Fréttablaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 39
KYNNING − AUGLÝSING Hannyrðir28. ÁGÚST 2014 FIMMTUDAGUR 3 Verslunin Fjarðarkaup var opnuð í Hafnarfirði árið 1973. Hún er þekkt fyrir fjölskrúðugt vöruúrval og þar á meðal myndarlega garndeild sem ber nafn- ið Rokka. „Það kom fyrst garn hér í hús árið 1997. Deildin var í fyrstu lítil í sniðum en fyrir rúmum þremur árum var ákveðið að stækka og nú er þetta hið myndarlegasta horn,“ segir deildarstjórinn, Hjördís Sigur- bergsdóttir. Mikið af prjónuðum sýnishornum Hjördís segir leitast við að bjóða upp á gott vöruúrval, góða þjónustu og ráðgjöf. „Þá leggjum við okkur fram um að hafa mikið úrval af prjónuðum sýnishornum sem hefur mælst vel fyrir enda gott að geta séð útkom- una en ekki aðeins mynd á blaði.“ Hjördís segir birgjana duglega við að koma með sýnishorn en auk þess hafi hún látið prjóna fyrir sig. „Við erum með garn frá fjórum mismun- andi birgjum og bjóðum allt frá fínu silki- garni upp í grófasta lopa. Við reynum allt- af að vera með eitthvað nýtt af nálinni. Bir- gjarnir eru jafnframt duglegir að fylgjast með, fara til útlanda á sýningar og koma með það sem er heitast hverju sinni.“ Ekkert lát á prjónaáhuganum Hjördís segir alls ekkert vera að draga úr þeim prjónaáhuga sem hefur ríkt hér á landi frá því eftir hrun. „Það er mikið að gerast í prjónaheiminum og mér finnst íslenskar konur uppfullar af sköpun- argleði. Ég segi konur, því karlarn- ir eru því miður í minnihluta og ekki alveg jafn áhugasam- ir. Það er þó alltaf einn og einn sem kemst á bragðið. Það er nefnilega svo mikil slökun sem f ylgir því að prjóna. Prjónaskap- ur er að mínu mati fíkn sem enginn vill fá neina lækningu við. Þeir sem ánetjast honum vilja bara meira garn og fleiri uppskriftir.“ Gott úrval af upp- skriftum Í deildinni er mikið úrval af prjónabókum og blöðum. „Mér telst svo til að gefnar hafi verið út á bilinu tíu til fimmtán íslensk- ar prjónabækur á árinu sem undirstrikar gróskuna. Við seljum allt sem við komumst yfir; bæði erlent og íslenskt enda lykilatriði að vera með gott úrval af uppskriftum. Þá höfum við líka verið að selja einblöðunga með stökum uppskriftum. Það hefur gefist mjög vel enda hentar ekki öllum að kaupa heilu blöðin eða bækurnar. Þá vill svo skemmtilega til að tvær kvennanna sem starfa í deildinni hafa verið að búa til upp- skriftir sem þær selja og eru að sjálfsögðu með prjónuð sýnishorn.“ Efni til skartgripagerðar væntanlegt Ýmsar nýjungar eru fyrirhugaðar í deild- inni með haustinu. „Við skynjum mikinn áhuga á alls kyns handavinnu og ætlum að bæta við efni til skartgripagerðar í haust. Fyrr á árinu hætti svo eina vefnaðarvöru- verslunin í Hafnarfirði og er hennar sárt saknað. Við ætlum að reyna að koma til móts við kröfur um að selja í það minnsta tvinnakefli og annað sem tilheyrir sauma- skap enda ómögulegt að Hafnfirðingar þurfi að fara í annað bæjarfélag eftir því,“ segir Hjördís. Aðspurð hvort jafnvel verði farið út í að selja efni segir Hjördís svo ekki vera. „Nei, við höfum ekki pláss til þess.“ Hjördís segir þegar vera farið að huga að jólunum. „Ég var að fá inn úrval útsaumspakka fyrir jólin enda ekki seinna vænna að fara að byrja á jólasokkun- um og dagatölunum.“ Hún bendir á að frá og með deg- inum í dag og fram á laugar- dag verði afsláttur af völd- um vörum í deildinni. Hún bendir jafnframt á Facebo- ok-síðu Rokku. „Þar er fólk að skiptast á ýmiskonar fróðleik og uppskriftum.” Enginn vill lækningu við prjónafíkn Garndeildin Rokka í Fjarðarkaupum hefur tilheyrt versluninni frá 1997. Fyrir þremur árum var deildin stækkuð. Eitt af aðalsmerkjum hennar er að vera með úrval af prjónuðum sýnishornum. Með haustinu bætist efni til skartgripagerðar við deildina. Mikil áhersla er lögð á prjónuð sýnshorn en þannig er hægt að sjá útkomu verksins vel fyrir sér. Leitast er við að bjóða upp á nýjungar bæði hvað varðar garn, uppskriftir og fylgihluti. Í Rokku er að finna allt frá fínu silkigarni upp í grófan lopa. Fimm konur skipta með sér verkum í deildinni. Þegar ljós- myndara bar að garði stóðu þær Hjördís Sigurbergsdóttir (til hægri) og Guðlaug Sigmundsdóttir vakt- ina. Aðrir starfsmenn eru: Auður Skúladóttir, Hjördís Ingvarsdóttir og Ingibjörg Rún Sumarliðadóttir. MYND/VALLI TILBOÐ  FRÁ FIMMTUDEGI TIL LAUGARDAGS ■ 20% afsláttur af Smart, Alfa, Lanett, Wintersun, King Baby Lama og Sunset garni. ■ 20% af öllum KnitPro prjónasettum. ■ 50% af öllum Tinnu-, Bjarkar- og Rauma-blöðum, nema nýjustu blöðunum. Deildin var stækkuð fyrir þremur árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.