Fréttablaðið - 28.08.2014, Síða 2
28. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
SJÁVARÚTVEGUR Útlit er fyrir að ekki fáist fjár-
munir til að standa undir loðnuleiðangri Haf-
rannsóknastofnunar í haust.
Útvegsmenn hafa bent á að slík vanræksla
geti kostað þjóðarbúið gríðarlega fjármuni
því niðurstöður slíkrar rannsóknar séu mikil-
vægar eigi loðnuvertíð að heppnast.
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró, sagði
í síðustu viku að stofnunin hefði ekki bolmagn
til þess arna nema ef eitthvað nýtt kæmi til.
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs-
ráðherra segir í samtali við Fréttablaðið að
hann hafi beitt sér eins og mögulegt er til að
tryggja fjármuni til starfsemi Hafrannsókna-
stofnunar. „En ráðuneytið ræður ekki yfir
neinum sjóðum til að grípa til og fjárveitinga-
valdið er ekki á hendi framkvæmdarvaldsins,“
segir hann. Þeir tvímenningar munu fara yfir
þessi mál í næstu viku.
Ráðherrann er nokkuð hnugginn vegna
ástands stofnunarinnar.
„Það er tilefni til þess að hafa áhyggjur af
fjárhagsstöðu stofnunarinnar,“ segir hann.
„Og mikilvægt að fjármagn verði tryggt til
grunnrannsókna. Það veltur á fjárlaganefnd
og Alþingi hvort menn eru tilbúnir að bæta
stöðu Hafrannsóknastofnunar.“
- jse
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir tilefni til að hafa áhyggjur af stöðu Hafró:
Litlar líkur á loðnuleiðangri í haust
SIGURÐUR INGI JÓHANNSSON Ráðherrann segist
hafa reynt allt til að tryggja fjármuni fyrir starfsemi
Hafró. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Geir, er ekki barnaleikur að
stytta biðlistana?
Það gengur allavega vel að fækka
börnum á þeim og fleiri fá pláss.
Fréttablaðið sagði frá því að mikill fjöldi
barna væri á biðlista eftir plássi á frístunda-
heimili Hafnarfjarðar. Geir Bjarnason er
æskulýðs- og forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðar.
ÚKRAÍNA, AP Uppreisnarmenn í Úkraínu réðust í
gær inn í borgina Novoasovsk við Svartahafið, en í
gegnum borgina liggur þjóðvegurinn frá Mariupol
til Krímskaga.
Uppreisnarmenn höfðu þó ekki náð Novoasovsk á
sitt vald, en stjórnarherinn tók engu að síður strax
til við að styrkja varnir við Mariupol.
Nái uppreisnarmennirnir Navoasovsk hafa þeir í
raun náð á sitt valdi strönd Asovhafs, sem er innhaf
úr Svartahafi. Uppreisnarmenn hafa fyrir á sínu
valdi stóran hluta af strandlengjunni, sem er mikil-
væg vegna auðlinda í hafinu.
Áfram eru einnig hörð átök í borginni Donetsk,
sem er töluvert norðar. Tugir úkraínskra hermanna
eru sagðir hafa fallið í gær.
Petro Porosjenkó Úkraínuforseti sagðist seint
í gær, að loknum fundi með Vladimír Pútín Rúss-
landsforseta, ætla að vinna að friðaráætlun þar
sem meðal annars sé gert ráð fyrir því að uppreisn-
armenn, sem ekki hafa gerst sekir um alvarlega
glæpi, fái sakaruppgjöf. Einnig er gert ráð fyrir að
héruð landsins fái aukna sjálfstjórn, eins og Pútín
hefur lengi lagt til. - gb
Uppreisnarmenn í Úkraínu í stórsókn í borgum við strendur Svartahafsins:
Hörð átök um strandlengjuna
ÚKRAÍNSKI HERINN Býr sig undir að halda inn í borgina
Mariupol við strönd Svartahafs. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SPURNING DAGSINS
Fyrir veitingastaðinn
Fyrir bændagistinguna
Fyrir veiðimanninn
Fyrir heimilið
Fyrir sumarhúsið
Reykofninn er gaskynntur
sem gerir það mögulegt að
reykja við lægra hitastig
Mismunandi reykspænir
gefa fjölbreytta möguleika
fyrir bragðlaukana
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
www.grillbudin.is
MANNLÍF Um fimmtíu manns
bjuggu í gamla Gufudalshreppi
fyrir um þrjátíu árum en síðustu
áratugi leit út fyrir það að sveitin
myndi leggjast í eyði. Það sting-
ur því skemmtilega í stúf að sjá
myndarlegt bú með átta hundruð
ám og fimmtíu hestum í Fremri-
Gufudal í Gufudalshreppi.
En vegna þess hve bæjum hefur
fækkað á Vestfjörðum er svo rúmt
um sauðféð frá Fremri-Gufudal að
það tók búaliðið fjörutíu daga að ná
því af fjalli síðasta haust.
„Þetta er í rauninni ekki hægt
nema ef fólk hefur gaman af
þessu,“ segir Einar Valgeir Haf-
liðason, bóndi á bænum, sem býr
sig undir smalamennsku um kom-
andi helgi.
Dætrum Einars, Hafrós Huld
og Jóhönnu Ösp, skortir heldur
ekki áhugann en þær búa báðar í
Fremri-Gufudal með eiginmönn-
um sínum og börnum. Smalaleið-
in liggur yfir heiðar og langt inn í
Ísafjarðardjúp og yfir í næstu firði
sitthvorum megin við Gufufjörð.
