Fréttablaðið - 28.08.2014, Page 4

Fréttablaðið - 28.08.2014, Page 4
28. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 HEILSA Sænskur prófessor í öldrun- arlækningum, Yngve Gustafsson, segir yfir helming íbúa á heimilum fyrir aldraða í Svíþjóð vera í lífs- hættu vegna vannæringar. Sænska ríkissjónvarpið hefur það eftir prófessornum að nætur- fastan, það er tíminn frá síðustu máltíð dagsins til morgunverðar næsta dags, megi ekki vera lengri en 11 klukkustundir. Næturfastan geti hins vegar orðið miklu lengri. Vegna skorts á starfsfólki á kvöld- in sé sumt af gamla fólkinu háttað snemma. Það leiði til þess að það fái ekki svokallaða kvöldhressingu. Guðný Jónsdóttir, næringar- rekstrarfræðingur á Hjúkrunar- heimilinu Sóltúni, segir kvöldmat þar vera borinn fram klukkan 18. Kvöldhressing sé klukkan 20 og morgunmatur klukkan 8 til 10. „Hjúkrunarfræðingar fara oft með banana eða annað inn til fólks milli klukkan 20 og 22 á kvöldin eða á öðrum tímum. Ég held að það sé sjaldgæft að fólk sé sofnað fyrir klukkan 20.“ Ingibjörg Hjaltadóttir, dósent og hjúkrunarfræðingur, segir að þeir sem sofni fyrir kvöldhressingu séu sennilega þeir sem orðnir eru lélegastir til heilsunnar. „Það er greinilega lítill hópur því rannsókn sem gerð var á hjúkr- unarheimilum árin 1999 til 2009 sýnir að næringarástand íbúa hjúkrunarheimila er gott. Fjöldi þeirra sem léttist var þrjú til níu prósent. Þessi útkoma var betri en gæðaviðmið sem sett hafa verið á Íslandi og eru 15 prósent. En að sjálfsögðu er mikil hætta á að aldr- aðir fái ekki næga næringu.“ Rannsókn sem Ingibjörg gerði árið 2003 á sextíu sjúklingum eldri en 65 ára, sem komu inn á öldrun- ardeildir Landspítala, leiddi í ljós að 58 prósent þeirra voru vannærð. Heiða Björg Hilmisdóttir, nær- ingarrekstrarfræðingur og deild- arstjóri eldhúss og matsala á Land- spítala, segir vannæringu alls staðar vandamál hjá öldruðum. „Það er mikilvægt að ekki líði langur tími milli máltíða. Margir þeirra sem leggjast inn á sjúkra- hús koma vannærðir. Við erum að innleiða aðferð til að meta hverjir eru í hættu. Það vantar tengingu milli borgar og ríkis til að fylgja eftir næringarástandi fólks eftir að það útskrifast af spítalanum.“ Ólöf Guðný Geirsdóttir, lektor og matvæla- og næringarfræðingur á Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum, telur vannæringu algenga meðal þeirra sem búa heima og eru ekki fullfrískir. „Margir þeirra fá sendan mat heim í hádeg- inu. Maturinn er reiknaður sem ein máltíð en gamla fólkið hefur hluta hans fyrir kvöldmál- tíð. Þar með er það í raun að borða helmingi minna en miðað er við að það ætti að gera. Hjá borginni eru teymi sem fylgjast með skóla- máltíðum en þar eru ekki teymi sem fylgjast með heimsendingu matar til aldraðra. Ekki er fylgst með næringarástandi þeirra sem þiggja þjónustuna.“ Sænski prófessorinn bendir á að vannæring leiði til veikara ónæmiskerfis og þar með eigi einstaklingarnir á hættu á að fá lífshættulegar sýkingar. Nokkrir þeirra sem voru mest vannærðir voru ekki grannir, að því er segir á vef sænska ríkissjónvarpsins. ibs@frettabladid.is Vannærðir eftir nætursvelti Sænskur prófessor segir að vegna skorts á starfsfólki á kvöldin á heimilum fyrir aldraða séu sumir háttaðir snemma og missi þess vegna af kvöldhressingu. Löng næturfasta getur leitt til vannæringar. Ingibjörg Hjalta- dóttir dósent telur lítinn hóp hér missa af hressingunni. Aldraðir séu þó í mikilli hættu á að nærast ekki nóg. VERIÐ VELKOMIN Í NETTÓ GRANDA OG MJÓDD DAG SEM NÓTT Í ELDHÚSINU Í SÓLTÚNI „Ég held að það sé sjaldgæft að fólk sé sofnað fyrir klukkan 20,“ segir Guðný Jóns- dóttir næringar- rekstrarfræðingur. Máltíðir í Sóltúni eru samkvæmt ráðleggingum land- læknisembættisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI INGIBJÖRG HJALTADÓTTIR HEIÐA BJÖRG HILMISDÓTTIR ÓLÖF GUÐNÝ GEIRSDÓTTIR 14.859 stokkendur rötuðu í veiði- skýrslur árið 2009, en veiði frá 1995 hefur verið um 10.000 fuglar. EFNAHAGSMÁL Hollenski seðla- bankinn hefur selt allar kröfur sem bankinn á í þrotabú gamla Landsbankans vegna Icesave- reikninganna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birtist á vef hol- lenska seðlabankans í gærmorgun. Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin í samráði við hollenska fjár- málaráðuneytið. Kröfurnar voru seldar fyrir milligöngu Deutsche bank. Upphafleg krafa hollenska seðlabankans á gamla Landsbank- ann nam rúmlega 1,6 milljörðum evra, sem eru um 252 milljarðar íslenskra króna miðað við núver- andi gengi krónunnar. Ákveðið var að hollenski bankinn myndi greiða hollenskum innstæðueigendum innstæður þeirra á Icesave-reikn- ingunum eftir að reikningunum var lokað í byrjun október 2008. Í tilkynningu hollenska seðla- bankans segir að bankinn eigi nú enga kröfu á gamla Landsbank- ann. Af upprunalegri 1,6 milljarða evra kröfu hafði gamli Landsbank- inn þegar greitt 932 milljónir evra, eða 143 milljarða króna miðað við núverandi gengi. Hollendingar hafa, ásamt Bretum, höfðað mál gegn íslenska innistæðutrygginga- sjóðnum vegna vaxta. Sala á kröf- unum breytir engu um það dóms- mál. - jhh Nýir aðilar eignast kröfur á gamla Landsbankann vegna Icesave fyrir millöngu Deutsche bank: Hollendingar seldu kröfur vegna Icesave ICESAVE Bankareikningarnir í Bretlandi og Hollandi eru eitt mesta hitamál á Íslandi eftir hrun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ➜ Upphafleg Icesave-krafa Hollendinga nam sem svarar 252 milljörðum króna. AFGANISTAN, AP Forsetaframbjóð- andinn Abdúllah Abdúllah, fyrr- verandi utanríkisráðherra Afgan- istans, ákvað í gær að hætta við að taka þátt í endurtalningu atkvæða úr seinni umferð forsetakosninga, sem haldnar voru í júní. Bæði hann og mótframbjóðand- inn, Ashraf Ghaní Ahmadsaí, fyrr- verandi fjármálaráðherra, höfðu fallist á endurtalningu og létu stuðningsmenn sína fylgjast með framkvæmd hennar. Talsmaður Abdúllahs sagði í gær að ekkert væri að marka endurtaln- inguna. Í fyrstu talningu hafði Ahs- raf Ghani fengið fleiri atkvæði. - gb Abdúllah hættir við: Vill ekki lengur endurtalningu LÖGREGLUMÁL Íslenskur karlmaður á sextugsaldri hefur verið úrskurð- aður í farbann til 16. september vegna þúsunda barnaníðsmynda sem fundust í tölvu hans. Maðurinn var handtekinn við komuna til Íslands þann 1. ágúst síðastliðinn. Þá hafði tollgæslan hann grunaðan um að hafa í fórum sínum barnaníðsefni. Á tölvu mannsins fundust um 36 þúsund ljósmyndir sem sýndu unga drengi á kynferðislegan hátt. Jafnframt er unnið að því að end- urheimta myndbönd sem lögregla telur að hafi verið á tölvunni. Mað- urinn er dæmdur kynferðisbrota- maður. - ssb Maður úrskurðaður í farbann: Tekinn með barnaníðsefni ENDURTALNING Báðir frambjóðendur höfðu fallist á endurtalingu atkvæða. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá MILT Í VEÐRI Veðurspáin lítur ljómandi vel út fyrir næstu daga, yfirleitt hægur vindur og hlýtt í veðri. Lítilsháttar úrkoma, einkum sunnan- og suðaustantil en annars skýjað með köflum og jafnvel léttskýjað, einkum norðantil. 12° 3 m/s 13° 6 m/s 15° 7 m/s 12° 16 m/s Yfi rleitt fremur hægur vindur. Hæg A-læg eða breytileg átt. Gildistími korta er um hádegi 27° 33° 21° 23° 21° 17° 24° 20° 20° 27° 22° 32° 31° 34° 25° 22° 21° 22° 12° 6 m/s 11° 7 m/s 16° 4 m/s 12° 5 m/s 15° 2 m/s 16° 4 m/s 9° 2 m/s 13° 13° 12° 12° 12° 12° 15° 13° 15° 14° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur LAUGARDAGUR Á MORGUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.