Fréttablaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 36
KYNNING − AUGLÝSINGRyksugur FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Jónatan Atli Sveinsson, jonatan@365.is, s. 512 5446 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Framvegis verða gerðar meiri kröfur til ryksuguframleiðenda líkt og framleiðenda annarra heimilistækja. Kröfurnar snúa að orkunotkun, hávaða, end- ingu og fleiri þáttum. „Þetta þýðir ekki að fólk þurfi að hlaupa til og henda ryksugum sem það á og innflytjendur mega selja þann lager sem til er í land- inu,“ segir Guðrún Lárusdóttir, sérfræðingur hjá Neytendastofu. „Framvegis þurfa framleiðend- ur hins vegar að fylgja nýjum reglum og einungis framleiða ryksugur sem eru undir 1600 vöttum. Árið 2017 er stefnt að því að viðmiðið verði komið niður í 900 vött eða minna. Að sögn Guðrúnar hafa engar kröfur verið gerðar til ryksugu- framleiðenda hingað til. „Það hafa einfaldlega verið búnar til ryk- sugur og þær settar á markað. Það hefur svo verið neytenda að velja og væntanlega hefur valið farið eftir því sem sagt er í verslunum eða bara eftir merkjum. Eftir breyt- inguna þurfa framleiðendur hins vegar að upplýsa neytendur um orkueyðsluna, hávaða, endingu, hversu vel ryksugan sýgur upp agnir og hversu mikið ryk hún losar út í andrúmsloftið. Þessar upplýs- ingar þurfa að vera sýnilegar á ryk- sugupakkningunni við kaup.“ Guðrún segir reglugerðina bæði til hagsbóta fyrir umhverf- ið og neytendur. „Kröfur til fram- leiðenda heimilistækja fara sífellt vaxandi og gilda þær til dæmis um ísskápa, þvottavélar, þurrk- ara, kaffivélar og önnur álíka tæki. Hugmyndin með þeim er að minnka orkunotkunina en um leið að gera auknar gæðakröfur. Talið er að kröfur um minni orku- notkun heimilistækja leiði til 5% orkusparnaðar á ári í Evrópu eða um 400 teravattstundir á ári. Fyrir neytendur og umhverfið Frá og með 1. september verður framleiðendum ryksuga óheimilt að selja og dreifa orkufrekum heimilisryksugum á Evrópska efnahagssvæðinu. Frá þeim tíma mega ryksugur einungis vera 1600 vött en algengustu ryksugur í dag eru 1800 vött. Vöttin segja til um hversu mikil rafmagnsnotkun vélarinnar er en ólíkt því sem margir halda hefur meiri orkunotkun ekkert með gæði að gera. Að seilast lengra Ekki henda pappahólkunum innan úr jólapappírsrúllunum. Slíkar rúll- ur má nota sem framlengingu á ryksug- ustúta. Með því að líma hólkinn við ryk- sugurörið með taulímbandi er hægt að seilast mun lengra en annars. Þann- ig má ryksuga köngulóarvefi úr loftum eða sjúga rykið af viftum og ljósakrón- um. Einnig má nýta þessa framleng- ingu til að ryksuga undan rúmum og öðrum húsgögnum. Fyrir þrengri rými má klípa rúlluna saman og þá má troða henni víða þar sem hart járnrörið kemst ekki. Nælonsokkar til bjargar Martröð foreldra verður að veruleika þegar börnin missa plastperludunkinn í gólfið og litríkar perlur skoppa um allt. Mikill höfuðverkur getur fólgist í að tína upp þetta smádót. Þá kemur ryksugan til bjargar. Með því að klippa nælonsokka- buxur og líma við ryksugustútinn er hægt að fara hamförum í að ryksuga perlur af gólfum án þess að þær endi allar í maga ryksugunnar. Nælonsokkurinn gríp- ur perlurnar og síðan er hægt að losa þær þægilega ofan í boxið á ný. Þetta nælonsokkaráð virkar einn- ig þegar ryksuga á viðkvæma hluti á borð við silkiblóm og gluggatjöld. Þá er nælon- sokkurinn strekktur yfir stútinn svo að- eins ryk kemst í gegn. Fyrir hárið Skemmtilegt myndband gekk um net- heima fyrir nokkru. Þar sést faðir setja hárteygju utan um ryksugurörið. Þá kveikir hann á tækinu, ryksugar hár dóttur sinnar inn í rörið og smellir síðan teygjunni upp á hárið til að mynda tagl. Fyrirmyndarráð fyrir þá sem þykjast ekki kunna að greiða hár. Ilmandi gott Oft blossar upp sérstök ryksugulykt þegar kveikt er á ryksugunni. Á netinu er bent á sniðuga leið til að koma ilm um allt hús. Þannig má spreyja ilmi í papp- írsþurrku, hún er síðan ryksuguð upp í vélina og á þaðan að veita lykt um allt rýmið. Öfugsnúin lausn Það er ekki tekið út með sældinni að ryk- suga undir rúmum. Sérstaklega borga hnén fyrir erfiðið. Ein auðveld lausn er að snúa handfanginu öfugt. Þannig mynd- ast öfugur bogi sem gerir fólki auðveld- ara að ná undir rúmin án þess að þurfa að krjúpa. Hlífum veggjum Þegar ryksugað er rösklega vill ryksugu- hausinn strjúkast við veggi og annað- hvort rispa þá eða lita. Með því að líma límband meðfram ryksuguhausnum minnka líkurnar á slíkri eyðileggingu. Hugvitsamleg nýting ryksugunnar Hlutverk ryksugunnar er flestum ljóst. Hún sýgur ryk og önnur óhreinindi af gólfum og úr teppum. Hana má einnig nota til að hreinsa mylsnuna úr sófapullunum. Ryksuguna má þó nota á mun fjölbreyttari hátt eins og eftirfarandi dæmi sýna:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.