Hafrós Huld segir að þær systur
uni hag sínum afar vel í dalnum.
„Það kom heldur aldrei neitt annað
til greina hjá mér en að búa hér,“
segir hún.
Þær systur hafa aukið umfangið
í búsýslunni nú þegar annars stað-
ar er verið að bregða búi. Auk þess
að sýsla með sauðfé stunda bænd-
urnir hrossatamningar og hunda-
ræktun á bænum.
Þó einangrunin sé nokkur hefur
sveitin ratað nokkuð í fréttirnar
að undanförnu en Gufufjörður er
á framkvæmdasvæðinu sem nú er
til umfjöllunar vegna fyrirhugaðr-
ar lagningar vegar um Teigsskóg.
„Æ, það væri voða gott að kom-
ast úr drullunni,“ segir Einar sem
segist fyrst og fremst
vilja fá að aka eftir
malbikuðum vegi
en því er ekki að
fagna á svæðinu.
Reyndar
sagði Einar
Guðfinns-
son, forseti
Alþingis, fyrir
nokkrum árum
að vegirnir á
svæðinu væru
í raun vegleysa
og Kristján Möll-
er, þáverandi sam-
gönguráðherra, tók í
sama streng.
Ragnheiður Katrín Ólafsdóttir,
sem rak eitt allra minnsta kaup-
félagsútibú landsins, einmitt við
þennan leiðindaveg, átti þó gott ráð
fyrir ökumenn. Hún sagði
þeim að kaupa þykkt
hlaup og hafa það
svo uppi í sér svo
þeir skelltu ekki
tönnum saman
meðan þeir hoss-
uðust um holótt-
an veginn.
Kaupfélagið
hennar Kötu
er löngu hætt
en Hafrós Huld
segir að hún fari
reglulega til Borgar-
ness til að kaupa inn.
„Það tekur svona tvo
og hálfan tíma,“ segir hún.
Það er því ekki mikið um að menn
skjótist út í búð í Gufusveitinni.
jse@frettabladid.is
Tekur fjörutíu daga
að smala sauðfénu
Í sveit sem virtist við það að fara í eyði er nú rekið myndarlegt bú með áttahundruð
ám og fimmtíu hrossum. Ungir bændur hafa unnið að mikilli uppbyggingu þar.
Svo rúmt er um sauðféð að það tekur um fjörutíu daga að ná því af fjalli.
Á BJARGAÐ ÚR Á Það er ekki fyrir alla að standa í smalamennsku fyrir vestan. Hér
veiðir Jóhann Freyr Guðmundsson, eiginmaður Hafrósar, lamb upp úr á í Skálmadal.
Í LYKILHLUTVERKI
Fjárhundar gegna stóru
hlutverki í smalamennsk-
unni hjá Hafrós Huld.
STJÓRNMÁL Fulltrúar allra flokka
í Mannréttindaráði Reykjavíkur-
borgar, utan Framsóknar, lögðu
fram bókun á fundi ráðsins á
þriðjudag og sögðu málatilbúnað
Framsóknar rangan og ósannan.
Framsókn lagði fram bókun
gegn skýrslu um hatursorðræðu á
netmiðlum í borgarráði á fimmtu-
dag. Í bókun mannréttinda ráðs
kemur fram að meirihlutinn
telji ekki ástæðu til að gagnrýna
vinnubrögð við skýrsluna eins og
Framsókn gerir.
Segir að skýrslan gefi góða
mynd af orðræðunni sem á sér
stað við fréttir á netmiðlum.
Gagnrýni Framsóknar sé ekki á
rökum reist. - ssb
Bókuðu í mannréttindaráði:
Segja gagnrýni
ekki réttmæta
VEÐUR Það var blíðskaparveður á Akureyri í gær og nutu heimamenn
hitans sem fór upp undir tuttugu gráður yfir hádaginn.
Þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði voru þessar stúlkur
að leik á svokallaðri loftdýnu við Sundlaug Akureyrar á meðan aðrir
gestir kældu sig í lauginni.
Sumaraukinn var fullnýttur af Akureyringum en grunnskólastarf fór
að miklu leyti fram utandyra í tilefni veðurblíðunnar. Undir kvöldmat
lá grilllyktin í loftinu enda fer hver að verða síðastur að nýta tækifærið
til að standa við kolin. Að minnsta kosti fram að næsta sumri. - ssb
Akueyringar nutu sín í nærri tuttugu stiga hita og sól í gær:
Hitabylgja nýtt til hins ítrasta
Í LAUSU LOFTI Þessar stelpur hoppuðu hæð sína á uppblásinni dýnu við Sundlaug
Akureyrar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN NÍELSSON
FJÖLMIÐLAR Ritstjóri DV, Reynir
Traustason, gerir ráð fyrir því
að missa starf sitt fyrir vikulok.
Breytingar hafa orðið á eign-
arhaldi DV á síðustu dögum.
Meðal annars hefur Björn
Leifsson, eigandi World Class,
keypt sig inn í reksturinn með
því yfirlýsta markmiði að reka
Reyni.
Starfsmenn DV hafa sent
frá sér yfirlýsingu og lýst yfir
áhyggjum af sjálfstæði miðils-
ins.
Þá segir Þorsteinn Guðnason,
hluthafi í DV, að Reynir hafi
ekki greint starfsfólki rétt frá
stöðu mála. Miðillinn standi á
barmi gjaldþrots. - ssb
Mikil átök um framtíð DV:
Ritstjórinn býst
við brotthvarfi