Fréttablaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 60
28. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 44 Hanna Birna Kristjáns- dóttir var ein af fj órum táningum í umfj öllun um fermingar í Vikunni árið 1980. HÖLL MINNINGANNA FRÁ HÖNNU BIRNU TIL HÖNNU BIRNU ➜ ➜ ➜ ➜ ➜ ➜ Í sama blaði var mynd af Katrínu Júlíusdóttir í kúrekaklæðnaði á Kisudeild leikskólans Álft aborgar. Katrín fermdist í Kópavogskirkju árið 1988, þann 24 apríl klukkan 14.00. Sama dag klukkan 10.30 fermdist tónleikahald- arinn Ísleifur B. Þórhallsson í sömu kirkju. Ísleifur var í ritnefnd Verzlunarskóla- blaðsins árið 1994. Ísleifur hélt tónleika með Justin Timberlake á sunnu- dagskvöld. Meðal gesta var Bjarni Benediktsson en Bjarni situr með Hönnu Birnu í ríkisstjórn. Tjón upp á tæpa milljón Ærslabelgurinn Charlie Sheen rústaði svítu á Plaza-hótelinu í New York árið 2010. Var tjónið metið á sjö þúsund dollara, rúmlega 820 þúsund krónur. Talið er að Charlie hafi gengið berserks- gang í herberginu á nærfötunum á meðan kærastan hans öskraði í lokuðum skáp. Að sögn blaðafull- trúa leikarans á þessum tíma var orsökin slæmar aukaverkanir lyfja sem leikarinn tók. Breyta svítum í svínastíur Frægasta fólk heims er vant því að lifa í lúxus hvar sem það er en iðulega endar hóteldvölin illa. CHARLIE SHEEN FLORENCE WELCH COURTNEY LOVE LINDSAY LOHAN Bláberjabína með kanilkexi „Einn fljótlegasti og ferskasti eftirréttur sem sögur fara af. Þið hafið enga afsökun fyrir því að hafa ekki haft tíma til þess að bjóða upp á eftirrétt í matarboðinu eða með laug- ardagsmatnum. Börnin mín elska skyr og á okkar heimili er skyr oftast kallað skyrís, það hljómar bara einhvern veginn meira spennandi. Þessi eftirréttur er í miklu uppáhaldi hjá börnunum mínum,“ segir Thelma Þorbergsdóttir en þessi uppskrift er úr bók hennar, Freistingar Thelmu, en hún heldur líka úti blogginu Freistingarthelmu.blogspot.com. Fyrir 6-8 manns 6 Lu-kanilkex 500 g bláberjaskyr (skyr.is) ½ lítri rjómi Fersk bláber Setjið Lu-kanilkex í matvinnsluvél og vinnið þar til kexið er orðið fínhakkað. Setjið 1-2 msk. af kexinu í hvert glas. Þeytið 250 ml af rjóma og blandið saman við bláberjaskyr- ið, hrærið með sleif þar til allt hefur blandast vel saman. Setjið skyrblönduna í sprautupoka og sprautið skyrinu jafnt í 6-8 glös og raðið bláberjum yfir og meðfram köntum glassins. Þeytið aðra 250 ml af rjóma, setjið í sprautupoka og sprautið fallega ofan á bláberin. Skreytið með kanilkexi. Geymið í kæli þar til þið berið réttinn fram Girnilegt og gómsætt í haustinu Nú er sá tími árs sem náttúran býður upp á fínasta hráefni sem um er að gera að nýta í matargerð. Hér má sjá girnilega eft irrétti úr uppskeru haustsins. Kveikti næstum í hótelinu Rauðhærða söngkonan Florence Welch olli miklum usla á herbergi á Bowery-hótelinu í New York fyrir tveimur árum. Hún játaði syndir sín- ar í viðtali við tímaritið Q og sagði að hún hefði vaknað eftir fyllerí með Kanye West og Lykke Li í herbergi sem var nánast orðið brunarústir einar. „Ég held að ég hafi fengið mér um sautján Dirty Martini-drykki. Ég týndi símanum mínum og kjóllinn minn rifnaði. Ég kveikti næstum því í Bowery-hótelinu því ég hafði skilið eftir kveikt á kanilsprittkerti.“ Skipt um öll teppi Sagan segir að partípían Lindsay Lohan sé á svarta listanum á níu hótelum. Hún olli tjóni upp á fimmtíu þúsund dollara, tæplega sex milljónir króna, á W New York Union Square en skipta þurfti um öll teppi í herberginu vegna brunabletta. Þá olli Lindsay tjóni upp á tæplega 47 þúsund dollara á Sunset Boulevard-hótelinu. Óhreinar nálar út um allt Tónlistarkonan Courtney Love er þekkt fyrir mikið partístand og fór afar illa með herbergi sitt á The Inn í New York. Courtney skildi eftir notaðar hreinlætis- vörur út um allt herbergið sem og óhreinar nálar. Þá olli hún líka talsverðu vatnstjóni á staðnum. Talið er að tjónið í heild sinni hafi verið upp á fimm þúsund dollara, tæplega sex hundruð þúsund krónur. Rabarbara- og perubaka með stökkum hafrahjúpi „Mér finnst voðalega gott að setja eitthvað sætt með í rabarbarabökurnar, það gefur svo gott jafnvægi við súran rabarbarann. Stundum set ég hindber með en að þessu sinni notaði ég perur, það kom ofsalega vel út. Ef þið eruð hrifin af hvítu súkkulaði þá er sannarlega ekki verra að strá yfir rabarbarabökuna dálitlu af hvítum súkkulaði- dropum. Hafrahjúpurinn ofan á bökunni er meðal annars með púðursykri og sírópi sem gefur henni stökka áferð og karamellukennt bragð,“ segir Dröfn Vilhjálmsdóttir sem bloggar undir heitinu Eldhússögur, eða eldhus sogur.com. 500 g rabarbari, skorinn í bita 2 stórar perur, afhýddar og skornar í bita 1 msk. kartöflumjöl 1 dl sykur + 1 msk. 1 dl púðursykur 2 dl haframjöl 2 dl hveiti ½ tsk. lyftiduft ½ tsk. vanillusykur ½ dl ljóst síróp 125 g smjör ½ dl rjómi Ofninn er stilltur á 150 gráða undir- og yfirhita. Rabarbar- anum og perunum er dreift í smurt form og 1 msk. af sykri og kartöflumjöli er stráð yfir. Smjörið er brætt í potti ásamt rjómanum. Þurrefnunum er blandað saman í skál ásamt sírópinu og brædda smjörinu og rjómanum er svo hrært út í. Blöndunni er því næst dreift jafnt yfir rabarbarann og perurnar. Bakað í ofni við 150 gráður í ca. 40–50 mínútur. Bakan er borin fram heit með þeyttum rjóma eða ís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.