Fréttablaðið - 27.08.2014, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 27.08.2014, Blaðsíða 48
Andinn léttur en tónlistin þung Súpergrúppan Oyama hefur unnið að fyrstu plötu sinni í fullri lengd síðast- liðið hálft ár. Enginn annar en Pétur Ben á að framleiða plötuna en hann er meðal annars þekktur fyrir störf sín með Mugison og fyrir kvikmynda- og leikhústónlist sína. „Andinn er léttur en músíkin heví,“ segir Pétur. Þá mun bandaríska plötufyrirtækið Imperial Records gefa út smáplötu sveitarinnar „I Wanna“ í Japan í vetur. Þá plötu vann hljómsveitin sjálf en Júlía Hermannsdóttir, söng- kona sveitarinnar, segir að hljóm- sveitin hafi verið tilbúin að fá aðeins meiri hjálp við næstu plötu. „Við vorum skotin í því sem Pétur hefur verið að gera, og hann hafði sömuleiðis lýst yfir áhuga á okkar tónlist, þannig að samstarf okkar við hann kom til frekar náttúrulega í byrjuninni.“ - ih FRÉTTIR AF FÓLKI 1 Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum 2 Er Bárðarbungu ekki um að kenna? 3 Van Gaal: Kagawa neitar að hlusta á mig 4 Búið að slökkva eldinn í Bjarnaborg– húsið var rýmt 5 Stærsti skjálft inn til þessa reið yfi r í nótt Mest lesið Fjör í fimmtugsafmæli „Það er alltaf meiri og meiri ástæða til að fagna,“ segir Svandís Svavars- dóttir, þingkona Vinstri grænna, sem hélt upp á fimmtugsafmæli sitt með fjölskyldu og vinum á Menningar- nótt. Hún segir fimmtugsafmælið tvímælalaust hafa verið skemmti- legra en tvítugsafmælið. Hápunktur afmælisins var þegar börn Svan- dísar tróðu upp. Það var mikið sungið í afmælinu og með- limir Dómkórsins, sem Svandís var eitt sinn hluti af, leiddu aðra afmælis- gesti í söng langt fram eftir nóttu. - ssb VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VÍSIR RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja THE MORE YOU USE IT THE BETTER IT LOOKS UPPLIFÐU ÞITT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.