okkur fyrir
öruggri dreifingu á Júlíu