Fréttablaðið - 27.08.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 27.08.2014, Blaðsíða 20
 | 4 27. ágúst 2014 | miðvikudagur Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir stjórnendur fyrir- tækisins og móðurfélags þess, Century Aluminum, ákveðna í að reisa allt að 360 þúsund tonna álver í Helguvík. Þeir hafa stefnt að byggingu álversins frá árinu 2005 en nú níu árum síðar er enn ekki ljóst hvaðan raforkan, sem á að knýja framleiðslu þess, á að koma. „Við höfum fullan hug á að klára Helguvíkurverkefnið. Það er ljóst enda sjáum við mikil tækifæri í áliðnaði. Þetta strandar á raforku- afhendingunni og á meðan svo er getum við auðvitað ekki farið lengra nema aðrir orkusalar komi að verkefninu,“ segir Ragnar. Verkefnið hefur þegar kostað um 17 milljarða króna. Fyrirtækið býr sig nú undir að taka til varna í gerðardómsferli þar sem HS Orka hefur aftur óskað eftir því að losna undan samningi um orkusölu til álversins. Segir samninginn standa Norðurál samdi um kaup á raforku fyrir álverið við HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur, nú Orku náttúrunnar, árið 2007. „Ástæðan fyrir því að álverinu var val- inn staður í Helguvík er að sveitarfélögin á svæðinu buðu orku frá HS í verkefnið. Það kemur því ekki til greina að ætla að leyfa HS Orku að labba frá samningnum,“ segir Ragnar. „HS Orka hefur ekki enn stað- fest neina orkuafhendingu í þetta verkefni en nýir eigendur HS vildu losna undan skuldbinding- um samningsins árið 2010,“ segir Ragnar og rifjar upp þegar orku- fyrirtækið fór áður með samning- inn fyrir gerðardóm. Úrskurður í því máli lá fyrir í desember 2011. „Niðurstaðan þá var sú að fyrir- tækið átti að standa við samning- inn. Síðan hefur lítið gerst annað en að þeir sendu málið aftur í gerð- ardóm núna í júlí,“ segir Ragnar. Hann segist að öðru leyti lítið geta tjáð sig um málið. Hins vegar er ljóst, samkvæmt hálfsársupp- gjöri HS Orku, að orkufyrirtækið telur ákvæði samningsins frá 2007 ekki hafa verið uppfyllt og að hann sé því ekki lengur í gildi. Ekki í viðræðum við Landsvirkjun Ragnar segir Norðurál ekki eiga í neinum viðræðum við Lands- virkjun um mögulega orkusölu til Helguvíkur. „Það liggur í raun ekkert fyrir um það að neitt annað orkufyrir- tæki geti tekið við þessu hlut- verki,“ segir Ragnar og heldur áfram: „Þau verðmæti sem hafa orðið til hjá Landsvirkjun sýna best að þessi samvinna álfyrirtækja og orkuiðnaðarins hefur skilað gríð- arlega miklum og góðum árangri.“ Að sögn Ragnars eru nú þrjú ár síðan Orkuveita Reykjavíkur hóf að afhenda um 50 megavött af þeirri raforku sem samið var um árið 2007. Orkan hefur verið notuð í álverinu á Grundartanga þar sem fyrirtækið hefur farið í umtals- verða fjárfestingu til að auka framleiðslugetuna úr 260 þúsund tonnum á ári í 293 þúsund tonn. „Við erum að nýta raforkuna á Grundartanga og það hefur verið ágætt samstarf við orkufyrirtækið um það,“ segir Ragnar. Hann segir að Orkuveitan þurfi að reisa nýjar virkjanir svo fyrir- tækið geti staðið við samninginn. Fyrirhuguð virkjun í Hverahlíð í Ölfusi hefur oft verið nefnd í því samhengi. Verður byggt í fjórum áföngum Álverið í Helguvík á eins og áður segir að framleiða allt að 360 þús- und tonn á ári. Það verður hins vegar byggt í fjórum 90 þúsund tonna áföngum. Kerskálabygging- ar sem búið er að reisa á svæðinu miðast við 90 þúsund tonna álver. „Hver áfangi yrði þá 150 mega- vött og við höfum horft til þess að tryggja raforku í tvo áfanga til að ná ákveðinni hagkvæmni,“ segir Ragnar. Hann segir að álfram- leiðsla í Helguvík eigi að geta haf- ist um tveimur og hálfu ári eftir að framkvæmdir hefjast. „Auðvitað geta einstaka þætt- ir tekið lengri tíma en álverið á Grundartanga reis til dæmis á fjórtán mánuðum. Það er hægt að vinna þetta hratt,“ segir Ragnar en tekur fram að Grundartangi hafi státað af tengimannvirkjum og öðrum nauðsynleg- um innviðum áður en álverið var byggt þar. „Hins vegar er búið að leggja gríð- arlega mikla vinnu í höfnina í Helguvík og þetta er mjög góð staðsetning. Þá hefur atvinnuleysi verið hæst á Reykjanesi og álver væri því góð viðbót við fl óru fyrir tækja.“ Staðsetningin veitir nú forskot Norðurál hefur komið með yfi r milljarð króna inn í landið á þessu ári í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans. Þeim fjármunum var varið í framleiðsluaukninguna á Grundartanga en verkefnið hefur þegar kostað á annan tug milljarða króna. „Það er eðli álvera að þau eru byggð fyrir ákveðna grunnaf- kastagetu og síðan er reynt að gera meira og betur. Þá er hægt að auka strauminn en þetta er við- kvæmt ferli því það má ekki ganga of langt því þá getur maður misst tökin á þessu.“ Fyrirtækið hefur síðastliðin sextán ár framleitt svokallaða álhleifa til útfl utnings. Nú er stefnt að því að fjölga framleiðsluvör- unum. „Það eru ákveðin tækifæri í því sem er að gerast varðandi framboð á áli í Evrópu. Þar hefur gömlum álverum verið lokað og ný hafa ekki verið byggð. Þetta ásamt stöð- ugt vaxandi eftirspurn á svæð- inu skapar tækifæri fyrir íslensk álfyrirtæki.“ Hann nefnir sem dæmi að þeir álkaupendur í Evrópu, sem áður versluðu við álverin sem nú er búið að loka, geti í staðinn keypt ál frá Íslandi og þannig sparað sér fl utn- ingskostnað og tíma. „Skilvirkir og góðir sjófl utning- ar héðan frá Íslandi gefa ákveðið samkeppnisforskot. Í Rússlandi er álið til dæmis fl utt á milli heims- álfa með lestum. Staðsetningin sem áður var hindrun er því farin að veita ákveðið forskot og skapa ný tækifæri. Við blasir einnig aukin eftirspurn eftir áli og verð hefur farið hækkandi. “ Vilja reisa álver í Helguvík sem fyrst Hagnaður af rekstri álversins á Grundartanga nam 3,2 milljörðum króna árið 2013. Ragnar Guðmundsson, for- stjóri Norðuráls, segir ekki koma til greina að leysa HS Orku undan samningi um orkusölu til álvers í Helguvík. FORSTJÓRINN Ragnar Guðmundsson tók við sem forstjóri Norðuráls í ágúst 2007 en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu frá 1997. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í HELGUVÍK Ekkert hefur gerst á framkvæmdasvæðinu í Helguvík frá síðustu áramótum og kerskálabyggingarnar tvær standa þar óklár- aðar. Fréttablaðið/Pjetur STÓRIÐJA Haraldur Guðmundsson haraldur@frettabladid.is Það kemur því ekki til greina að leyfa HS Orku að labba frá samningnum. Hagnaður af rekstri álversins á Grundartanga nam 27,6 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári, jafnvirði 3,2 millj- arða króna. Árið 2012 skilaði reksturinn jákvæðri afkomu upp á 46,6 milljónir dala og dróst hagnaðurinn því saman um 41 prósent milli ára. „Við erum stolt af rekstri álversins og heilt á litið er upp- gjörið ágætt miðað við aðstæður,“ segir Ragnar og bendir á að álverð var talsvert lægra árið 2013 en 2012. „Við höfum rekið álverið með hagnaði síðustu árin og höfum náð miklum árangri í rekstrinum. Allar okkar lykil- tölur eru mjög góðar. Þetta á við um framleiðni, öryggismál og umhverfismál,“ segir Ragnar. Samkvæmt ársreikningi Norðuráls Grundartanga ehf. fyrir árið 2013, sem fyrirtækið skilaði til ársreikningaskrár ríkis- skattstjóra í síðustu viku, greiddi það 718 milljónir króna í tekjuskatt vegna hagnaðarins á árinu. „Sumir hafa sagt að hagkvæmni álvera á Íslandi byggist á Um 3,2 milljarða hagnaður af rekstrinum á Grundartanga lágu orkuverði. Það er fjarri sanni. Það eru gæði framleiðsl- unnar og forskotið sem fyrirtækin hafa þar sem er krítískt í vexti og viðgangi álframleiðslunnar. Raforkuverð til álvera á Íslandi er til dæmis hærra en í Miðausturlöndum, en álver þar sækja í auknum mæli inn á Evrópumarkað.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.